Stjórnarskipti og húsnæðisöryggi fyrir alla Sandra B. Franks skrifar 10. september 2024 08:01 Núverandi ríkisstjórn hefur brugðist almenningi og þarf að víkja. Á undanförnum árum hefur það margsinnis komið í ljós að það er almenningur sem ber byrðarnar, á meðan auðmenn og fjármagnseigendur græða. Við höfum séð þetta í gegnum hrunið, heimsfaraldurinn, hækkandi stýrivexti og verðbólgu. Alltaf er það launafólk, sérstaklega fólk í framlínustörfum, sem sitjum uppi með skarðan hlut. Almenningur og auðmenn Eftir efnahagshrunið kallaði almenningur eftir réttlæti og betra samfélagi. Niðurstöður þjóðfundar og Stjórnlagaráðs voru skýrar, meirihluti þjóðarinnar vildi nýja stjórnarskrá og að auðlindirnar yrðu þjóðareign. Hins vegar hefur þróunin verið allt önnur. Auðlindir okkar hafa smám saman runnið til örfárra útvalinna. Við sjáum þetta í sjávarútvegi, landnýtingu og á fleiri sviðum. Þetta er skýrt merki um misræmi milli vilja almennings og aðgerða stjórnvalda. Skaðleg þróun á leigumarkaði Margar sjúkraliðar og annað láglaunafólk sem býr á leigumarkaði upplifir heimilisóöryggi. Leigusamningar eru oft endurnýjaðir árlega, og margir félagsmenn þurfa stöðugt að velja á milli þess að endurnýja samninga eða leita sér að ódýrara húsnæði. Þetta veldur því að sumir búa við þann raunveruleika að eiga aldrei öruggt heimili, og jafnvel halda þeir áfram að geyma búslóð sína í kössum, því þeir vita aldrei hvenær næsti flutningur verður. Þessi óvissa er óásættanleg í samfélagi sem á að virka fyrir alla, ekki bara þá sem ráða yfir auði. Seðlabankinn og fjármagnseigendur Seðlabankinn hefur spilað stóra rullu í þessari þróun. Árið 2020 voru stýrivextir lækkaðir niður í nánast ekki neitt, sem ýtti undir lántökur. Nú hefur Seðlabankinn hins vegar hækkað stýrivexti óhóflega, með það að markmiði að draga úr neyslu og verðbólgu. Þrátt fyrir það er verðbólgan enn viðvarandi og á sama tíma hagnast bankar og fjármagnseigendur. Stærstur hluti lánsfjár almennings er verðtryggður, sem þýðir að hagnaður bankanna eykst á kostnað almennings. Launafólk hefur gert sitt Launafólk hefur sýnt ábyrgð í síðustu kjarasamningum með því að semja um hógværar launahækkanir. Það var krafa um að stjórnvöld og atvinnurekendur gerðu sitt til að lækka stýrivexti og verðbólgu. Enn er ekkert að gerast. Í stað þess að hlúa að almenningi hefur ríkisstjórnin einblínt á að gefa auðlindir í hendur örfárra. Við, sem störfum í framlínunni, eigum það skilið að búa við öryggi, hvort sem það snýr að húsnæði, launakjörum eða framtíð okkar. Stjórnvöld verða að axla ábyrgð og koma til móts við þarfir almennings. Það er kominn tími á breytingar. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaramál Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Núverandi ríkisstjórn hefur brugðist almenningi og þarf að víkja. Á undanförnum árum hefur það margsinnis komið í ljós að það er almenningur sem ber byrðarnar, á meðan auðmenn og fjármagnseigendur græða. Við höfum séð þetta í gegnum hrunið, heimsfaraldurinn, hækkandi stýrivexti og verðbólgu. Alltaf er það launafólk, sérstaklega fólk í framlínustörfum, sem sitjum uppi með skarðan hlut. Almenningur og auðmenn Eftir efnahagshrunið kallaði almenningur eftir réttlæti og betra samfélagi. Niðurstöður þjóðfundar og Stjórnlagaráðs voru skýrar, meirihluti þjóðarinnar vildi nýja stjórnarskrá og að auðlindirnar yrðu þjóðareign. Hins vegar hefur þróunin verið allt önnur. Auðlindir okkar hafa smám saman runnið til örfárra útvalinna. Við sjáum þetta í sjávarútvegi, landnýtingu og á fleiri sviðum. Þetta er skýrt merki um misræmi milli vilja almennings og aðgerða stjórnvalda. Skaðleg þróun á leigumarkaði Margar sjúkraliðar og annað láglaunafólk sem býr á leigumarkaði upplifir heimilisóöryggi. Leigusamningar eru oft endurnýjaðir árlega, og margir félagsmenn þurfa stöðugt að velja á milli þess að endurnýja samninga eða leita sér að ódýrara húsnæði. Þetta veldur því að sumir búa við þann raunveruleika að eiga aldrei öruggt heimili, og jafnvel halda þeir áfram að geyma búslóð sína í kössum, því þeir vita aldrei hvenær næsti flutningur verður. Þessi óvissa er óásættanleg í samfélagi sem á að virka fyrir alla, ekki bara þá sem ráða yfir auði. Seðlabankinn og fjármagnseigendur Seðlabankinn hefur spilað stóra rullu í þessari þróun. Árið 2020 voru stýrivextir lækkaðir niður í nánast ekki neitt, sem ýtti undir lántökur. Nú hefur Seðlabankinn hins vegar hækkað stýrivexti óhóflega, með það að markmiði að draga úr neyslu og verðbólgu. Þrátt fyrir það er verðbólgan enn viðvarandi og á sama tíma hagnast bankar og fjármagnseigendur. Stærstur hluti lánsfjár almennings er verðtryggður, sem þýðir að hagnaður bankanna eykst á kostnað almennings. Launafólk hefur gert sitt Launafólk hefur sýnt ábyrgð í síðustu kjarasamningum með því að semja um hógværar launahækkanir. Það var krafa um að stjórnvöld og atvinnurekendur gerðu sitt til að lækka stýrivexti og verðbólgu. Enn er ekkert að gerast. Í stað þess að hlúa að almenningi hefur ríkisstjórnin einblínt á að gefa auðlindir í hendur örfárra. Við, sem störfum í framlínunni, eigum það skilið að búa við öryggi, hvort sem það snýr að húsnæði, launakjörum eða framtíð okkar. Stjórnvöld verða að axla ábyrgð og koma til móts við þarfir almennings. Það er kominn tími á breytingar. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun