Stjórnarskipti og húsnæðisöryggi fyrir alla Sandra B. Franks skrifar 10. september 2024 08:01 Núverandi ríkisstjórn hefur brugðist almenningi og þarf að víkja. Á undanförnum árum hefur það margsinnis komið í ljós að það er almenningur sem ber byrðarnar, á meðan auðmenn og fjármagnseigendur græða. Við höfum séð þetta í gegnum hrunið, heimsfaraldurinn, hækkandi stýrivexti og verðbólgu. Alltaf er það launafólk, sérstaklega fólk í framlínustörfum, sem sitjum uppi með skarðan hlut. Almenningur og auðmenn Eftir efnahagshrunið kallaði almenningur eftir réttlæti og betra samfélagi. Niðurstöður þjóðfundar og Stjórnlagaráðs voru skýrar, meirihluti þjóðarinnar vildi nýja stjórnarskrá og að auðlindirnar yrðu þjóðareign. Hins vegar hefur þróunin verið allt önnur. Auðlindir okkar hafa smám saman runnið til örfárra útvalinna. Við sjáum þetta í sjávarútvegi, landnýtingu og á fleiri sviðum. Þetta er skýrt merki um misræmi milli vilja almennings og aðgerða stjórnvalda. Skaðleg þróun á leigumarkaði Margar sjúkraliðar og annað láglaunafólk sem býr á leigumarkaði upplifir heimilisóöryggi. Leigusamningar eru oft endurnýjaðir árlega, og margir félagsmenn þurfa stöðugt að velja á milli þess að endurnýja samninga eða leita sér að ódýrara húsnæði. Þetta veldur því að sumir búa við þann raunveruleika að eiga aldrei öruggt heimili, og jafnvel halda þeir áfram að geyma búslóð sína í kössum, því þeir vita aldrei hvenær næsti flutningur verður. Þessi óvissa er óásættanleg í samfélagi sem á að virka fyrir alla, ekki bara þá sem ráða yfir auði. Seðlabankinn og fjármagnseigendur Seðlabankinn hefur spilað stóra rullu í þessari þróun. Árið 2020 voru stýrivextir lækkaðir niður í nánast ekki neitt, sem ýtti undir lántökur. Nú hefur Seðlabankinn hins vegar hækkað stýrivexti óhóflega, með það að markmiði að draga úr neyslu og verðbólgu. Þrátt fyrir það er verðbólgan enn viðvarandi og á sama tíma hagnast bankar og fjármagnseigendur. Stærstur hluti lánsfjár almennings er verðtryggður, sem þýðir að hagnaður bankanna eykst á kostnað almennings. Launafólk hefur gert sitt Launafólk hefur sýnt ábyrgð í síðustu kjarasamningum með því að semja um hógværar launahækkanir. Það var krafa um að stjórnvöld og atvinnurekendur gerðu sitt til að lækka stýrivexti og verðbólgu. Enn er ekkert að gerast. Í stað þess að hlúa að almenningi hefur ríkisstjórnin einblínt á að gefa auðlindir í hendur örfárra. Við, sem störfum í framlínunni, eigum það skilið að búa við öryggi, hvort sem það snýr að húsnæði, launakjörum eða framtíð okkar. Stjórnvöld verða að axla ábyrgð og koma til móts við þarfir almennings. Það er kominn tími á breytingar. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaramál Mest lesið Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Núverandi ríkisstjórn hefur brugðist almenningi og þarf að víkja. Á undanförnum árum hefur það margsinnis komið í ljós að það er almenningur sem ber byrðarnar, á meðan auðmenn og fjármagnseigendur græða. Við höfum séð þetta í gegnum hrunið, heimsfaraldurinn, hækkandi stýrivexti og verðbólgu. Alltaf er það launafólk, sérstaklega fólk í framlínustörfum, sem sitjum uppi með skarðan hlut. Almenningur og auðmenn Eftir efnahagshrunið kallaði almenningur eftir réttlæti og betra samfélagi. Niðurstöður þjóðfundar og Stjórnlagaráðs voru skýrar, meirihluti þjóðarinnar vildi nýja stjórnarskrá og að auðlindirnar yrðu þjóðareign. Hins vegar hefur þróunin verið allt önnur. Auðlindir okkar hafa smám saman runnið til örfárra útvalinna. Við sjáum þetta í sjávarútvegi, landnýtingu og á fleiri sviðum. Þetta er skýrt merki um misræmi milli vilja almennings og aðgerða stjórnvalda. Skaðleg þróun á leigumarkaði Margar sjúkraliðar og annað láglaunafólk sem býr á leigumarkaði upplifir heimilisóöryggi. Leigusamningar eru oft endurnýjaðir árlega, og margir félagsmenn þurfa stöðugt að velja á milli þess að endurnýja samninga eða leita sér að ódýrara húsnæði. Þetta veldur því að sumir búa við þann raunveruleika að eiga aldrei öruggt heimili, og jafnvel halda þeir áfram að geyma búslóð sína í kössum, því þeir vita aldrei hvenær næsti flutningur verður. Þessi óvissa er óásættanleg í samfélagi sem á að virka fyrir alla, ekki bara þá sem ráða yfir auði. Seðlabankinn og fjármagnseigendur Seðlabankinn hefur spilað stóra rullu í þessari þróun. Árið 2020 voru stýrivextir lækkaðir niður í nánast ekki neitt, sem ýtti undir lántökur. Nú hefur Seðlabankinn hins vegar hækkað stýrivexti óhóflega, með það að markmiði að draga úr neyslu og verðbólgu. Þrátt fyrir það er verðbólgan enn viðvarandi og á sama tíma hagnast bankar og fjármagnseigendur. Stærstur hluti lánsfjár almennings er verðtryggður, sem þýðir að hagnaður bankanna eykst á kostnað almennings. Launafólk hefur gert sitt Launafólk hefur sýnt ábyrgð í síðustu kjarasamningum með því að semja um hógværar launahækkanir. Það var krafa um að stjórnvöld og atvinnurekendur gerðu sitt til að lækka stýrivexti og verðbólgu. Enn er ekkert að gerast. Í stað þess að hlúa að almenningi hefur ríkisstjórnin einblínt á að gefa auðlindir í hendur örfárra. Við, sem störfum í framlínunni, eigum það skilið að búa við öryggi, hvort sem það snýr að húsnæði, launakjörum eða framtíð okkar. Stjórnvöld verða að axla ábyrgð og koma til móts við þarfir almennings. Það er kominn tími á breytingar. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun