Hetja Tyrkja gegn Íslandi lifði af mikinn harmleik Aron Guðmundsson skrifar 10. september 2024 12:33 Kerem Akturkoglu í leiknum gegn Íslandi í gær. Vísir/Getty Kerem Akturkoglu, landsliðsmaður Tyrklands, sem reyndist hetja landsliðsins gegn Íslandi í Þjóðadeild Evrópu er sannkallað kraftaverkabarn. Akturkoglu bjargaðist úr rústum byggingar í Izmir eftir öflugan jarðskjálfta þar á svæðinu árið 1999. Akturkoglu reyndist okkar mönnum í íslenska landsliðinu þrándur í götu í leik liðanna í Þjóðadeild Evrópu í gær. Tyrkinn skoraði öllu þrjú mörk Tyrklands í 3-1 sigri á Íslandi en liðin mættust einmitt í Izmir. Það var í ágúst árið 1999 sem jarðskjálfti upp á 7,6 á Richter reið yfir Izmit, sem er rétt tæpum eitthundrað kílómetrum austur af Istanbúl. Um mikinn harmleik var að ræða þar sem að talið er að um sautján til átján þúsund manns hafi látið lífið. Akturkoglu sagðist í viðtali við The Athletic í desember undir lok síðasta árs ekki muna eftir því að hafa legið undir rústunum í kjölfar jarðskjálftans. Enda var hann bara tíu mánaða gamall. „Fólkið sem upplifði jarðskjálftann árið 1999 vita hvað það þýðir að vera fórnarlamb. Mín fjölskylda þekkir það vel þrátt fyrir að ég hafi verið svona ungur,“ segir Akturkoglu í viðtali við The Athletic. Afi Akturkoglu var borgarstjóri Izmit á þessum tíma og því var áfallið fyrir hann margskonar. Annars vegar þurfti hann að glíma við eftirmála jarðskjálftans í borginni sinni og hins vegar fór hann fyrir leitinni á barnabarni sínu í rústunum, Akturkoglu, sem blessunarlega fannst að lokum heill á húfi. Þegar að öflugur jarðskjálfti skók suðurhluta Tyrklands árið 2023 rann Akturkoglu blóðið til skyldunnar. Hann vildi hjálpa til og gerði það í samstarfi við þáverandi félagslið sitt í Tyrklandi, stórlið Galatasaray sem, líkt og önnur tyrknesk knattspyrnufélög, reyndu eftir fremsta megni að aðstoða við björgunarstörf. Tyrkland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Landslið karla í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Akturkoglu reyndist okkar mönnum í íslenska landsliðinu þrándur í götu í leik liðanna í Þjóðadeild Evrópu í gær. Tyrkinn skoraði öllu þrjú mörk Tyrklands í 3-1 sigri á Íslandi en liðin mættust einmitt í Izmir. Það var í ágúst árið 1999 sem jarðskjálfti upp á 7,6 á Richter reið yfir Izmit, sem er rétt tæpum eitthundrað kílómetrum austur af Istanbúl. Um mikinn harmleik var að ræða þar sem að talið er að um sautján til átján þúsund manns hafi látið lífið. Akturkoglu sagðist í viðtali við The Athletic í desember undir lok síðasta árs ekki muna eftir því að hafa legið undir rústunum í kjölfar jarðskjálftans. Enda var hann bara tíu mánaða gamall. „Fólkið sem upplifði jarðskjálftann árið 1999 vita hvað það þýðir að vera fórnarlamb. Mín fjölskylda þekkir það vel þrátt fyrir að ég hafi verið svona ungur,“ segir Akturkoglu í viðtali við The Athletic. Afi Akturkoglu var borgarstjóri Izmit á þessum tíma og því var áfallið fyrir hann margskonar. Annars vegar þurfti hann að glíma við eftirmála jarðskjálftans í borginni sinni og hins vegar fór hann fyrir leitinni á barnabarni sínu í rústunum, Akturkoglu, sem blessunarlega fannst að lokum heill á húfi. Þegar að öflugur jarðskjálfti skók suðurhluta Tyrklands árið 2023 rann Akturkoglu blóðið til skyldunnar. Hann vildi hjálpa til og gerði það í samstarfi við þáverandi félagslið sitt í Tyrklandi, stórlið Galatasaray sem, líkt og önnur tyrknesk knattspyrnufélög, reyndu eftir fremsta megni að aðstoða við björgunarstörf.
Tyrkland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Landslið karla í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira