„Þetta er allt að koma...eftir sjö ár“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. september 2024 23:16 Þau Sigmundur og Kristrún, sem hafa starfað saman í stjórnarandstöðunni síðustu þrjú ár, ræddu fjárlagafrumvarpið nýja. Hvorugt þeirra hrifið. stöð 2 Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ekki ýkja hrifin af fjárlagafrumvarpinu sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í dag undir yfirskriftinni „Þetta er allt að koma“. „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Með fjárlögunum nýju aukast útgjöld ríkisins um 55 milljarða króna á næsta ári. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. Meira um það hér: Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, stærsta þingflokksins samkvæmt skoðanakönnunum, segir ríkisstjórnina hafa brugðist við stjórn efnhagsmála. Það sé ekkert í frumvarpinu sem bendi til þess að það muni breytast. „Við sjáum, ef eitthvað er, afkomuna versna fyrir næst ár miðað við það sem var lagt upp með í vor,“ segir hún. Fjármálaráðherra segist hvorki ætla í skattahækkanir né niðurskurð, en Kristrún segir að líklega þurfi bæði til. „Það þarf að fara í tekjuauka þar sem þensla er í samfélaginu og taka pólitískar ákvarðanir um það. Það þarf líka að fara betur með fé en svo þarf að hætta að keyra hagvöxtinn okkar hér áfram af þessum innviðafreku atvinnugreinum sem eru auðvitað að þenja út markaðinn og skapa fólki erfiðar aðstæður, til að mynda á húsnæðismarkaði.“ Ríkisstjórn sem slær öll met Sigmundur Davíð segir augljóst að frumvarpið muni ekki skila því sem lagt sé upp með. „Í dag voru ekki bara kynnt ný fjárlög. Það var kynnt nýtt slagorð Framsóknarflokksins eða ríkisstjórnarinnar: „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur og vísar til yfirskriftar blaðamannafundar Sigurðar Inga í dag. „En þetta er ekki allt að koma miðað við fjárlögin, því að það sem þau kynna þó sem aðhaldsaðgerðir er ný uppfinning þessarar ríkisstjórnar og gengur nokkurn veginn svona fyrir sig: „aðhald er það sem við hefðum getað hugsað okkur að eyða í umfram efni, en ætlum ekki að gera“.“ Sigmundur er ekki hrifinn. Vísir/Arnar Sigmundur heldur áfram: Staðreyndin er sú að það er enn að reka ríkið með halla, þetta er ríkisstjórn sem hefur slegið öll met í ríkisútgjöldum. Og nú er hún að slá enn eitt metið. Þetta allt saman kyndir undir verðbólguna sem er stærsta áhyggjuefni okkar á Íslandi núna, ásamt vöxtunum sem af henni leiðir og áhrifunum á húsnæðismarkaðinn og samfélagið allt. Seðlabankastjóri varaði við vanfjármögnun Kristrún segir útgjöldin, sem aukast um 55 milljarða milli ára, ekki fjármögnuð. Kristrún Frostadóttir skilur að það séu skiptar skoðanir á þéttingu byggðar.Vísir/Arnar „Þetta er meðal annars það sem seðlabankastjóri bentiá, eftirminnilega, á síðasta vaxtaákvörðunarfundi um að kjarasamningsútgjöld hefðu ekki verið fjármögnuð, um að Grindavík hefði ekki verið fjármögnuð. Ef fólk hlustar á kröfur verkalýðshreyfingarinnar, þá eru þær að koma með fjármögnuð útgjöld, því fólk þolir ekki þjónustuniðurskurð.“ Varðandi breytingar á fjárlagafrumvarpi innan fjárlaganefndar segir Sigmundur að nefndin ráði ekki við að breyta miklu. „Þau munu varla ráða við að koma áfram málum sem þau hafa lagt fram, um 216 mál sem þau hafa kynnt núna. Þau verða bara fegin ef þau ná að koma einhverju í gegn. En þetta verður því miður til tjóns þegar við þurfum á því að halda að sýna aðhald og ná tökum á verðbólgunni.“ Alþingi Samfylkingin Miðflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira
Með fjárlögunum nýju aukast útgjöld ríkisins um 55 milljarða króna á næsta ári. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. Meira um það hér: Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, stærsta þingflokksins samkvæmt skoðanakönnunum, segir ríkisstjórnina hafa brugðist við stjórn efnhagsmála. Það sé ekkert í frumvarpinu sem bendi til þess að það muni breytast. „Við sjáum, ef eitthvað er, afkomuna versna fyrir næst ár miðað við það sem var lagt upp með í vor,“ segir hún. Fjármálaráðherra segist hvorki ætla í skattahækkanir né niðurskurð, en Kristrún segir að líklega þurfi bæði til. „Það þarf að fara í tekjuauka þar sem þensla er í samfélaginu og taka pólitískar ákvarðanir um það. Það þarf líka að fara betur með fé en svo þarf að hætta að keyra hagvöxtinn okkar hér áfram af þessum innviðafreku atvinnugreinum sem eru auðvitað að þenja út markaðinn og skapa fólki erfiðar aðstæður, til að mynda á húsnæðismarkaði.“ Ríkisstjórn sem slær öll met Sigmundur Davíð segir augljóst að frumvarpið muni ekki skila því sem lagt sé upp með. „Í dag voru ekki bara kynnt ný fjárlög. Það var kynnt nýtt slagorð Framsóknarflokksins eða ríkisstjórnarinnar: „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur og vísar til yfirskriftar blaðamannafundar Sigurðar Inga í dag. „En þetta er ekki allt að koma miðað við fjárlögin, því að það sem þau kynna þó sem aðhaldsaðgerðir er ný uppfinning þessarar ríkisstjórnar og gengur nokkurn veginn svona fyrir sig: „aðhald er það sem við hefðum getað hugsað okkur að eyða í umfram efni, en ætlum ekki að gera“.“ Sigmundur er ekki hrifinn. Vísir/Arnar Sigmundur heldur áfram: Staðreyndin er sú að það er enn að reka ríkið með halla, þetta er ríkisstjórn sem hefur slegið öll met í ríkisútgjöldum. Og nú er hún að slá enn eitt metið. Þetta allt saman kyndir undir verðbólguna sem er stærsta áhyggjuefni okkar á Íslandi núna, ásamt vöxtunum sem af henni leiðir og áhrifunum á húsnæðismarkaðinn og samfélagið allt. Seðlabankastjóri varaði við vanfjármögnun Kristrún segir útgjöldin, sem aukast um 55 milljarða milli ára, ekki fjármögnuð. Kristrún Frostadóttir skilur að það séu skiptar skoðanir á þéttingu byggðar.Vísir/Arnar „Þetta er meðal annars það sem seðlabankastjóri bentiá, eftirminnilega, á síðasta vaxtaákvörðunarfundi um að kjarasamningsútgjöld hefðu ekki verið fjármögnuð, um að Grindavík hefði ekki verið fjármögnuð. Ef fólk hlustar á kröfur verkalýðshreyfingarinnar, þá eru þær að koma með fjármögnuð útgjöld, því fólk þolir ekki þjónustuniðurskurð.“ Varðandi breytingar á fjárlagafrumvarpi innan fjárlaganefndar segir Sigmundur að nefndin ráði ekki við að breyta miklu. „Þau munu varla ráða við að koma áfram málum sem þau hafa lagt fram, um 216 mál sem þau hafa kynnt núna. Þau verða bara fegin ef þau ná að koma einhverju í gegn. En þetta verður því miður til tjóns þegar við þurfum á því að halda að sýna aðhald og ná tökum á verðbólgunni.“
Alþingi Samfylkingin Miðflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira