Áhöfnin sér loksins til lands Sigurður Páll Jónsson skrifar 11. september 2024 07:01 Þjóðarskútan hefur verið stjórnlaus núna á áttunda ár og fiskeríið eftir því og aflinn rýr. Sundurlindi yfirmanna í brúnni hefur einkennt siglinguna og kostnaðurinn við veiðarnar alltof mikil sem bitnar mest á kjörum þeirra sem vinna á dekkinu. Þrældómur hinna vinnandi handa hefur ekki skilað sér í vasa þeirra sjálfra heldur til þeirra sem aldrei dífa hendinni í kalt vatn. Þegar þessi sigling hófst árið 2017 varaði undirritaður og margir fleiri við að til að ná árangri, þarf að standa við það sem áhöfninni var lofað fyrir kosningarnar 2017. Sú lýðræðislega misþyrming sem framin var eftir kosningarnar og er enn núna 2024 um að í brúnna á þjóðarskútunni raðaði sér fólk sem getur ekki komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut nema að komast í mjúka stóla sem þola veltinginn í ólgandi sjó, meðan áhöfnin þrælar og púlar á dekkinu til að eiga til hnífs og skeiðar. En núna hillir undir breytingar og áhöfnin fær tækifæri til að fá nýja yfirmenn í brúnna sem koma sér saman um að vinna áhöfn þjóðarskútunnar til heilla. Ég hef áður notað samlíkinguna við sjómennsku í ræðum og riti enda sjálfur verið viðloðandi sjómennsku í 40 ár. Einnig hefur þingmennska verið minn vetfangur á síðustu 10 árum. Veruleikinn til sjós eða á hinu háa alþingi er nefnilega sambærilegur að því leiti að það skiptir öllu máli hverjir eru við stjórnvölinn í brúnni. Stefnuleysi og sundurlindi núverandi ríkisstjórnar hefur svæft þann kraft sem íslensk þjóð býr yfir sem er dugnaður og jákvæðni. Lýðræðið er ekki sjálfsagt og því þurfum við að halda á lofti. Stjórnmálamenn eiga að hugsa um hag almennings til viðhalds lýðræðinu. Nú fylgumst við með á nýsettu alþingi á kosningavetri þegar ríkistjórnar flokkarnir reyna að slá ryki í augu almennings. Vísbending um algjört afhroð og veruleikafyrringu stjórnvalda má sjá í nýkynntu fjárlagafrumvarpi þar sem fjármálaráðherra væntir mjúkrar lendingar ríkissjóðs með því að loka augunum og halda fyrir eyrun. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Þjóðarskútan hefur verið stjórnlaus núna á áttunda ár og fiskeríið eftir því og aflinn rýr. Sundurlindi yfirmanna í brúnni hefur einkennt siglinguna og kostnaðurinn við veiðarnar alltof mikil sem bitnar mest á kjörum þeirra sem vinna á dekkinu. Þrældómur hinna vinnandi handa hefur ekki skilað sér í vasa þeirra sjálfra heldur til þeirra sem aldrei dífa hendinni í kalt vatn. Þegar þessi sigling hófst árið 2017 varaði undirritaður og margir fleiri við að til að ná árangri, þarf að standa við það sem áhöfninni var lofað fyrir kosningarnar 2017. Sú lýðræðislega misþyrming sem framin var eftir kosningarnar og er enn núna 2024 um að í brúnna á þjóðarskútunni raðaði sér fólk sem getur ekki komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut nema að komast í mjúka stóla sem þola veltinginn í ólgandi sjó, meðan áhöfnin þrælar og púlar á dekkinu til að eiga til hnífs og skeiðar. En núna hillir undir breytingar og áhöfnin fær tækifæri til að fá nýja yfirmenn í brúnna sem koma sér saman um að vinna áhöfn þjóðarskútunnar til heilla. Ég hef áður notað samlíkinguna við sjómennsku í ræðum og riti enda sjálfur verið viðloðandi sjómennsku í 40 ár. Einnig hefur þingmennska verið minn vetfangur á síðustu 10 árum. Veruleikinn til sjós eða á hinu háa alþingi er nefnilega sambærilegur að því leiti að það skiptir öllu máli hverjir eru við stjórnvölinn í brúnni. Stefnuleysi og sundurlindi núverandi ríkisstjórnar hefur svæft þann kraft sem íslensk þjóð býr yfir sem er dugnaður og jákvæðni. Lýðræðið er ekki sjálfsagt og því þurfum við að halda á lofti. Stjórnmálamenn eiga að hugsa um hag almennings til viðhalds lýðræðinu. Nú fylgumst við með á nýsettu alþingi á kosningavetri þegar ríkistjórnar flokkarnir reyna að slá ryki í augu almennings. Vísbending um algjört afhroð og veruleikafyrringu stjórnvalda má sjá í nýkynntu fjárlagafrumvarpi þar sem fjármálaráðherra væntir mjúkrar lendingar ríkissjóðs með því að loka augunum og halda fyrir eyrun. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar