Gerði sér mat úr kattaráti andlega veikrar konu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. september 2024 23:44 Trump var ansi heitt í hamsi í gær. getty Eitt umtalaðasta atvikið frá kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum í gærnótt er samsæriskenning Donald Trump um gæludýraát innflytjenda. Frekari upplýsingar hafa nú komið fram um meint dýraát, sem forsetinn fyrrverandi byggði kenningu sína á. Atvikið átti sér stað á tímapunkti í kappræðunum þar sem Trump var orðið ansi heitt í hamsi. Hann var spurður hvers vegna hann hefði, í sinni forsetatíð, verið mótfallinn frumvarpi sem myndi styrkja landamæravarnir. Andartökum fyrr hafði Harris skotið á dræma mætingu á kosningafundi Trump og slaka frammistöðu hans þar. Trump brást ókvæða við og sagði að enginn sæi ástæðu til að mæta á kosningafundi Harris, en hann væri aftur á móti með „stærstu kosningafundi í sögu stjórnmála“. Í stað þess að svara spurningunni um frumvarpið sneri hann sér að samsæriskenningu um gæludýraát innflytjenda. „Í Springfield eru þeir að borða hundana, fólkið sem kom. Þeir eru að borða kettina. Þeir eru að borða gæludýr fólksins sem bjó þarna. Þetta er það sem er að gerast við landið okkar,“ sagði Trump. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=lHycpIhnFcU">watch on YouTube</a> Samsæriskenning Trump virðist eiga rætur að rekja til færslu JD Vance, varaforsetaefni Trump, á X þar sem hann segir innflytjendur frá Haítí stunda það að borða gæludýr fólks. Það er hann sagður hafa eftir nýnasistahópum og hægriöfgamönnum, samkvæmt umfjöllun NPR. Staðhæfingarnar hafa verið afsannaðar af fjöldamörgum fjölmiðlum vestanhafs og stjórnandi kappræðanna David Muir gerði slíkt hið sama. Sagði ABC hafa haft samband við bæjarstjóra Springfield í Ohio-ríki, sem hafi staðfest að engin slík tilvik hefðu komið á borð lögreglu. Trump sagðist hins vegar hafa séð það í sjónvarpinu. Nú hafa komið fram upplýsingar sem varpa ljósi á uppruna samsæriskenningarinnar. TMZ greinir frá því að svo virðist sem að eitt tilfelli dýraáts hafi átt sér stað. Það hafi hins vegar verið í borginni Canton í Ohio og að bandarísk kona að nafni Allexis Telia Ferrell hafi verið staðinn að því að borða kött úti á miðri götu. Myndband úr búkmyndavél lögreglumanns sem kom á vettvang hefur farið víða um samfélagsmiðla. FACT CHECK (Share this as much as the misinformation!)CLAIM: Undocumented Haitian immigrants are stealing and eating people’s pets in Springfield, Ohio.TRUTH: Absolutely false!- The woman featured in the video is not Haitian; her name is Telia Ferrell, and she’s a U.S.… pic.twitter.com/uAifrOUPRJ— Brian Krassenstein (@krassenstein) September 9, 2024 Í frétt TMZ kemur auk þess fram að Ferrell sé ekki innflytjandi, heldur fædd og uppalin í Ohio. Hún eigi brotaferil að baki og að sögn yfirvalda glími hún við geðrænan vanda. Hún sitji nú í gæsluvarðhaldi. Áhorfendur kappræðanna gerðu sér einnig mat úr meintu dýraáti. Einhverjir birtu myndband af forviða hundum og köttum að hlusta á hræðsluáróður Trump. Líklega hefur þó verið átt við eftirfarandi myndband: THEY'RE EATING THE DOGS pic.twitter.com/lQqMW5l8pT— Tarquin 🇺🇦 (@Tarquin_Helmet) September 11, 2024 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Fleiri fréttir Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Sjá meira
Atvikið átti sér stað á tímapunkti í kappræðunum þar sem Trump var orðið ansi heitt í hamsi. Hann var spurður hvers vegna hann hefði, í sinni forsetatíð, verið mótfallinn frumvarpi sem myndi styrkja landamæravarnir. Andartökum fyrr hafði Harris skotið á dræma mætingu á kosningafundi Trump og slaka frammistöðu hans þar. Trump brást ókvæða við og sagði að enginn sæi ástæðu til að mæta á kosningafundi Harris, en hann væri aftur á móti með „stærstu kosningafundi í sögu stjórnmála“. Í stað þess að svara spurningunni um frumvarpið sneri hann sér að samsæriskenningu um gæludýraát innflytjenda. „Í Springfield eru þeir að borða hundana, fólkið sem kom. Þeir eru að borða kettina. Þeir eru að borða gæludýr fólksins sem bjó þarna. Þetta er það sem er að gerast við landið okkar,“ sagði Trump. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=lHycpIhnFcU">watch on YouTube</a> Samsæriskenning Trump virðist eiga rætur að rekja til færslu JD Vance, varaforsetaefni Trump, á X þar sem hann segir innflytjendur frá Haítí stunda það að borða gæludýr fólks. Það er hann sagður hafa eftir nýnasistahópum og hægriöfgamönnum, samkvæmt umfjöllun NPR. Staðhæfingarnar hafa verið afsannaðar af fjöldamörgum fjölmiðlum vestanhafs og stjórnandi kappræðanna David Muir gerði slíkt hið sama. Sagði ABC hafa haft samband við bæjarstjóra Springfield í Ohio-ríki, sem hafi staðfest að engin slík tilvik hefðu komið á borð lögreglu. Trump sagðist hins vegar hafa séð það í sjónvarpinu. Nú hafa komið fram upplýsingar sem varpa ljósi á uppruna samsæriskenningarinnar. TMZ greinir frá því að svo virðist sem að eitt tilfelli dýraáts hafi átt sér stað. Það hafi hins vegar verið í borginni Canton í Ohio og að bandarísk kona að nafni Allexis Telia Ferrell hafi verið staðinn að því að borða kött úti á miðri götu. Myndband úr búkmyndavél lögreglumanns sem kom á vettvang hefur farið víða um samfélagsmiðla. FACT CHECK (Share this as much as the misinformation!)CLAIM: Undocumented Haitian immigrants are stealing and eating people’s pets in Springfield, Ohio.TRUTH: Absolutely false!- The woman featured in the video is not Haitian; her name is Telia Ferrell, and she’s a U.S.… pic.twitter.com/uAifrOUPRJ— Brian Krassenstein (@krassenstein) September 9, 2024 Í frétt TMZ kemur auk þess fram að Ferrell sé ekki innflytjandi, heldur fædd og uppalin í Ohio. Hún eigi brotaferil að baki og að sögn yfirvalda glími hún við geðrænan vanda. Hún sitji nú í gæsluvarðhaldi. Áhorfendur kappræðanna gerðu sér einnig mat úr meintu dýraáti. Einhverjir birtu myndband af forviða hundum og köttum að hlusta á hræðsluáróður Trump. Líklega hefur þó verið átt við eftirfarandi myndband: THEY'RE EATING THE DOGS pic.twitter.com/lQqMW5l8pT— Tarquin 🇺🇦 (@Tarquin_Helmet) September 11, 2024
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Fleiri fréttir Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Sjá meira