Þurfum að hafa varann á einkavæðingu í heilbrigðisþjónustu Bjarki Sigurðsson skrifar 12. september 2024 20:02 Göran Dahlgren var meðal þeirra sem tóku þátt í málþinginu. Vísir/Einar Sérfræðingur segir Íslendinga þurfa hafa varann á hvað varðar einkavæðingu í heilbrigðisþjónustu. Formaður BSRB segir vanfjármögnun stjórnvalda meðal annars skýra langa biðlista eftir aðgerðum. Í dag fór fram málþing sem bar yfirskriftina Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu. Þingið var skipulagt af ASÍ, BSRB og Öryrkjabandalaginu og fóru sænskir sérfræðingar yfir aðgerðir stéttarfélaga og félagasamtaka þegar kemur að arðvæðingu og einkavæðingu í heilbrigðisrekstri. Helstu toppar heilbrigðiskerfisins hér á landi voru mættir, þar á meðal Alma Möller landlæknir, Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Frá málþinginu í dag.Vísir/Einar Prófessorinn Göran Dahlgren segir einkavæðinguna hafa mikil áhrif. „Í fyrsta lagi eykst ranglætið. Þeir sem búa á efnuðum þéttbýlissvæðum njóta þeirra forréttinda að geta keypt þetta en þeir sem búa á fátækari svæðum njóta þeirra ekki. Þeir sem búa í dreifbýli njóta þeirra ekki en borgarbúar njóta þeirra,“ segir Göran. Einkavæðing geri alla heilbrigðisþjónustu dýrari. Íslendingar þurfi að hafa varann á. „Þeir þurfa að gera sér grein fyrir því að þegar viðskiptahagsmunum er leyft að koma inn í kerfið þá hefur það þessi áhrif. Það sést úti um allan heim. Það sem þið gætuð gert núna þegar það eru engar einkareknar sjúkratryggingar er að koma í veg fyrir þær áður en þær koma. Því þær grafa undan almannakerfinu meira en nokkuð annað,“ segir Göran. Í kvöldfréttum í gær var fjallað um bakaðgerðir sem framkvæmdar eru í Orkuhúsinu vegna þess að biðlistinn á Landspítalanum er of langur. Fólk greiðir fúlgu fjár fyrir þær þar sem ekki eru samningar við Sjúkratryggingar. Formaður BSRB segir það alls ekki gott mál en það sé afleiðing vanfjármögnunar stjórnvalda til heilbrigðismála. „Kjarni þess að vera með opinbert heilbrigðiskerfi er að það sé ekki svona langur biðlisti eftir aðgerðum eins og hjá sérfræðilæknum. Það er birtingarmynd þess að kerfið hefur verið vanfjármagnað. Við viljum ekki að fólk þurfi að bíða og við viljum heldur ekki að það þurfi að leita annað þar sem það þarf að greiða fyrir þjónustuna,“ segir Sonja. Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB.Vísir/Einar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Í dag fór fram málþing sem bar yfirskriftina Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu. Þingið var skipulagt af ASÍ, BSRB og Öryrkjabandalaginu og fóru sænskir sérfræðingar yfir aðgerðir stéttarfélaga og félagasamtaka þegar kemur að arðvæðingu og einkavæðingu í heilbrigðisrekstri. Helstu toppar heilbrigðiskerfisins hér á landi voru mættir, þar á meðal Alma Möller landlæknir, Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Frá málþinginu í dag.Vísir/Einar Prófessorinn Göran Dahlgren segir einkavæðinguna hafa mikil áhrif. „Í fyrsta lagi eykst ranglætið. Þeir sem búa á efnuðum þéttbýlissvæðum njóta þeirra forréttinda að geta keypt þetta en þeir sem búa á fátækari svæðum njóta þeirra ekki. Þeir sem búa í dreifbýli njóta þeirra ekki en borgarbúar njóta þeirra,“ segir Göran. Einkavæðing geri alla heilbrigðisþjónustu dýrari. Íslendingar þurfi að hafa varann á. „Þeir þurfa að gera sér grein fyrir því að þegar viðskiptahagsmunum er leyft að koma inn í kerfið þá hefur það þessi áhrif. Það sést úti um allan heim. Það sem þið gætuð gert núna þegar það eru engar einkareknar sjúkratryggingar er að koma í veg fyrir þær áður en þær koma. Því þær grafa undan almannakerfinu meira en nokkuð annað,“ segir Göran. Í kvöldfréttum í gær var fjallað um bakaðgerðir sem framkvæmdar eru í Orkuhúsinu vegna þess að biðlistinn á Landspítalanum er of langur. Fólk greiðir fúlgu fjár fyrir þær þar sem ekki eru samningar við Sjúkratryggingar. Formaður BSRB segir það alls ekki gott mál en það sé afleiðing vanfjármögnunar stjórnvalda til heilbrigðismála. „Kjarni þess að vera með opinbert heilbrigðiskerfi er að það sé ekki svona langur biðlisti eftir aðgerðum eins og hjá sérfræðilæknum. Það er birtingarmynd þess að kerfið hefur verið vanfjármagnað. Við viljum ekki að fólk þurfi að bíða og við viljum heldur ekki að það þurfi að leita annað þar sem það þarf að greiða fyrir þjónustuna,“ segir Sonja. Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB.Vísir/Einar
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira