Hvar er hamingjan? Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar 13. september 2024 13:01 Þegar einstaklingum líður svo illa í samfélagi að þeir vilja ekki vera hluti af því og skaða því bæði aðra og sjálfa sig, er þá ekki eitthvað að samfélaginu? Þurfum við þá ekki að breyta samfélaginu frekar en að einbeita okkur að eintaklingnum og hans „vandamálum“ (lesist: göllum)? Við gerum þetta með bæði gæludýr og lítil börn, ef þeim líður illa reynum við að greina orsökina og breyta svo umhverfinu í kringum þau. Ef ungabarn sefur ekki nóg vegna birtu í herberginu, þá setjum við upp myrkvunargluggatjöld. Ef barn hræðist myrkur á háttatíma setjum við upp fallegt næturljós. Ef heimilishundurinn er dapur vegna langrar fjarveru heimilisfólks er sett upp prógramm þar sem heimilisfólk skiptist á að skreppa heim í hádeginu eða koma fyrr heim á daginn til að veita honum félagsskap og hreyfingu. Í stuttu máli, við horfum ekki á þessar sálir og segjum „það er eitthvað að þér, lagaðu þig“ heldur berum við skyn til að sjá að umhverfi þeirra er ekki sem best er á kosið, og finnum lausnir. Einhvernveginn missum við svo þetta skyn með tímanum, þegar börnin fara í skóla, verða unglingar og svo fullorðið fólk, þá verður það einhvernveginn meira og meira þeirra einkamál hvort þau þrífast í samfélaginu sem við sköpum þeim. Og á endanum finnst okkur ekkert að samfélaginu heldur eitthvað AÐ þessum einstaklingum og sendum þeim skýr skilaboð um það. Svo reynum við bara að aftengja þá með stofnanavist og lyfjum, setjum þá jafnvel í afgangsflokkinn „bótaþegar“ og lítum á þennan „hóp“ sem aðskilinn frá samélaginu, eins og orðalagið „koma þeim út í samfélagið á ný“ ber alltaf sorglegt vitni um. Fyrir okkur er SAMFÉLAGIÐ í lagi en ákveðinn „hópur“ einstaklinga dálítið gallaður því honum líður ekki vel í því. En samt finnst okkur ekki þörf á að breyta samfélaginu, eða hvað? Því svona hefur samfélagið verið svo lengi og „mér og mínum“ gengur vel í því eins og það er, hagvöxtur er blabla, skýr teikn á lofti um að vextir blablabla, menntastigið er blablablabla og verg þjóðarframleiðslablablablablabla. Breski hagfræðiprófessorinn Richard Layard hefur þó lengi bent á að velsæld þjóðar sé ekki hægt að mæla með hagtölunum einum saman, hann kom meira að segja til Íslands á síðasta ári með þennan boðskap sinn, hlustuðu einhver á hann? Layard er og einn af stofnendum alþjóðlegrar hreyfingar, Action for Happiness, sem hefur þá einu stefnu að auka Hamingju í heiminum og aðstoða fólk við að finna leiðir til að skapa Hamingjusamari samfélög. Synd að ekki skyldi tækifærið notað, þegar Layard heimsótti Ísland, og á fót settur íslenskur armur þessarar hreyfingar en það er auðvitað ekki útséð með það. Hins vegar fékk ég dulítið á tilfinninguna að boðskapur prófessorsins hafi bara þótt krúttlegur og við hæfi að bjóða karlinum að tala á nýju Velsældarþingi sem haldið var þá í fyrsta sinn. Í ár opnaði núverandi forsætisráðherra þingið með ávarpi þar sem hann talaði mikið um Velsældaráherslur ríkisstjórnarinnar sem voru settar á blað árið 2019 og eru að mörgu leyti jákvæðar en lýsa einnig nokkuð þröngum skilningi á velsæld, þar sem allt er sett í samhengi við fjárútlát, fjárfestingar og uppskeru í formi hagvaxtar. Þar er til að mynda ekki minnst einu orði á Hamingjuna.Kannski er kominn tími til að íslenskt samfélag, með stjórnvöld í fararbroddi, setji Hamingju ofar á forgangslistann, eða á forgangslistann yfir höfuð? Hvernig myndi einstaklingum farnast ef samfélagið gerði þeim kleift að lifa Hamingjusömu lífi? Hvernig væri menntakerfið ef yfirmarkmið þess væri að nemendur væru Hamingjusamir? Hvernig væri heilbrigðiskerfið ef yfirmarkmið þess væri að notendur fengju ekki bara bót meina sinna, heldur væru einfaldlega Hamingjusamir? Hugsið ykkur velferðarkerfi sem sinnti ekki bara grunnþörfum fólks heldur hefði Hamingju þess að leiðarljósi. Hvernig væri þjóðfélag sem hefði það að ymarkmiði að hver og einn borgari þess væri Hamingjusamur? Hefur einhverntíma verið minnst á Hamingjuna í stefnuræðu forsætisráðherra? Hefur einhverntíma verið stefnt að því að efla Hamingju fólks í stefnuskrám ríkisstjórna? Tala forsetar einhverntíma um Hamingjuna í 17. Júní ræðum? Hvar er Hamingjan? Höfundur er Hamingjuþjálfi hjá Andanu Happiness Coaching Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar einstaklingum líður svo illa í samfélagi að þeir vilja ekki vera hluti af því og skaða því bæði aðra og sjálfa sig, er þá ekki eitthvað að samfélaginu? Þurfum við þá ekki að breyta samfélaginu frekar en að einbeita okkur að eintaklingnum og hans „vandamálum“ (lesist: göllum)? Við gerum þetta með bæði gæludýr og lítil börn, ef þeim líður illa reynum við að greina orsökina og breyta svo umhverfinu í kringum þau. Ef ungabarn sefur ekki nóg vegna birtu í herberginu, þá setjum við upp myrkvunargluggatjöld. Ef barn hræðist myrkur á háttatíma setjum við upp fallegt næturljós. Ef heimilishundurinn er dapur vegna langrar fjarveru heimilisfólks er sett upp prógramm þar sem heimilisfólk skiptist á að skreppa heim í hádeginu eða koma fyrr heim á daginn til að veita honum félagsskap og hreyfingu. Í stuttu máli, við horfum ekki á þessar sálir og segjum „það er eitthvað að þér, lagaðu þig“ heldur berum við skyn til að sjá að umhverfi þeirra er ekki sem best er á kosið, og finnum lausnir. Einhvernveginn missum við svo þetta skyn með tímanum, þegar börnin fara í skóla, verða unglingar og svo fullorðið fólk, þá verður það einhvernveginn meira og meira þeirra einkamál hvort þau þrífast í samfélaginu sem við sköpum þeim. Og á endanum finnst okkur ekkert að samfélaginu heldur eitthvað AÐ þessum einstaklingum og sendum þeim skýr skilaboð um það. Svo reynum við bara að aftengja þá með stofnanavist og lyfjum, setjum þá jafnvel í afgangsflokkinn „bótaþegar“ og lítum á þennan „hóp“ sem aðskilinn frá samélaginu, eins og orðalagið „koma þeim út í samfélagið á ný“ ber alltaf sorglegt vitni um. Fyrir okkur er SAMFÉLAGIÐ í lagi en ákveðinn „hópur“ einstaklinga dálítið gallaður því honum líður ekki vel í því. En samt finnst okkur ekki þörf á að breyta samfélaginu, eða hvað? Því svona hefur samfélagið verið svo lengi og „mér og mínum“ gengur vel í því eins og það er, hagvöxtur er blabla, skýr teikn á lofti um að vextir blablabla, menntastigið er blablablabla og verg þjóðarframleiðslablablablablabla. Breski hagfræðiprófessorinn Richard Layard hefur þó lengi bent á að velsæld þjóðar sé ekki hægt að mæla með hagtölunum einum saman, hann kom meira að segja til Íslands á síðasta ári með þennan boðskap sinn, hlustuðu einhver á hann? Layard er og einn af stofnendum alþjóðlegrar hreyfingar, Action for Happiness, sem hefur þá einu stefnu að auka Hamingju í heiminum og aðstoða fólk við að finna leiðir til að skapa Hamingjusamari samfélög. Synd að ekki skyldi tækifærið notað, þegar Layard heimsótti Ísland, og á fót settur íslenskur armur þessarar hreyfingar en það er auðvitað ekki útséð með það. Hins vegar fékk ég dulítið á tilfinninguna að boðskapur prófessorsins hafi bara þótt krúttlegur og við hæfi að bjóða karlinum að tala á nýju Velsældarþingi sem haldið var þá í fyrsta sinn. Í ár opnaði núverandi forsætisráðherra þingið með ávarpi þar sem hann talaði mikið um Velsældaráherslur ríkisstjórnarinnar sem voru settar á blað árið 2019 og eru að mörgu leyti jákvæðar en lýsa einnig nokkuð þröngum skilningi á velsæld, þar sem allt er sett í samhengi við fjárútlát, fjárfestingar og uppskeru í formi hagvaxtar. Þar er til að mynda ekki minnst einu orði á Hamingjuna.Kannski er kominn tími til að íslenskt samfélag, með stjórnvöld í fararbroddi, setji Hamingju ofar á forgangslistann, eða á forgangslistann yfir höfuð? Hvernig myndi einstaklingum farnast ef samfélagið gerði þeim kleift að lifa Hamingjusömu lífi? Hvernig væri menntakerfið ef yfirmarkmið þess væri að nemendur væru Hamingjusamir? Hvernig væri heilbrigðiskerfið ef yfirmarkmið þess væri að notendur fengju ekki bara bót meina sinna, heldur væru einfaldlega Hamingjusamir? Hugsið ykkur velferðarkerfi sem sinnti ekki bara grunnþörfum fólks heldur hefði Hamingju þess að leiðarljósi. Hvernig væri þjóðfélag sem hefði það að ymarkmiði að hver og einn borgari þess væri Hamingjusamur? Hefur einhverntíma verið minnst á Hamingjuna í stefnuræðu forsætisráðherra? Hefur einhverntíma verið stefnt að því að efla Hamingju fólks í stefnuskrám ríkisstjórna? Tala forsetar einhverntíma um Hamingjuna í 17. Júní ræðum? Hvar er Hamingjan? Höfundur er Hamingjuþjálfi hjá Andanu Happiness Coaching
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun