„Gaman að geta hjálpað liðinu loksins“ Sverrir Mar Smárason skrifar 15. september 2024 17:05 Rúnar Már Sigurjónsson, leikmaður ÍA. Vísir/Arnar Halldórsson Rúnar Már gerði sigurmark ÍA í 1-0 heimasigri liðsins gegn KA í dag. Leikurinn í dag var fyrsti leikur Rúnars í mjög langan tíma sem hann spilar frá byrjun til enda og markið hans fyrsta fyrir ÍA. „Mér líður bara mjög vel. Sigur og við klárum þessa 22 leiki í fjórða sæti sem er bara geggjað hjá okkur. Gaman að geta hjálpað liðinu loksins, eiginlega í fyrsta skipti á þessu ári,“ sagði Rúnar eftir leikinn. Leikurinn var lokaður og mikil stöðubarátta á köflum. Leikurinn gerðist mikið á miðjunni en Rúnar lætur vel af sér eftir þessar fyrstu 90 mínútur. „Þetta var bara bæði og (erfitt og ekki). Ég held þetta hafi ekkert verið neitt rosalega fallegt, völlurinn var mjög þurr og það var erfitt að láta boltann flæða eitthvað. Gaman í svona baráttu en auðvitað var ég orðinn þreyttur í lokinn. Ég hef lítið æft á þessu ári með liðinu. Gott að geta siglt þessu með þremur punktum,“ sagði Rúnar og hélt svo áfram, „skrokkurinn er bara fínn. Ég held að núna síðustu tvær vikur náði ég að æfa allar æfingar, án þess að vera nánast bara á hækjum á milli. Þess vegna náði ég að spila í dag. Við vorum ekkert vissir hvort ég næði hálfleik, 60mín, 70mín, við ætluðum bara að sjá til. Þetta gekk fínt og ég er mjög sáttur.“ Framundan er barátta Skagamanna við hin fimm liðin í efri hlutanum. ÍA á möguleika á Evrópusæti og Rúnar segir liðið stefna á það. „Ég er bara spenntur. Ég hef ekki verið í þessu úrslitaformi hérna heima áður. Við erum jákvæðir. Það eru allir í góðu standi og það er hugur í hópnum. Við stefnum bara ofar ef eitthvað er og ætlum að vera í þessari Evrópubaráttu til loka, það er klárt,“ sagði Rúnar að lokum. Besta deild karla ÍA KA Tengdar fréttir Uppgjör: Fyrsta mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigur Rúnar Már Sigurjónsson opnaði markareikning sinn hjá ÍA og markið færði liðinu 1-0 sigur á KA í Bestu deild karla í fótbolta. Rúnar skoraði með skalla eftir hornspyrnu og þessi sigur skilar Skagaliðnu upp í fjórða sæti. 15. september 2024 15:55 Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Fleiri fréttir Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel. Sigur og við klárum þessa 22 leiki í fjórða sæti sem er bara geggjað hjá okkur. Gaman að geta hjálpað liðinu loksins, eiginlega í fyrsta skipti á þessu ári,“ sagði Rúnar eftir leikinn. Leikurinn var lokaður og mikil stöðubarátta á köflum. Leikurinn gerðist mikið á miðjunni en Rúnar lætur vel af sér eftir þessar fyrstu 90 mínútur. „Þetta var bara bæði og (erfitt og ekki). Ég held þetta hafi ekkert verið neitt rosalega fallegt, völlurinn var mjög þurr og það var erfitt að láta boltann flæða eitthvað. Gaman í svona baráttu en auðvitað var ég orðinn þreyttur í lokinn. Ég hef lítið æft á þessu ári með liðinu. Gott að geta siglt þessu með þremur punktum,“ sagði Rúnar og hélt svo áfram, „skrokkurinn er bara fínn. Ég held að núna síðustu tvær vikur náði ég að æfa allar æfingar, án þess að vera nánast bara á hækjum á milli. Þess vegna náði ég að spila í dag. Við vorum ekkert vissir hvort ég næði hálfleik, 60mín, 70mín, við ætluðum bara að sjá til. Þetta gekk fínt og ég er mjög sáttur.“ Framundan er barátta Skagamanna við hin fimm liðin í efri hlutanum. ÍA á möguleika á Evrópusæti og Rúnar segir liðið stefna á það. „Ég er bara spenntur. Ég hef ekki verið í þessu úrslitaformi hérna heima áður. Við erum jákvæðir. Það eru allir í góðu standi og það er hugur í hópnum. Við stefnum bara ofar ef eitthvað er og ætlum að vera í þessari Evrópubaráttu til loka, það er klárt,“ sagði Rúnar að lokum.
Besta deild karla ÍA KA Tengdar fréttir Uppgjör: Fyrsta mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigur Rúnar Már Sigurjónsson opnaði markareikning sinn hjá ÍA og markið færði liðinu 1-0 sigur á KA í Bestu deild karla í fótbolta. Rúnar skoraði með skalla eftir hornspyrnu og þessi sigur skilar Skagaliðnu upp í fjórða sæti. 15. september 2024 15:55 Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Fleiri fréttir Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals Sjá meira
Uppgjör: Fyrsta mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigur Rúnar Már Sigurjónsson opnaði markareikning sinn hjá ÍA og markið færði liðinu 1-0 sigur á KA í Bestu deild karla í fótbolta. Rúnar skoraði með skalla eftir hornspyrnu og þessi sigur skilar Skagaliðnu upp í fjórða sæti. 15. september 2024 15:55