Hafna því að CIA hafi reynt að ráða Maduro af dögum Eiður Þór Árnason skrifar 15. september 2024 17:29 Nicolás Maduro og stjórn hans hafa þrengt mjög að fjölmiðlum og frjálsum skoðanaskiptum í landinu. Getty/Jesus Vargas Bandaríkjastjórn hafnar ásökunum stjórnvalda í Venesúela um að bandaríska leyniþjónustan CIA hafi reynt að myrða Nicolás Maduro forseta og aðra háttsetta embættismenn. Þrír bandarískir ríkisborgarar, tveir Spánverjar og einn tékkneskur ríkisborgari hafa verið handteknir, grunaðir um að hafa lagt á ráðin um að ógna stöðugleika í landinu, að sögn Diosdado Cabello, innanríkisráðherra Venesúela. Hann hefur kallað fangana „málaliða“ og fullyrt að CIA hafi „stjórnað aðgerðinni.“ Jafnframt hafi verið lagt hald á hundruð vopna. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu. Bandaríkin hafna þessu staðfastlega en ásakanirnar koma fram eftir að stjórnvöld í Washington gripu til refsiaðgerða gagnvart sextán háttsettum embættismönnum með tengsl við Maduro forseta. Hann lýsti yfir sigri í þarlendum forsetakosningum í júlí en Bandaríkin hafa, auk fleiri ríkja, sagt niðurstöðuna ólögmæta. SÞ gagnrýnt kosningarnar Stjórnarandstæðingar lýstu sömuleiðis yfir sigri í kosningunum en stjórnvöld hafa ekki orðið við kröfum um birtingu ítarlegrar niðurstöðu atkvæðatalningar. Maduro og stjórn hans hafa þrengt mjög að stjórnarandstæðingum og frjálsum skoðanaskiptum. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa sagt að forsetakosningarnar hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýndu kjörstjórn landsins harðlega fyrir að kveða upp úrslit án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. Hermaður í haldi Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins staðfestir að bandarískur hermaður sé í haldi í Venesúela og hafa borist óstaðfestar fregnir af tveimur öðrum bandarískum ríkisborgurum. Cabello, innanríkisráðherra Venesúela segir fólkið í haldi hafa haft samband við „franska málaliða“ frá Austur-Evrópu og tekið þátt í „aðgerð til að reyna að ráðast á“ Venesúela. Sakar hann hópinn um að skipuleggja hryðjuverk. Stjórnvöld í Venesúela staðhæfa að Spánverjarnir sem eru í haldi séu tengdir spænsku leyniþjónustunni CNI en spænskir miðlar hafa eftir heimildum að svo sé ekki. AFP-fréttaveitan hefur eftir ónefendum viðmælanda að spænsk stjórnvöld hafni því að eiga aðild að aðgerð sem var ætlað að grafa undan pólitískum stöðugleika í Venesúela. Venesúela Bandaríkin Spánn Tengdar fréttir Stjórnarandstöðuleiðtoginn flúinn til Spánar Edmundo Gonzalez leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela er flúinn úr landi og lentur á Spáni. Handtökuskipun á var gefin út á hendur honum í vikunni. 8. september 2024 21:22 Handtökuskipun á mótframbjóðanda Maduro gefin út Dómari í Venesúela gaf út handtökuskipun á hendur forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í gær. Leiðtogum hennar hefur ítrekað verið hótað fangelsun eftir umdeildar forsetakosningar í sumar. 3. september 2024 08:49 SÞ fordæma ógegnsæi í kosningunum í Venesúela Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. 14. ágúst 2024 10:29 Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. 13. ágúst 2024 11:57 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Fleiri fréttir Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Sjá meira
Þrír bandarískir ríkisborgarar, tveir Spánverjar og einn tékkneskur ríkisborgari hafa verið handteknir, grunaðir um að hafa lagt á ráðin um að ógna stöðugleika í landinu, að sögn Diosdado Cabello, innanríkisráðherra Venesúela. Hann hefur kallað fangana „málaliða“ og fullyrt að CIA hafi „stjórnað aðgerðinni.“ Jafnframt hafi verið lagt hald á hundruð vopna. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu. Bandaríkin hafna þessu staðfastlega en ásakanirnar koma fram eftir að stjórnvöld í Washington gripu til refsiaðgerða gagnvart sextán háttsettum embættismönnum með tengsl við Maduro forseta. Hann lýsti yfir sigri í þarlendum forsetakosningum í júlí en Bandaríkin hafa, auk fleiri ríkja, sagt niðurstöðuna ólögmæta. SÞ gagnrýnt kosningarnar Stjórnarandstæðingar lýstu sömuleiðis yfir sigri í kosningunum en stjórnvöld hafa ekki orðið við kröfum um birtingu ítarlegrar niðurstöðu atkvæðatalningar. Maduro og stjórn hans hafa þrengt mjög að stjórnarandstæðingum og frjálsum skoðanaskiptum. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa sagt að forsetakosningarnar hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýndu kjörstjórn landsins harðlega fyrir að kveða upp úrslit án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. Hermaður í haldi Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins staðfestir að bandarískur hermaður sé í haldi í Venesúela og hafa borist óstaðfestar fregnir af tveimur öðrum bandarískum ríkisborgurum. Cabello, innanríkisráðherra Venesúela segir fólkið í haldi hafa haft samband við „franska málaliða“ frá Austur-Evrópu og tekið þátt í „aðgerð til að reyna að ráðast á“ Venesúela. Sakar hann hópinn um að skipuleggja hryðjuverk. Stjórnvöld í Venesúela staðhæfa að Spánverjarnir sem eru í haldi séu tengdir spænsku leyniþjónustunni CNI en spænskir miðlar hafa eftir heimildum að svo sé ekki. AFP-fréttaveitan hefur eftir ónefendum viðmælanda að spænsk stjórnvöld hafni því að eiga aðild að aðgerð sem var ætlað að grafa undan pólitískum stöðugleika í Venesúela.
Venesúela Bandaríkin Spánn Tengdar fréttir Stjórnarandstöðuleiðtoginn flúinn til Spánar Edmundo Gonzalez leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela er flúinn úr landi og lentur á Spáni. Handtökuskipun á var gefin út á hendur honum í vikunni. 8. september 2024 21:22 Handtökuskipun á mótframbjóðanda Maduro gefin út Dómari í Venesúela gaf út handtökuskipun á hendur forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í gær. Leiðtogum hennar hefur ítrekað verið hótað fangelsun eftir umdeildar forsetakosningar í sumar. 3. september 2024 08:49 SÞ fordæma ógegnsæi í kosningunum í Venesúela Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. 14. ágúst 2024 10:29 Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. 13. ágúst 2024 11:57 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Fleiri fréttir Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Sjá meira
Stjórnarandstöðuleiðtoginn flúinn til Spánar Edmundo Gonzalez leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela er flúinn úr landi og lentur á Spáni. Handtökuskipun á var gefin út á hendur honum í vikunni. 8. september 2024 21:22
Handtökuskipun á mótframbjóðanda Maduro gefin út Dómari í Venesúela gaf út handtökuskipun á hendur forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í gær. Leiðtogum hennar hefur ítrekað verið hótað fangelsun eftir umdeildar forsetakosningar í sumar. 3. september 2024 08:49
SÞ fordæma ógegnsæi í kosningunum í Venesúela Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. 14. ágúst 2024 10:29
Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. 13. ágúst 2024 11:57