„Eftir þetta þá ber ég nákvæmlega ekki neitt traust til lögreglunnar“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. september 2024 08:01 Arna segist hafa ákveðið að opna sig um málið þar sem hún viti fyrir víst að hennar saga sé ekki einsdæmi. Vísir/Vilhelm Arna Sif Eyberg var handtekin af lögreglu í júní síðastliðnum eftir að hafa verið stöðvuð við akstur og amfetamín mældist í munnvatnssýni. Ástæða þess að amfetamín mældist í sýninu er sú að Arna Sif tekur inn Elvanse, lyf sem notað er við ADHD. Eftir að niðurstöður rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands lágu fyrir stóð til að svipta Örnu ökuleyfi og láta hana greiða háa sekt. Arna hafði sjálf frumkvæði að því að leita nánari svara hjá rannsóknarstofunni og kom þá í ljós að mistök höfðu verið gerð við greininguna. Með fullan samstarfsvilja Að kvöldi 9. júní síðastliðinn var Arna að keyra heim með fjögurra ára gamlan son sinn þegar hún var stöðvuð af lögreglu. Henni var að eigin sögn ekki gefin nein ástæða fyrir þessum afskiptum lögreglunnar af henni. „Eftir smá stund sagðist lögreglumaðurinn vilja fá mig yfir í lögreglubílinn og tala við mig. Ég hef alltaf treyst lögreglunni og var þess vegna mjög samvinnufús. Lögreglukona sem var með honum settist síðan inn í bílinn hjá stráknum mínum. Þegar ég kem inn í lögreglubílinn sest lögreglumaðurinn hjá mér og byrjar á því að spyrja mig hvort ég hafi vera í neyslu.“ Arna kveðst strax hafa svarað spurningu lögreglumannsins neitandi, og hún hafi þurft að endurtaka svarið tvisvar sinnum. „Hann segir síðan að hann hafi séð að augasteinarnir á mér væru frekar litlir, og þar af leiðandi léki grunur á að ég væri á einhverjum eiturlyfjum, og því þyrfti að taka sýni, fyrir amfetamíni,“ segir Arna og tekur jafnframt fram á þessum tíma dags, þegar hún var stöðvuð hafi verið glampandi sól sem skein í augun á henni. Arna er greind með ADHD og tekur inn hámarksskammt af Elvanse. Hún kveðst hafa upplýst lögreglumanninn um það. Hann hafi þá tjáð henni að taka þyrfti úr henni munnvatnssýni. Það hafi hún góðfúslega veitt. Lögreglumaðurinn hafi spurt hana hvort hún væri með vottorð frá lækni, en það hafi hún ekki haft. „Það er þá sem hann segir við mig að ég sé „svolítið þurr í munninum“, sem sé annað einkenni um amfetamínnotkun. Sýnið kemur síðan að sjálfsögðu út jákvætt.“ Örnu var í kjölfarið tjáð að hún væri handtekin, og að hún þyrfti að koma niður á lögreglustöðina í Hafnarfirði í blóðsýnatöku. Hún kveðst hafa samþykkt það hiklaust og ekki sýnt neinar mótbárur. Hún hafi fengið að hringja í sambýlismann sinn og biðja hann um að koma niður á lögreglustöð að sækja son þeirra. „Ég skil að lögreglan hefur sína verkferla þannig að fyrir mér var þetta ekkert mál.“ Arna leitaði allra mögulegra leiða til að komast til botns í málinu.Vísir/Vilhelm Að sögn Örnu var hún spurð á lögreglustöðinni hvort hún væri með einhver gögn í höndunum til að sýna fram á að hún tæki inn Elvanse samkvæmt læknisráði. Hún kveðst hafa boðist til að skrá sig inn á vef Heilsuveru og fletta þar upp lyfseðli og dagsetningum sem sýndu fram á slíkt. Lögreglumaðurinn hafi þó af einhverjum ástæðum ekki veitt því neinar undirtektir. Að lokinni blóðsýnatöku var henni síðan sleppt. Að sögn Örnu tók umræddur lögreglumaður fram að hann myndi skrifa athugasemd í skýrslu með blóðprufunni að hún væri að taka inn Elvanse, og gefa rannsóknarstofu þau fyrirmæli að leita að lyfjunum í blóði hennar. Arna kveðst hafa staðið í þeirri trú um að málið myndi ekki fara lengra eftir það, þegar í ljós kæmi að amfetamínið í blóði hennar væri tilkomið vegna inntöku Elvanse. Henni var tjáð að niðurstöður úr blóðprufunni myndu liggja fyrir eftir nokkrar vikur, og hún myndi fá rafræna tilkynningu þegar þær bærust. „Ég var alveg viss um að þetta yrði bara fellt niður og ekkert mál.“ Sekt upp á hálfa milljón krónur Tæpum fimm vikum síðar, þann 16. júlí síðastliðinn, var Arna boðuð á fund hjá barnaverndarnefnd. Hún hafði þá enn ekkert heyrt varðandi niðurstöður úr blóðprufunni. „Þegar við förum síðan á þennan fund þá er strákurinn okkar með okkur. Konan hjá barnavernd segir ekkert upphátt heldur, sýnir mér bara skýrsluna sem hún hafði fengið frá lögreglunni. Þar stendur að ég hafi verið að aka undir áhrifum. Ekki að það leiki grunur á því eða neitt. Það stóð bara þarna, eins og það væri búið að staðfesta að ég hefði verið að aka undir áhrifum,“ segir Arna og bætir við að skiljanlega hafi þessar upplýsingar komið henni algjörlega í opna skjöldu. „Þarna var ég fyrst að heyra að þetta væri orðið að máli.“ Daginn eftir fékk Arna send sms skilaboð frá lögreglu þar sem henni var tilkynnt að „sektargerð væri tilbúin til undirritunar á næstu lögreglustöð.“ Þegar hún skráði sig inn á Ísland.is sá hún að þennan sama dag hafði borist tilkynning til hennar í pósthólfið, þar sem henni var boðið að ljúka málinu með því að skrifa undir sektargerð og sátt. Sektin hljóðaði upp á tæpar fimm hundruð þúsund krónur, auk þess sem svipta átti Örnu ökuréttindum í sex mánuði. Voru henni gefnir þrjátíu dagar til að bregðast við. Arna tók þá ákvörðun að hún ætlaði ekki að sætta sig við þessi málalok. „Ég gerði allt sem mér datt í hug; ég talaði við alla sem ég vissi af sem þekktu eitthvað til lögreglunnar, eða þekktu einhverja í lögreglunni. Ég aflaði mér allra upplýsinga sem ég mögulega gat.“ Arna segist í kjölfarið hafa leitað til læknis og beðið hann um að skrifa yfirlýsingu og votta um það að hún væri að taka inn ADHD lyf samkvæmt læknisráði, sem útskýri ástæðu þess að amfetamín mældist í blóði hennar þetta kvöld. „Ég prentaði síðan út lyfjaskírteinið mitt og lyfseðlana og safnaði saman öllum gögnum sem mér datt í hug.“ Var við það að gefast upp Arna kveðst hafa haft samband við lögreglu og í kjölfarið fengið frest til að skrifa undir sektargerðina, og safna saman gögnum. Þann 31. júlí hafi hún síðan mætt á lögreglustöðina með öll gögnin. „Ég ætlaði bara að skila þessu inn og segja nei og fá þetta fellt niður, af því að núna var ég með sönnun um að ég væri á þessum lyfjum.“ Lögreglumaðurinn sem tók á móti Örnu skoðaði að hennar sögn lögregluskýrsluna frá 9. júlí og tjáði henni síðan að samkvæmt skýrslunni hefði svokallað DOL amfetamín mælst í blóði hennar. Þegar hún hafi spurt lögreglumanninn hvað það þýddi hafi hann ekki vitað það. „Hann fer síðan og „gúglar“og finnur það inni á síðunni hjá Háskóla Íslands að D amfetamín, sé „löglega“ amfetamínið sem er í ADHD lyfjum en L amfetamín sé ólöglegt, og eigi ekki að finnast í blóði ef þú ert að taka inn ADHD lyf. Ég var þarna áfram í smástund og spurði og spurði en hann gat engu meira svarað. Þegar ég spurði hvort ég gæti fengið sýnið endurmetið sagðist hann ekki vita það en ég gæti „örugglega hringt bara á rannsóknarstofuna,“ segir Arna og bætir við að á þessum tímapunkti hafi hún nánast búin að vera gefast upp á öllu saman. Í skýrslu lögreglu kemur fram að Arna hafi ekki getað sýnt fram á lyfjaskírteini til sönnunar um að hann fengi Elvanse uppáskrifað frá lækni. „En það er bara ekki rétt. Lögreglumaðurinn bað mig um vottorð frá lækni en hann bað mig aldrei beinlínis um að sýna lyfjaskírteinið mitt. Ef hann hefði gert það, þá hefði ég getað farið inn á Ísland.is og flett því upp þar.“ Í skýrslunni kom enn fremur fram að lögregla hafi metið að taka þyrfti munnvatnssýni úr Örnu þetta kvöld þar sem hún hafi verið með „litla augasteina“og einnig þar sem hún hafi verið með „þurran munn.“ Arna segist þó furða sig á seinni útskýringunni þar sem að ekki hafi verið hægt að sjá að hún væri þurr í munninum fyrr þegar sýnið var tekið. Arna kveðst jafnframt hafa spurt lögreglumanninn hvort tekið hefði verið fram í skýrslu lögreglu til rannsóknarstofunnar að leitað yrði sérstaklega að Elvanse í blóði. Að sögn lögreglumannsins hafi það ekki verið gert. Alvarlegt frávik Arna kveðst hafa haft samband við rannsóknarstofuna þennan sama dag. Hún hafi byrjað á að útskýra málið fyrir starfsmanni sem hafi tjáð henni: „Ef niðurstaðan er svona, þá er þetta bara svona.“ Eftir að hafa gengið á starfsmanninn hafi hún fengið uppgefið netfang hjá sérfræðingi innan rannsóknarstofunnar sem gæti veitt henni nánari svör. Nokkrum klukkustundum síðar sendi Arna tölvupóst á sérfræðinginn, þar sem hún óskaði eftir svörum á því hvernig staðið gæti á því að svokallað L- amfetamín hefði greinst í blóðinu, og hvort einhver möguleiki væri á að niðurstaðan væri röng. Hún fékk í kjölfarið sent svar frá sérfræðingnum sem bað hana um að senda sér málsnúmerið svo hægt væri að kanna málið betur. Það gerði Arna. Hún fékk síðan svar frá starfsmanni rannsóknarstofunnar strax daginn eftir. „Hún fór bara strax í málið og athugaði þetta. Ég veit ekki um neina stofnun sem jafn fagleg og fer svona fljótt í málin. Þau eiga skilið mikið hrós.“ Arna er allt annað en sátt við útskýringar lögreglu.Vísir/Vilhelm Í svari sérfræðingsins kemur meðal annars fram: „Í þessu tilviki er möguleiki á sýnaruglingi hjá okkur í handhverfugreiningunni. Af þeim ástæðum munum við endurtaka mælingarnar og senda nýja matsgerð til lögreglunnar.“ Á öðrum stað segir: „Þessi mæliaðferð er frekar ný hjá okkur og þess vegna eru möguleikar á veikleikum í framkvæmdinni hjá okkur, eins og öllu því sem mannshöndin kemur að. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að skoða alla ferla og greina veikleika til að verða betri. Verkefnið núna er að fara yfir niðurstöður síðustu mánaða og fara yfir alla verkferla til að sjá hvar við getum bætt okkur. Atvikið verður skráð sem alvarlegt frávik. Satt best að segja erum við alveg miður okkar hér á rannsóknastofunni vegna þessa máls og þess skaða sem það hefur valdið þér. Við viljum biðja þig margfaldlega afsökunar.“ Arna tekur skýrt fram að hún beri ekki kala til starfsfólks rannsóknarstofunnar. „Ég er ótrúlega ánægð með hvað það sýndu þessu skjót viðbrögð. Þau voru mjög fagmannleg. Rannsóknarstofan tók fulla ábyrgð og viðurkenndi mistökin. Það má að sjálfsögðu færa rök fyrir því að rannsóknarstofan beri ábyrgð. En ábyrgðin er alltaf í grunninn hjá lögreglunni.“ Ber ekki lengur traust til lögreglunnar Sögunni lauk þó ekki þarna. Stuttu seinna fékk Arna aðra tilkynningu frá lögreglunni, þar sem fram kom að hún hefði ekki brugðist við fyrri sektargerð. Hún var því hvött til að mæta á næstu lögreglustöð og skrifa undir, ella sæta viðurlögum. Í tölvupósti frá starfsmanni rannsóknarstofunnar, sem Arna fékk sendan þann 9. ágúst síðastliðinn, kemur engu að síður fram að búið sé að yfirfara sýni hennar og að rétt niðurstaða hafi verið send til lögreglu. „Þetta sýnir bara hvað það er lítið um samskipti þarna á milli. Það er greinilega ekkert skráð niður í kerfið hjá þeim.“ Arna segir málið, sem staðið hefur yfir síðan í byrjun sumars, hafa valdið sér óbærilegu hugarangri, stressi og kvíða. „Ég náði ekkert að sinna sumarfríinu með stráknum mínum; ég var bara ekki til staðar. Ég gat lítið borðað og léttist um mörg kíló, sem ég má ekki við. Þetta er búið að hafa virkilega mikil áhrif á mig. Mér finnst mjög leiðinlegt að segja það en eftir þetta þá ber ég nákvæmlega ekki neitt traust til lögreglunnar. Ég veit ekki nákvæmlega hvort þetta snúist um vanþekkingu eða fordóma eða ófullnægjandi þjálfun innan lögreglunnar. En það er greinilega þörf á úrbótum á þessum verkferlum. Það er eins og það sé enginn hjá lögreglunni sem viti nákvæmlega um þetta snýst, eða geti veit manni almennileg svör. Þegar ég reyndi að leita svara hjá þeim þá voru allir jafn týndir og ég. Það er grátlegt hversu kærulaus vinnubrögð lögreglu eru í þessu. Þetta er bara færibandavinna. Engin rannsóknarvinna, enginn vilji til þess að finna sannleikann. Það er bara heimtað úr okkur blóð, ábyrgðin sett á rannsóknarstofuna og lögreglan segir amen. Ekki einn einstaklingur innan lögreglu, sem ég talaði við, hafði hundsvit á því hvað gengi á í svona málum.“ Ætlar ekki að þegja Vinur mágs Örnu starfar sem varðstjóri innan lögreglunnar. Hann benti Örnu á að hún ætti rétt á bótum vegna málsins. Í kjölfarið leitaði Arna til lögfræðings. „Ég hugsaði bara: „Ég verð að gera þetta.“ Ekki bara fyrir mig heldur alla hina þarna úti.“ Á dögunum fékk hún síðan að vita að málið hefði verið fellt niður. Lögmaður Örnu fór í kjölfarið fram á formlega afsökunarbeiðni frá lögreglu vegna málsins. Í svari lögreglu kemur fram að „brugðist hafi verið við með besta hætti sem kostur var á “eftir að upp komst upp um mistökin. Þá segir jafnframt: „Samkvæmt okkar upplýsingum harmar rannsóknarstofan þessi mistök.“ Arna furðar sig á þessum viðbrögðum. „Þeir taka sem sagt enga ábyrgð heldur „dömpa“ þessu bara á rannsóknarstofuna. Rannsóknarstofan hefur engin völd til að dæma fólk eða úrskurða um mál, það er lögreglan sem ber ábyrgðina þar.“ Arna segir að málið snúist í raun ekki um einhverjar bætur eða peninga. „Þetta snýst frekar um að búa til einhverskonar „statement.“ Af því að ég veit af svo mörgum öðrum sem hafa gengið í gegnum það sama og ég.“ Á dögunum opnaði Arna sig um málið í opinni færslu á Instagram. Hún segist hafa fengið fjölda skilaboða í kjölfarið, frá fólki sem deilt hefur með henni svipaðri reynslu. „Og við erum að tala um miklu verri sögur en mína sögu. Sögur þar sem fólk er búið að standa í þessu sama, og hefur svo gefist upp á endanum. Fólk sem hefur þá þurft að borga háar sektir og misst ökuréttindin. Og það hefur haft áhrif, virkilega mikil áhrif, á líf þeirra. Af þessum ástæðum þá langaði mig að taka þetta lengra. Þetta eru algjörlega óásættanleg vinnubrögð.“ Heilbrigðismál Lögreglan Geðheilbrigði ADHD Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Eftir að niðurstöður rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands lágu fyrir stóð til að svipta Örnu ökuleyfi og láta hana greiða háa sekt. Arna hafði sjálf frumkvæði að því að leita nánari svara hjá rannsóknarstofunni og kom þá í ljós að mistök höfðu verið gerð við greininguna. Með fullan samstarfsvilja Að kvöldi 9. júní síðastliðinn var Arna að keyra heim með fjögurra ára gamlan son sinn þegar hún var stöðvuð af lögreglu. Henni var að eigin sögn ekki gefin nein ástæða fyrir þessum afskiptum lögreglunnar af henni. „Eftir smá stund sagðist lögreglumaðurinn vilja fá mig yfir í lögreglubílinn og tala við mig. Ég hef alltaf treyst lögreglunni og var þess vegna mjög samvinnufús. Lögreglukona sem var með honum settist síðan inn í bílinn hjá stráknum mínum. Þegar ég kem inn í lögreglubílinn sest lögreglumaðurinn hjá mér og byrjar á því að spyrja mig hvort ég hafi vera í neyslu.“ Arna kveðst strax hafa svarað spurningu lögreglumannsins neitandi, og hún hafi þurft að endurtaka svarið tvisvar sinnum. „Hann segir síðan að hann hafi séð að augasteinarnir á mér væru frekar litlir, og þar af leiðandi léki grunur á að ég væri á einhverjum eiturlyfjum, og því þyrfti að taka sýni, fyrir amfetamíni,“ segir Arna og tekur jafnframt fram á þessum tíma dags, þegar hún var stöðvuð hafi verið glampandi sól sem skein í augun á henni. Arna er greind með ADHD og tekur inn hámarksskammt af Elvanse. Hún kveðst hafa upplýst lögreglumanninn um það. Hann hafi þá tjáð henni að taka þyrfti úr henni munnvatnssýni. Það hafi hún góðfúslega veitt. Lögreglumaðurinn hafi spurt hana hvort hún væri með vottorð frá lækni, en það hafi hún ekki haft. „Það er þá sem hann segir við mig að ég sé „svolítið þurr í munninum“, sem sé annað einkenni um amfetamínnotkun. Sýnið kemur síðan að sjálfsögðu út jákvætt.“ Örnu var í kjölfarið tjáð að hún væri handtekin, og að hún þyrfti að koma niður á lögreglustöðina í Hafnarfirði í blóðsýnatöku. Hún kveðst hafa samþykkt það hiklaust og ekki sýnt neinar mótbárur. Hún hafi fengið að hringja í sambýlismann sinn og biðja hann um að koma niður á lögreglustöð að sækja son þeirra. „Ég skil að lögreglan hefur sína verkferla þannig að fyrir mér var þetta ekkert mál.“ Arna leitaði allra mögulegra leiða til að komast til botns í málinu.Vísir/Vilhelm Að sögn Örnu var hún spurð á lögreglustöðinni hvort hún væri með einhver gögn í höndunum til að sýna fram á að hún tæki inn Elvanse samkvæmt læknisráði. Hún kveðst hafa boðist til að skrá sig inn á vef Heilsuveru og fletta þar upp lyfseðli og dagsetningum sem sýndu fram á slíkt. Lögreglumaðurinn hafi þó af einhverjum ástæðum ekki veitt því neinar undirtektir. Að lokinni blóðsýnatöku var henni síðan sleppt. Að sögn Örnu tók umræddur lögreglumaður fram að hann myndi skrifa athugasemd í skýrslu með blóðprufunni að hún væri að taka inn Elvanse, og gefa rannsóknarstofu þau fyrirmæli að leita að lyfjunum í blóði hennar. Arna kveðst hafa staðið í þeirri trú um að málið myndi ekki fara lengra eftir það, þegar í ljós kæmi að amfetamínið í blóði hennar væri tilkomið vegna inntöku Elvanse. Henni var tjáð að niðurstöður úr blóðprufunni myndu liggja fyrir eftir nokkrar vikur, og hún myndi fá rafræna tilkynningu þegar þær bærust. „Ég var alveg viss um að þetta yrði bara fellt niður og ekkert mál.“ Sekt upp á hálfa milljón krónur Tæpum fimm vikum síðar, þann 16. júlí síðastliðinn, var Arna boðuð á fund hjá barnaverndarnefnd. Hún hafði þá enn ekkert heyrt varðandi niðurstöður úr blóðprufunni. „Þegar við förum síðan á þennan fund þá er strákurinn okkar með okkur. Konan hjá barnavernd segir ekkert upphátt heldur, sýnir mér bara skýrsluna sem hún hafði fengið frá lögreglunni. Þar stendur að ég hafi verið að aka undir áhrifum. Ekki að það leiki grunur á því eða neitt. Það stóð bara þarna, eins og það væri búið að staðfesta að ég hefði verið að aka undir áhrifum,“ segir Arna og bætir við að skiljanlega hafi þessar upplýsingar komið henni algjörlega í opna skjöldu. „Þarna var ég fyrst að heyra að þetta væri orðið að máli.“ Daginn eftir fékk Arna send sms skilaboð frá lögreglu þar sem henni var tilkynnt að „sektargerð væri tilbúin til undirritunar á næstu lögreglustöð.“ Þegar hún skráði sig inn á Ísland.is sá hún að þennan sama dag hafði borist tilkynning til hennar í pósthólfið, þar sem henni var boðið að ljúka málinu með því að skrifa undir sektargerð og sátt. Sektin hljóðaði upp á tæpar fimm hundruð þúsund krónur, auk þess sem svipta átti Örnu ökuréttindum í sex mánuði. Voru henni gefnir þrjátíu dagar til að bregðast við. Arna tók þá ákvörðun að hún ætlaði ekki að sætta sig við þessi málalok. „Ég gerði allt sem mér datt í hug; ég talaði við alla sem ég vissi af sem þekktu eitthvað til lögreglunnar, eða þekktu einhverja í lögreglunni. Ég aflaði mér allra upplýsinga sem ég mögulega gat.“ Arna segist í kjölfarið hafa leitað til læknis og beðið hann um að skrifa yfirlýsingu og votta um það að hún væri að taka inn ADHD lyf samkvæmt læknisráði, sem útskýri ástæðu þess að amfetamín mældist í blóði hennar þetta kvöld. „Ég prentaði síðan út lyfjaskírteinið mitt og lyfseðlana og safnaði saman öllum gögnum sem mér datt í hug.“ Var við það að gefast upp Arna kveðst hafa haft samband við lögreglu og í kjölfarið fengið frest til að skrifa undir sektargerðina, og safna saman gögnum. Þann 31. júlí hafi hún síðan mætt á lögreglustöðina með öll gögnin. „Ég ætlaði bara að skila þessu inn og segja nei og fá þetta fellt niður, af því að núna var ég með sönnun um að ég væri á þessum lyfjum.“ Lögreglumaðurinn sem tók á móti Örnu skoðaði að hennar sögn lögregluskýrsluna frá 9. júlí og tjáði henni síðan að samkvæmt skýrslunni hefði svokallað DOL amfetamín mælst í blóði hennar. Þegar hún hafi spurt lögreglumanninn hvað það þýddi hafi hann ekki vitað það. „Hann fer síðan og „gúglar“og finnur það inni á síðunni hjá Háskóla Íslands að D amfetamín, sé „löglega“ amfetamínið sem er í ADHD lyfjum en L amfetamín sé ólöglegt, og eigi ekki að finnast í blóði ef þú ert að taka inn ADHD lyf. Ég var þarna áfram í smástund og spurði og spurði en hann gat engu meira svarað. Þegar ég spurði hvort ég gæti fengið sýnið endurmetið sagðist hann ekki vita það en ég gæti „örugglega hringt bara á rannsóknarstofuna,“ segir Arna og bætir við að á þessum tímapunkti hafi hún nánast búin að vera gefast upp á öllu saman. Í skýrslu lögreglu kemur fram að Arna hafi ekki getað sýnt fram á lyfjaskírteini til sönnunar um að hann fengi Elvanse uppáskrifað frá lækni. „En það er bara ekki rétt. Lögreglumaðurinn bað mig um vottorð frá lækni en hann bað mig aldrei beinlínis um að sýna lyfjaskírteinið mitt. Ef hann hefði gert það, þá hefði ég getað farið inn á Ísland.is og flett því upp þar.“ Í skýrslunni kom enn fremur fram að lögregla hafi metið að taka þyrfti munnvatnssýni úr Örnu þetta kvöld þar sem hún hafi verið með „litla augasteina“og einnig þar sem hún hafi verið með „þurran munn.“ Arna segist þó furða sig á seinni útskýringunni þar sem að ekki hafi verið hægt að sjá að hún væri þurr í munninum fyrr þegar sýnið var tekið. Arna kveðst jafnframt hafa spurt lögreglumanninn hvort tekið hefði verið fram í skýrslu lögreglu til rannsóknarstofunnar að leitað yrði sérstaklega að Elvanse í blóði. Að sögn lögreglumannsins hafi það ekki verið gert. Alvarlegt frávik Arna kveðst hafa haft samband við rannsóknarstofuna þennan sama dag. Hún hafi byrjað á að útskýra málið fyrir starfsmanni sem hafi tjáð henni: „Ef niðurstaðan er svona, þá er þetta bara svona.“ Eftir að hafa gengið á starfsmanninn hafi hún fengið uppgefið netfang hjá sérfræðingi innan rannsóknarstofunnar sem gæti veitt henni nánari svör. Nokkrum klukkustundum síðar sendi Arna tölvupóst á sérfræðinginn, þar sem hún óskaði eftir svörum á því hvernig staðið gæti á því að svokallað L- amfetamín hefði greinst í blóðinu, og hvort einhver möguleiki væri á að niðurstaðan væri röng. Hún fékk í kjölfarið sent svar frá sérfræðingnum sem bað hana um að senda sér málsnúmerið svo hægt væri að kanna málið betur. Það gerði Arna. Hún fékk síðan svar frá starfsmanni rannsóknarstofunnar strax daginn eftir. „Hún fór bara strax í málið og athugaði þetta. Ég veit ekki um neina stofnun sem jafn fagleg og fer svona fljótt í málin. Þau eiga skilið mikið hrós.“ Arna er allt annað en sátt við útskýringar lögreglu.Vísir/Vilhelm Í svari sérfræðingsins kemur meðal annars fram: „Í þessu tilviki er möguleiki á sýnaruglingi hjá okkur í handhverfugreiningunni. Af þeim ástæðum munum við endurtaka mælingarnar og senda nýja matsgerð til lögreglunnar.“ Á öðrum stað segir: „Þessi mæliaðferð er frekar ný hjá okkur og þess vegna eru möguleikar á veikleikum í framkvæmdinni hjá okkur, eins og öllu því sem mannshöndin kemur að. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að skoða alla ferla og greina veikleika til að verða betri. Verkefnið núna er að fara yfir niðurstöður síðustu mánaða og fara yfir alla verkferla til að sjá hvar við getum bætt okkur. Atvikið verður skráð sem alvarlegt frávik. Satt best að segja erum við alveg miður okkar hér á rannsóknastofunni vegna þessa máls og þess skaða sem það hefur valdið þér. Við viljum biðja þig margfaldlega afsökunar.“ Arna tekur skýrt fram að hún beri ekki kala til starfsfólks rannsóknarstofunnar. „Ég er ótrúlega ánægð með hvað það sýndu þessu skjót viðbrögð. Þau voru mjög fagmannleg. Rannsóknarstofan tók fulla ábyrgð og viðurkenndi mistökin. Það má að sjálfsögðu færa rök fyrir því að rannsóknarstofan beri ábyrgð. En ábyrgðin er alltaf í grunninn hjá lögreglunni.“ Ber ekki lengur traust til lögreglunnar Sögunni lauk þó ekki þarna. Stuttu seinna fékk Arna aðra tilkynningu frá lögreglunni, þar sem fram kom að hún hefði ekki brugðist við fyrri sektargerð. Hún var því hvött til að mæta á næstu lögreglustöð og skrifa undir, ella sæta viðurlögum. Í tölvupósti frá starfsmanni rannsóknarstofunnar, sem Arna fékk sendan þann 9. ágúst síðastliðinn, kemur engu að síður fram að búið sé að yfirfara sýni hennar og að rétt niðurstaða hafi verið send til lögreglu. „Þetta sýnir bara hvað það er lítið um samskipti þarna á milli. Það er greinilega ekkert skráð niður í kerfið hjá þeim.“ Arna segir málið, sem staðið hefur yfir síðan í byrjun sumars, hafa valdið sér óbærilegu hugarangri, stressi og kvíða. „Ég náði ekkert að sinna sumarfríinu með stráknum mínum; ég var bara ekki til staðar. Ég gat lítið borðað og léttist um mörg kíló, sem ég má ekki við. Þetta er búið að hafa virkilega mikil áhrif á mig. Mér finnst mjög leiðinlegt að segja það en eftir þetta þá ber ég nákvæmlega ekki neitt traust til lögreglunnar. Ég veit ekki nákvæmlega hvort þetta snúist um vanþekkingu eða fordóma eða ófullnægjandi þjálfun innan lögreglunnar. En það er greinilega þörf á úrbótum á þessum verkferlum. Það er eins og það sé enginn hjá lögreglunni sem viti nákvæmlega um þetta snýst, eða geti veit manni almennileg svör. Þegar ég reyndi að leita svara hjá þeim þá voru allir jafn týndir og ég. Það er grátlegt hversu kærulaus vinnubrögð lögreglu eru í þessu. Þetta er bara færibandavinna. Engin rannsóknarvinna, enginn vilji til þess að finna sannleikann. Það er bara heimtað úr okkur blóð, ábyrgðin sett á rannsóknarstofuna og lögreglan segir amen. Ekki einn einstaklingur innan lögreglu, sem ég talaði við, hafði hundsvit á því hvað gengi á í svona málum.“ Ætlar ekki að þegja Vinur mágs Örnu starfar sem varðstjóri innan lögreglunnar. Hann benti Örnu á að hún ætti rétt á bótum vegna málsins. Í kjölfarið leitaði Arna til lögfræðings. „Ég hugsaði bara: „Ég verð að gera þetta.“ Ekki bara fyrir mig heldur alla hina þarna úti.“ Á dögunum fékk hún síðan að vita að málið hefði verið fellt niður. Lögmaður Örnu fór í kjölfarið fram á formlega afsökunarbeiðni frá lögreglu vegna málsins. Í svari lögreglu kemur fram að „brugðist hafi verið við með besta hætti sem kostur var á “eftir að upp komst upp um mistökin. Þá segir jafnframt: „Samkvæmt okkar upplýsingum harmar rannsóknarstofan þessi mistök.“ Arna furðar sig á þessum viðbrögðum. „Þeir taka sem sagt enga ábyrgð heldur „dömpa“ þessu bara á rannsóknarstofuna. Rannsóknarstofan hefur engin völd til að dæma fólk eða úrskurða um mál, það er lögreglan sem ber ábyrgðina þar.“ Arna segir að málið snúist í raun ekki um einhverjar bætur eða peninga. „Þetta snýst frekar um að búa til einhverskonar „statement.“ Af því að ég veit af svo mörgum öðrum sem hafa gengið í gegnum það sama og ég.“ Á dögunum opnaði Arna sig um málið í opinni færslu á Instagram. Hún segist hafa fengið fjölda skilaboða í kjölfarið, frá fólki sem deilt hefur með henni svipaðri reynslu. „Og við erum að tala um miklu verri sögur en mína sögu. Sögur þar sem fólk er búið að standa í þessu sama, og hefur svo gefist upp á endanum. Fólk sem hefur þá þurft að borga háar sektir og misst ökuréttindin. Og það hefur haft áhrif, virkilega mikil áhrif, á líf þeirra. Af þessum ástæðum þá langaði mig að taka þetta lengra. Þetta eru algjörlega óásættanleg vinnubrögð.“
Heilbrigðismál Lögreglan Geðheilbrigði ADHD Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira