„Það er ekki öllum sem finnst þetta skemmtilegt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. september 2024 09:30 Sölvi Geir Ottesen. Vísir/Arnar Stjarna nýliðins landsliðsverkefnis karla í fótbolta var ekki innan vallar er Ísland mætti Svartfellingum og Tyrkjum í Þjóðadeild karla. Aðstoðarþjálfarinn Sölvi Geir Ottesen vakti mikla, og verðskuldaða athygli. Það voru föst leikatriði af teikniborði Sölva Geirs sem skiluðu öllum þremur mörkum Íslands í glugganum. Hann hefur ávallt haft mikinn áhuga á þeim hluta leiksins. „Eftir að ég hætti að spila árið 2021 verð ég aðstoðarþjálfari hjá Arnari (Gunnlaugssyni hjá Víkingum). Ég reyni fyrst að reyna að finna mér eitthvað hlutverk og koma mér inn í þessa hluti. Mér fannst það liggja vel við að ég tæki yfir föstu leikatriðin því ég hef gaman af þeim og gerði það sem leikmaður líka. Ég tel mig hafa verið á mjög hárri hillu í leikatriðum sem leikmaður,“ segir Sölvi um áhugann á faginu. Gaman þegar vel gengur Sölvi fékk mikið hrós á samfélagsmiðlum þegar hvert hornamarkið fylgdi öðru í nýliðnum glugga en Ísland skoraði ekki öðruvísi en eftir hornspyrnu í leikjunum tveimur við Svartfellinga og Tyrki. Arnar Gunnlaugsson kollegi hans hjá Víkingum þakkaði þá hreinlega fyrir að stjarnan „Sir Sölvi“ heilsaði honum yfirhöfuð. Öll þessi umræða fór ekki fram hjá Sölva. „Ég hef alveg orðið var við þetta. Fólk hefur sent mér skilaboð og óskað mér til hamingju með hitt og þetta. Það er bara gaman þegar hlutirnir ganga vel. Við vorum kannski sérstaklega sáttir með fyrsta leikinn gegn Svartfjallalandi þar sem föstu leikatriðin skiluðu sigri,“ segir Sölvi. Hann hrósar leikmönnum landsliðsins fyrir að veita honum athygli og sína leikatriðunum áhuga. Það sé ekki sjálfgefið. „Það er þannig með föstu leikatriðin að það er ekki öllum sem finnst þetta skemmtilegt. Þannig að það er alveg krefjandi að fá menn til að halda athygli þegar maður er að fara yfir þetta. Það eru svo mörg smáatriði sem þarf að fara yfir sem krefst mikillar einbeitingar. Það er mjög mikið bara hrós á þá hvað þeir voru einbeittir þegar við fórum yfir þessa hluti,“ segir Sölvi. Sölvi Geir stýrði Víkingi til 3-0 sigurs á KR á föstudaginn var þar sem Arnar tók út sinn þriðja leik í banni frá hliðarlínunni. Arnar mætir aftur á hliðarlínuna þegar Víkingur sækir Fylki heim í lokaumferð fyrir skiptingu deildarinnar. Tveir leikir eru á dagskrá í kvöld. Valur mætir KR að Hlíðarenda klukkan 19:15 og verður það sýnt beint á Stöð 2 Sport. Leikur Fylkis og Víkings er í beinni á Stöð 2 Sport 5. Landslið karla í fótbolta Víkingur Reykjavík Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Það voru föst leikatriði af teikniborði Sölva Geirs sem skiluðu öllum þremur mörkum Íslands í glugganum. Hann hefur ávallt haft mikinn áhuga á þeim hluta leiksins. „Eftir að ég hætti að spila árið 2021 verð ég aðstoðarþjálfari hjá Arnari (Gunnlaugssyni hjá Víkingum). Ég reyni fyrst að reyna að finna mér eitthvað hlutverk og koma mér inn í þessa hluti. Mér fannst það liggja vel við að ég tæki yfir föstu leikatriðin því ég hef gaman af þeim og gerði það sem leikmaður líka. Ég tel mig hafa verið á mjög hárri hillu í leikatriðum sem leikmaður,“ segir Sölvi um áhugann á faginu. Gaman þegar vel gengur Sölvi fékk mikið hrós á samfélagsmiðlum þegar hvert hornamarkið fylgdi öðru í nýliðnum glugga en Ísland skoraði ekki öðruvísi en eftir hornspyrnu í leikjunum tveimur við Svartfellinga og Tyrki. Arnar Gunnlaugsson kollegi hans hjá Víkingum þakkaði þá hreinlega fyrir að stjarnan „Sir Sölvi“ heilsaði honum yfirhöfuð. Öll þessi umræða fór ekki fram hjá Sölva. „Ég hef alveg orðið var við þetta. Fólk hefur sent mér skilaboð og óskað mér til hamingju með hitt og þetta. Það er bara gaman þegar hlutirnir ganga vel. Við vorum kannski sérstaklega sáttir með fyrsta leikinn gegn Svartfjallalandi þar sem föstu leikatriðin skiluðu sigri,“ segir Sölvi. Hann hrósar leikmönnum landsliðsins fyrir að veita honum athygli og sína leikatriðunum áhuga. Það sé ekki sjálfgefið. „Það er þannig með föstu leikatriðin að það er ekki öllum sem finnst þetta skemmtilegt. Þannig að það er alveg krefjandi að fá menn til að halda athygli þegar maður er að fara yfir þetta. Það eru svo mörg smáatriði sem þarf að fara yfir sem krefst mikillar einbeitingar. Það er mjög mikið bara hrós á þá hvað þeir voru einbeittir þegar við fórum yfir þessa hluti,“ segir Sölvi. Sölvi Geir stýrði Víkingi til 3-0 sigurs á KR á föstudaginn var þar sem Arnar tók út sinn þriðja leik í banni frá hliðarlínunni. Arnar mætir aftur á hliðarlínuna þegar Víkingur sækir Fylki heim í lokaumferð fyrir skiptingu deildarinnar. Tveir leikir eru á dagskrá í kvöld. Valur mætir KR að Hlíðarenda klukkan 19:15 og verður það sýnt beint á Stöð 2 Sport. Leikur Fylkis og Víkings er í beinni á Stöð 2 Sport 5.
Landslið karla í fótbolta Víkingur Reykjavík Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira