Hafa ekki tekið ákvörðun um vaxtahækkun Árni Sæberg skrifar 16. september 2024 11:31 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Vísir/Einar Stjórnendur Landsbankans hafa ekki tekið ákvörðun um að feta í fótspor hinna stóru viðskiptabankanna tveggja og hækka vexti á verðtryggðum lánum. Arion banki tilkynnti á miðvikudag að vextir verðtryggðra lána hækkuðu um 0,5 prósentustig og 0,6 prósentustig. Bankinn réttlætti vaxtahækkunina með vísan til hækkunar ávöxtunarkröfu þeirra skuldabréfa sem bankinn fjármagnar verðtryggð útlán sín með. Um er að ræða tólf og fimmtán prósenta hækkun vaxta. Á föstudaginn fylgdi Íslandsbanki Arion og tilkynnti um hækkun vaxta verðtryggða lána. Í tilfelli Íslandsbanka hækka breytilegir vextir um 0,5 prósentustig, sem er um tólf prósenta hækkun og fastir vextir hækka um 0,4 prósentustig, sem er hækkun um 9,5 prósent. Kosti heimilin tugi þúsunda á mánuði Ákvarðanir bankanna tveggja hafa sætt mikilli gagnrýni. Formaður Starfsgreinasambandsins hefur sagt ákvörðun Arion banka merki um taumlausa græðgi og dósent í viðskiptafræði segir vaxtahækkanir munu geta kostað heimilin tugi þúsunda króna á mánuði. „Tökum sem dæmi, fjölskylda sem skuldar 50 milljónir í verðtryggðu láni. Nú eykst vaxtakostnaður um 0,6 prósent sem gerir um 300 þúsund á ári. Það samsvarar 25 þúsund króna auka hækkun á vaxtakostnaði. Sem að þýðir væntanlega, svona um það bil hjá flestum að eftir skatta, til þess að fjármagna það, þá þarf fjölskylda að þéna um 35-40 þúsund krónur á mánuði til þess að standa straum af þessum aukna vaxtakostnaði,“ sagði Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina. Engin ákvörðun verið tekin Þróun ávöxtunarkröfu skuldabréfa sem Íslandsbanki og Landsbankinn nota til þess að fjármagna verðtryggð útlán hefur verið svipuð þróunar bréfa Arion banka. Áhugasamir geta skoðað ávöxtunarkröfu bréfanna sem um ræðir á Keldunni. Verðtryggðu bréfin eru auðkennd með skammstöfun bankanna og bókstöfunum CBI. Vísir sendi Íslandsbanka og Landsbankanum fyrirspurn á fimmtudag. Morguninn eftir hafði Íslandsbanki tilkynnt vaxtahækkun og síðdegis barst svar Landsbankans. „Við höfum ekki tekið ákvörðun um vaxtabreytingar,“ segir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi bankans. Fjármálafyrirtæki Arion banki Landsbankinn Íslandsbanki Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Íslandsbanki hækkar líka vexti verðtryggðra lána Vextir á verðtryggðum húsnæðislánum Íslandsbanka hækka um allt að hálft prósentustig í næstu viku. Hækkunin er aðeins minni en Arion banki tilkynnti um á miðvikudag og hefur sætt gagnrýni. 13. september 2024 18:18 Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Vilhjálmur Birgisson segir ákvörðun Arion banka um að hækka vexti á verðtryggðum lánum með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi, sem hann segir hafa fengið að viðgangast á íslenskum fjármálamarkaði um árabil. 11. september 2024 16:39 Mest lesið Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Neytendur Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Neytendur Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Viðskipti innlent Indó ríður aftur á vaðið Neytendur Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Neytendur Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Viðskipti innlent Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Sjá meira
Arion banki tilkynnti á miðvikudag að vextir verðtryggðra lána hækkuðu um 0,5 prósentustig og 0,6 prósentustig. Bankinn réttlætti vaxtahækkunina með vísan til hækkunar ávöxtunarkröfu þeirra skuldabréfa sem bankinn fjármagnar verðtryggð útlán sín með. Um er að ræða tólf og fimmtán prósenta hækkun vaxta. Á föstudaginn fylgdi Íslandsbanki Arion og tilkynnti um hækkun vaxta verðtryggða lána. Í tilfelli Íslandsbanka hækka breytilegir vextir um 0,5 prósentustig, sem er um tólf prósenta hækkun og fastir vextir hækka um 0,4 prósentustig, sem er hækkun um 9,5 prósent. Kosti heimilin tugi þúsunda á mánuði Ákvarðanir bankanna tveggja hafa sætt mikilli gagnrýni. Formaður Starfsgreinasambandsins hefur sagt ákvörðun Arion banka merki um taumlausa græðgi og dósent í viðskiptafræði segir vaxtahækkanir munu geta kostað heimilin tugi þúsunda króna á mánuði. „Tökum sem dæmi, fjölskylda sem skuldar 50 milljónir í verðtryggðu láni. Nú eykst vaxtakostnaður um 0,6 prósent sem gerir um 300 þúsund á ári. Það samsvarar 25 þúsund króna auka hækkun á vaxtakostnaði. Sem að þýðir væntanlega, svona um það bil hjá flestum að eftir skatta, til þess að fjármagna það, þá þarf fjölskylda að þéna um 35-40 þúsund krónur á mánuði til þess að standa straum af þessum aukna vaxtakostnaði,“ sagði Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina. Engin ákvörðun verið tekin Þróun ávöxtunarkröfu skuldabréfa sem Íslandsbanki og Landsbankinn nota til þess að fjármagna verðtryggð útlán hefur verið svipuð þróunar bréfa Arion banka. Áhugasamir geta skoðað ávöxtunarkröfu bréfanna sem um ræðir á Keldunni. Verðtryggðu bréfin eru auðkennd með skammstöfun bankanna og bókstöfunum CBI. Vísir sendi Íslandsbanka og Landsbankanum fyrirspurn á fimmtudag. Morguninn eftir hafði Íslandsbanki tilkynnt vaxtahækkun og síðdegis barst svar Landsbankans. „Við höfum ekki tekið ákvörðun um vaxtabreytingar,“ segir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi bankans.
Fjármálafyrirtæki Arion banki Landsbankinn Íslandsbanki Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Íslandsbanki hækkar líka vexti verðtryggðra lána Vextir á verðtryggðum húsnæðislánum Íslandsbanka hækka um allt að hálft prósentustig í næstu viku. Hækkunin er aðeins minni en Arion banki tilkynnti um á miðvikudag og hefur sætt gagnrýni. 13. september 2024 18:18 Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Vilhjálmur Birgisson segir ákvörðun Arion banka um að hækka vexti á verðtryggðum lánum með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi, sem hann segir hafa fengið að viðgangast á íslenskum fjármálamarkaði um árabil. 11. september 2024 16:39 Mest lesið Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Neytendur Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Neytendur Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Viðskipti innlent Indó ríður aftur á vaðið Neytendur Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Neytendur Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Viðskipti innlent Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Sjá meira
Íslandsbanki hækkar líka vexti verðtryggðra lána Vextir á verðtryggðum húsnæðislánum Íslandsbanka hækka um allt að hálft prósentustig í næstu viku. Hækkunin er aðeins minni en Arion banki tilkynnti um á miðvikudag og hefur sætt gagnrýni. 13. september 2024 18:18
Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Vilhjálmur Birgisson segir ákvörðun Arion banka um að hækka vexti á verðtryggðum lánum með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi, sem hann segir hafa fengið að viðgangast á íslenskum fjármálamarkaði um árabil. 11. september 2024 16:39
Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Viðskipti innlent
Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Viðskipti innlent