„Ósanngjarnt“ að kærastinn fái margfalt meira fyrir sömu vinnu Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2024 12:32 Alisha Lehmann fagnar sínu fyrsta marki fyrir Juventus eftir komuna frá Aston Villa í sumar. Getty/Juventus FC Knattspyrnuparið Alisha Lehmann og Douglas Luiz færði sig um set í sumar, frá Aston Villa til Juventus, en óhætt er að segja að launakjör þeirra hjá ítalska risanum, rétt eins og á Englandi, séu gjörólík. Hin 25 ára gamla Lehmann, sem þegar hefur skorað sitt fyrsta mark fyrir Juventus, tjáði sig um launabilið í samtali við La Repubblica á Ítalíu: „Ég er ekki stjarna, ég er bara venjuleg manneskja. Ég fer heim og elda, og geri allt það sem að aðrir gera. Eftir æfingar segi ég oft við Douglas hvað þetta sé ósanngjarnt. Við vinnum sömu vinnu en hann fær hundraðþúsund sinnum meira borgað en ég,“ sagði Lehmann. Ekki er ljóst nákvæmlega hve mikið þau Lehmann og Luiz fá í laun hjá Juventus en hins vegar er ljóst að félagið greiddi 50 milljónir evra fyrir Luiz, á meðan að Lehmann mun hafa kostað um 50.000 evrur, eða þúsund sinnum minna. View this post on Instagram A post shared by Alisha Lehmann (@alishalehmann7) Lehmann er hins vegar mun vinsælli á samfélagsmiðlum og með yfir 17 milljónir fylgjenda á Instagram, á meðan að ein og hálf milljón manns fylgir Luiz á sama miðli. Lehmann, sem er svissnesk landsliðskona og verður því á heimavelli á EM næsta sumar, skoraði í fyrsta deildarleik Juventus fyrr í þessum mánuði, í 6-3 sigri gegn Sassuolo. Hún verður svo í eldlínunni á miðvikudaginn þegar Juventus mætir PSG í stórleik í umspili um sæti í Meistaradeild Evrópu í vetur. Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Hin 25 ára gamla Lehmann, sem þegar hefur skorað sitt fyrsta mark fyrir Juventus, tjáði sig um launabilið í samtali við La Repubblica á Ítalíu: „Ég er ekki stjarna, ég er bara venjuleg manneskja. Ég fer heim og elda, og geri allt það sem að aðrir gera. Eftir æfingar segi ég oft við Douglas hvað þetta sé ósanngjarnt. Við vinnum sömu vinnu en hann fær hundraðþúsund sinnum meira borgað en ég,“ sagði Lehmann. Ekki er ljóst nákvæmlega hve mikið þau Lehmann og Luiz fá í laun hjá Juventus en hins vegar er ljóst að félagið greiddi 50 milljónir evra fyrir Luiz, á meðan að Lehmann mun hafa kostað um 50.000 evrur, eða þúsund sinnum minna. View this post on Instagram A post shared by Alisha Lehmann (@alishalehmann7) Lehmann er hins vegar mun vinsælli á samfélagsmiðlum og með yfir 17 milljónir fylgjenda á Instagram, á meðan að ein og hálf milljón manns fylgir Luiz á sama miðli. Lehmann, sem er svissnesk landsliðskona og verður því á heimavelli á EM næsta sumar, skoraði í fyrsta deildarleik Juventus fyrr í þessum mánuði, í 6-3 sigri gegn Sassuolo. Hún verður svo í eldlínunni á miðvikudaginn þegar Juventus mætir PSG í stórleik í umspili um sæti í Meistaradeild Evrópu í vetur.
Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira