Samkvæmt lögum ber að tilkynna embættismönnum með minnst sex mánaða fyrirvara hvort umrætt embætti verði auglýst laust til umsóknar en það var ekki gert í tilfelli ríkislögreglustjóra.
Þetta þýðir að skipunartími Sigríðar Bjarkar framlengist sjálfkrafa um fimm ár en hún var skipuð ríkislögreglustjóri 16. mars 2020, til fimm ára.
Ákvörðunin er sögð hafa verið til skoðunar í ráðuneytinu um hríð samkvæmt Morgunblaðinu en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sagði við blaðið í júlí síðastliðnum:
„Ákvarðanir um skipunartíma eru í almennu ferli í ráðuneytinu og verða skoðaðar þegar að því kemur og þá verður tekin ákvörðun. Ekkert liggur fyrir að svo stöddu.“