Framtíðin liggur í bættri nýtingu auðlinda Helga Kristín Jóhannsdóttir skrifar 17. september 2024 09:01 Nýsköpun og hringrásarhugsun eru gríðarlega mikilvæg fyrir samfélagið okkar. Hvoru tveggja leika lykilhlutverk í því að skapa okkur sjálfbæra framtíð og stuðla bæði að tækniframförum og efnahagslegum vexti. Með því að einblína á nýjar lausnir og umhverfisvænar leiðir getum við dregið úr sóun, aukið nýtni auðlinda okkar og tryggt betri lífsskilyrði fyrir komandi kynslóðir. Til að fjölga verkefnum á sviði nýrra orkulausna, sjálfbærni og hringrásarhugsunar þarf að byggja upp grundvöll í samfélaginu fyrir nýsköpunarverkefni og leyfa þeim að blómstra. Í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar á Hellisheiði er Nýsköpunarkjarni í uppbyggingu þar sem verður til aðstaða fyrir háskóla, frumkvöðla og fyrirtæki til að þróa og prófa tæknilausnir. Samvinna leiðir til betri nýtingar Á Hellisheiði, við stærstu jarðvarmavirkjun Evrópu, er Jarðhitagarður ON staðsettur. Garðurinn er vettvangur fyrir nýsköpun og sjálfbærni þar sem framsækin fyrirtæki og vísindamenn þróa lausnir sem stuðla að betri nýtingu auðlinda og minni sóun – lausnir sem geta haft veruleg áhrif á loftslagsmál og efnahagslegan vöxt, bæði á Íslandi og á alþjóðavettvangi. Ísland er í sérstöðu varðandi öflun grænna orkugjafa, en það skiptir einnig máli hvernig við nýtum orkuna og auðlindirnar okkar. Framtíðin liggur ekki aðeins í aukinni öflun grænnar orku, heldur einnig í ábyrgri nýtingu hennar. Samtenging og samstarf fyrirtækja í iðngörðum eins og Jarðhitagarði Orku náttúrunnar eru tækifæri til að nýta enn betur auðlindir, innviði og þjónustu eða að umbreyta úrgangi eins í verðmæti annars. Leiðandi í nýsköpun, sjálfbærni og hringrásarhagkerfi Jarðhitagarður ON býður upp á aðgengi að landsvæði, rafmagni, jarðhitavatni, jarðhitagufu, köldu vatni og steinefnum á borð við kísil. Þar eru fyrirtæki á borð við Carbfix, Vaxa og Climeworks sem nýta auðlindastrauma með hringrásarhugsun að leiðarljósi. Lausnir fyrirtækjanna hafa aukið verðmæti auðlinda og vakið athygli á heimsvísu með aðferðum sem geta haft mikil áhrif á loftslagsbreytingar. Orka náttúrunnar leggur mikla áherslu á ábyrga nýtingu auðlinda. Jarðhitinn sem notaður er við orkuvinnsluna er græn orkulind sem er margnýtt til að framleiða rafmagn og heitt vatn. Eftir nýtingu í virkjuninni er jarðhitavökvanum dælt niður í jarðhitageyminn þar sem það hitnar upp aftur og hægt er að nota hann að nýju. Þannig er hringrásarhugsun innbyggð í framleiðsluferlið. Möguleikarnir á að nýta auðlindir á svæðinu enn betur eru nánast óþrjótandi. Eitt dæmi sem hefur lengi verið til skoðunar er uppbygging baðlóns á Hellisheiði. Jarðhitavatnið sem Orka náttúrunnar notar er til dæmis um 50-60°C þegar því er dælt niður eftir notkun, og væri ákjósanlegt til nýtingar til dæmis í slíkum rekstri. Atvinnuskapandi starfsemi Við leitum nú að fleiri spennandi verkefnum og samstarfsaðilum til að skapa sterkt, einstakt nýsköpunarsamfélag á Hellisheiði sem styður við sjálfbærni og hringrásarhugsun. Fyrirtækin sem starfa í Jarðhitagarði eru góð dæmi um árangur af því að gefa nýsköpunarfyrirtækjum tækifæri. Í dag starfa um 50 einstaklingar á Íslandi hjá fyrirtækjunum í Jarðhitagarði og störf sem hafa skapast eru um 80 ef afleidd störf eru tekin með. Spár gera svo ráð fyrir enn frekari fjölgun starfa þar sem fyrirtækin eru í örum vexti og verkefnum í Jarðhitagarði að fjölga. Með því að styðja við slíka nýsköpun og þróun getum við stuðlað að aukinni verðmætasköpun, bættri nýtingu auðlinda og efnahagslegum vexti til lengri tíma litið. Framtíðin er björt Jarðhitagarðurinn skapar tækifæri til aukinnar samvinnu milli nýsköpunar og iðnaðar. Á morgun 18. september verður haldin ráðstefna í Grósku þar sem fyrirtækin í garðinum kynna nýjustu verkefnin og ræða þau tækifæri sem felast í starfseminni á Hellisheiði, með sérstaka áherslu á loftslagsmál, sjálfbærni og hringrásarhugsun. Við hvetjum öll til að kynna sér þessa framtíðarsýn þar sem sjálfbærni og nýting auðlinda eru í forgrunni. Höfundur er viðskiptaþróunarstjóri Jarðhitagarðs Orku náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Nýsköpun og hringrásarhugsun eru gríðarlega mikilvæg fyrir samfélagið okkar. Hvoru tveggja leika lykilhlutverk í því að skapa okkur sjálfbæra framtíð og stuðla bæði að tækniframförum og efnahagslegum vexti. Með því að einblína á nýjar lausnir og umhverfisvænar leiðir getum við dregið úr sóun, aukið nýtni auðlinda okkar og tryggt betri lífsskilyrði fyrir komandi kynslóðir. Til að fjölga verkefnum á sviði nýrra orkulausna, sjálfbærni og hringrásarhugsunar þarf að byggja upp grundvöll í samfélaginu fyrir nýsköpunarverkefni og leyfa þeim að blómstra. Í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar á Hellisheiði er Nýsköpunarkjarni í uppbyggingu þar sem verður til aðstaða fyrir háskóla, frumkvöðla og fyrirtæki til að þróa og prófa tæknilausnir. Samvinna leiðir til betri nýtingar Á Hellisheiði, við stærstu jarðvarmavirkjun Evrópu, er Jarðhitagarður ON staðsettur. Garðurinn er vettvangur fyrir nýsköpun og sjálfbærni þar sem framsækin fyrirtæki og vísindamenn þróa lausnir sem stuðla að betri nýtingu auðlinda og minni sóun – lausnir sem geta haft veruleg áhrif á loftslagsmál og efnahagslegan vöxt, bæði á Íslandi og á alþjóðavettvangi. Ísland er í sérstöðu varðandi öflun grænna orkugjafa, en það skiptir einnig máli hvernig við nýtum orkuna og auðlindirnar okkar. Framtíðin liggur ekki aðeins í aukinni öflun grænnar orku, heldur einnig í ábyrgri nýtingu hennar. Samtenging og samstarf fyrirtækja í iðngörðum eins og Jarðhitagarði Orku náttúrunnar eru tækifæri til að nýta enn betur auðlindir, innviði og þjónustu eða að umbreyta úrgangi eins í verðmæti annars. Leiðandi í nýsköpun, sjálfbærni og hringrásarhagkerfi Jarðhitagarður ON býður upp á aðgengi að landsvæði, rafmagni, jarðhitavatni, jarðhitagufu, köldu vatni og steinefnum á borð við kísil. Þar eru fyrirtæki á borð við Carbfix, Vaxa og Climeworks sem nýta auðlindastrauma með hringrásarhugsun að leiðarljósi. Lausnir fyrirtækjanna hafa aukið verðmæti auðlinda og vakið athygli á heimsvísu með aðferðum sem geta haft mikil áhrif á loftslagsbreytingar. Orka náttúrunnar leggur mikla áherslu á ábyrga nýtingu auðlinda. Jarðhitinn sem notaður er við orkuvinnsluna er græn orkulind sem er margnýtt til að framleiða rafmagn og heitt vatn. Eftir nýtingu í virkjuninni er jarðhitavökvanum dælt niður í jarðhitageyminn þar sem það hitnar upp aftur og hægt er að nota hann að nýju. Þannig er hringrásarhugsun innbyggð í framleiðsluferlið. Möguleikarnir á að nýta auðlindir á svæðinu enn betur eru nánast óþrjótandi. Eitt dæmi sem hefur lengi verið til skoðunar er uppbygging baðlóns á Hellisheiði. Jarðhitavatnið sem Orka náttúrunnar notar er til dæmis um 50-60°C þegar því er dælt niður eftir notkun, og væri ákjósanlegt til nýtingar til dæmis í slíkum rekstri. Atvinnuskapandi starfsemi Við leitum nú að fleiri spennandi verkefnum og samstarfsaðilum til að skapa sterkt, einstakt nýsköpunarsamfélag á Hellisheiði sem styður við sjálfbærni og hringrásarhugsun. Fyrirtækin sem starfa í Jarðhitagarði eru góð dæmi um árangur af því að gefa nýsköpunarfyrirtækjum tækifæri. Í dag starfa um 50 einstaklingar á Íslandi hjá fyrirtækjunum í Jarðhitagarði og störf sem hafa skapast eru um 80 ef afleidd störf eru tekin með. Spár gera svo ráð fyrir enn frekari fjölgun starfa þar sem fyrirtækin eru í örum vexti og verkefnum í Jarðhitagarði að fjölga. Með því að styðja við slíka nýsköpun og þróun getum við stuðlað að aukinni verðmætasköpun, bættri nýtingu auðlinda og efnahagslegum vexti til lengri tíma litið. Framtíðin er björt Jarðhitagarðurinn skapar tækifæri til aukinnar samvinnu milli nýsköpunar og iðnaðar. Á morgun 18. september verður haldin ráðstefna í Grósku þar sem fyrirtækin í garðinum kynna nýjustu verkefnin og ræða þau tækifæri sem felast í starfseminni á Hellisheiði, með sérstaka áherslu á loftslagsmál, sjálfbærni og hringrásarhugsun. Við hvetjum öll til að kynna sér þessa framtíðarsýn þar sem sjálfbærni og nýting auðlinda eru í forgrunni. Höfundur er viðskiptaþróunarstjóri Jarðhitagarðs Orku náttúrunnar.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar