Sjúklingurinn þurfi að vera með í allri ákvörðunartöku Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. september 2024 14:03 Marta Jóns Hjördísardóttir, talskona sjúklinga á Landspítala. Vísir/Sigurjón Talskona sjúklinga á Landspítala segir of algengt að umkvörtunum og ábendingum sjúklinga sé ekki nógu vel tekið í heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðisstarfsfólk þurfi að venja sig á að hlusta á skjólstæðinga sína og leyfa þeim að taka þátt í allri ákvörðunartöku um meðferð. Málþing um öryggi sjúklinga var haldið í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar í gær. Meðal þeirra sem fluttu þar erindi var Marta Jóns Hjördísardóttir, talskona sjúklinga á Landspítala. Hún tók við embættinu í júní eftir ákall um að slíkt embætti væri full staða við spítalann. Þyrftum að vera fleiri „Ég vona að þetta sé vísir að einhverju stærra. Við myndum helst vilja hafa þjónustumiðstöð á Landspítala sem sinnti ábendingum og kvörtunum sjúklinga. Þá er mikilvægt að hafa í huga að mitt hlutverk er að vera talskona sjúklinga á Landspítala og ég starfa sem slík. Til framtíðar er væntanlega gott að það sé til staðar einhvers konar umboðsmaður sjúklinga sem starfar ekki inn á stofnuninni og er algjörleg hlutlaus gagnvart henni,“ segir Marta. Heilbrigðisstarfsfólk verði að hlusta Hún segist þegar hafa fengið talsvert af erindum til sín frá sjúklingum. „Það er alltaf verið að tala um það sama. Það er mikið álag, mikil bið. Fólk er oft orðið mjög þreytt og það er oft erfitt að vera sjúklingur þegar þú ert mjög lasin og það er mikið í gangi. Þá er erfitt að vera sífellt að berjast fyrir máli sínu,“ segir hún. Marta segir að hlutverk hennar sé að koma ábendingum og umkvörtunum sjúklinga á framfæri við heilbrigðisstarfsfólk. „Oft þegar sjúklingar segja eitthvað eða eru að tala um lyfin sín þá er þeim ekki tekið nægilega vel. Það er stór áskorun hjá öllu heilbrigðisstarfsfólki. Við verðum að fara úr þessu valdahlutverki sem við erum þjálfuð að vera í. Þar sem starfsmaðurinn er er að segja fólki til og hvað það eigi að gera. Heilbrigðisstarfsfólk á fyrst og fremst að hlusta opinskátt á sjúklinginn og hafa hann með í allri ákvörðunartöku og meðferð,“ segir hún. Marta telur að ábendingum sínum um bætt vinnubrögð á spítalanum verði vel tekið. „Ég vona að mér verði tekið vel. Mér hefur verið tekið vel hingað til. Við erum öll á leið í sömu átt. Á Landspítala stefnum við öll í sömu átt. Við ætlum að hlusta meira á sjúklinga og það er stefnan sem er verið að fara í og við fylgjum þeirri stefnu,“ segir Marta að lokum. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ísland sé í torfkofanum í meðferð alvarlegra atvika Hjúkrunarfræðingur telur að aðrar Norðurlandaþjóðir taki mun betur á alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu en gert sé hér á landi. Hún skorar á Landlækni að stíga fram fyrir hönd sjúklinga. 28. mars 2024 13:32 Sjúklingasamtök fagna frumvarpi um Umboðsmann sjúklinga Sjúklingasamtök og samtök heilbrigðisstarfsmanna fagna frumvarpi um Umboðsmann sjúklinga. Þau segja ekki vanþörf á því að sjúklingar á Íslandi geti leitað til utanaðkomandi aðila þegar þeir lenda á vegg í kerfinu og lýsa dæmum í umsögnum. 7. mars 2024 05:45 Tilkynnt um hátt í hundrað alvarleg atvik þar sem dauðsföll urðu Hátt í hundrað tilkynningar hafa borist til Landlæknis um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu þar sem dauðsföll hafa orðið síðustu ár. Tilkynningum um alvarleg atvik fjölgaði um fimmtung á síðasta ári borið saman við árið á undan samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu. 27. mars 2024 18:34 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út á hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Málþing um öryggi sjúklinga var haldið í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar í gær. Meðal þeirra sem fluttu þar erindi var Marta Jóns Hjördísardóttir, talskona sjúklinga á Landspítala. Hún tók við embættinu í júní eftir ákall um að slíkt embætti væri full staða við spítalann. Þyrftum að vera fleiri „Ég vona að þetta sé vísir að einhverju stærra. Við myndum helst vilja hafa þjónustumiðstöð á Landspítala sem sinnti ábendingum og kvörtunum sjúklinga. Þá er mikilvægt að hafa í huga að mitt hlutverk er að vera talskona sjúklinga á Landspítala og ég starfa sem slík. Til framtíðar er væntanlega gott að það sé til staðar einhvers konar umboðsmaður sjúklinga sem starfar ekki inn á stofnuninni og er algjörleg hlutlaus gagnvart henni,“ segir Marta. Heilbrigðisstarfsfólk verði að hlusta Hún segist þegar hafa fengið talsvert af erindum til sín frá sjúklingum. „Það er alltaf verið að tala um það sama. Það er mikið álag, mikil bið. Fólk er oft orðið mjög þreytt og það er oft erfitt að vera sjúklingur þegar þú ert mjög lasin og það er mikið í gangi. Þá er erfitt að vera sífellt að berjast fyrir máli sínu,“ segir hún. Marta segir að hlutverk hennar sé að koma ábendingum og umkvörtunum sjúklinga á framfæri við heilbrigðisstarfsfólk. „Oft þegar sjúklingar segja eitthvað eða eru að tala um lyfin sín þá er þeim ekki tekið nægilega vel. Það er stór áskorun hjá öllu heilbrigðisstarfsfólki. Við verðum að fara úr þessu valdahlutverki sem við erum þjálfuð að vera í. Þar sem starfsmaðurinn er er að segja fólki til og hvað það eigi að gera. Heilbrigðisstarfsfólk á fyrst og fremst að hlusta opinskátt á sjúklinginn og hafa hann með í allri ákvörðunartöku og meðferð,“ segir hún. Marta telur að ábendingum sínum um bætt vinnubrögð á spítalanum verði vel tekið. „Ég vona að mér verði tekið vel. Mér hefur verið tekið vel hingað til. Við erum öll á leið í sömu átt. Á Landspítala stefnum við öll í sömu átt. Við ætlum að hlusta meira á sjúklinga og það er stefnan sem er verið að fara í og við fylgjum þeirri stefnu,“ segir Marta að lokum.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ísland sé í torfkofanum í meðferð alvarlegra atvika Hjúkrunarfræðingur telur að aðrar Norðurlandaþjóðir taki mun betur á alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu en gert sé hér á landi. Hún skorar á Landlækni að stíga fram fyrir hönd sjúklinga. 28. mars 2024 13:32 Sjúklingasamtök fagna frumvarpi um Umboðsmann sjúklinga Sjúklingasamtök og samtök heilbrigðisstarfsmanna fagna frumvarpi um Umboðsmann sjúklinga. Þau segja ekki vanþörf á því að sjúklingar á Íslandi geti leitað til utanaðkomandi aðila þegar þeir lenda á vegg í kerfinu og lýsa dæmum í umsögnum. 7. mars 2024 05:45 Tilkynnt um hátt í hundrað alvarleg atvik þar sem dauðsföll urðu Hátt í hundrað tilkynningar hafa borist til Landlæknis um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu þar sem dauðsföll hafa orðið síðustu ár. Tilkynningum um alvarleg atvik fjölgaði um fimmtung á síðasta ári borið saman við árið á undan samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu. 27. mars 2024 18:34 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út á hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Ísland sé í torfkofanum í meðferð alvarlegra atvika Hjúkrunarfræðingur telur að aðrar Norðurlandaþjóðir taki mun betur á alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu en gert sé hér á landi. Hún skorar á Landlækni að stíga fram fyrir hönd sjúklinga. 28. mars 2024 13:32
Sjúklingasamtök fagna frumvarpi um Umboðsmann sjúklinga Sjúklingasamtök og samtök heilbrigðisstarfsmanna fagna frumvarpi um Umboðsmann sjúklinga. Þau segja ekki vanþörf á því að sjúklingar á Íslandi geti leitað til utanaðkomandi aðila þegar þeir lenda á vegg í kerfinu og lýsa dæmum í umsögnum. 7. mars 2024 05:45
Tilkynnt um hátt í hundrað alvarleg atvik þar sem dauðsföll urðu Hátt í hundrað tilkynningar hafa borist til Landlæknis um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu þar sem dauðsföll hafa orðið síðustu ár. Tilkynningum um alvarleg atvik fjölgaði um fimmtung á síðasta ári borið saman við árið á undan samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu. 27. mars 2024 18:34
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent