„Það er hula yfir sólinni“ Vésteinn Örn Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 17. september 2024 19:46 Miklir skógareldar geisa í Portúgal. AP/Bruno Fonseca Sjö hafa farist í miklum gróðureldum sem geisa í Portúgal og á sjötta tug hafa slasast. Íslendingur í Portó segir gulleitan reykjarmökk hafa legið yfir borginni í dag og í gær. Hún hafi aldrei upplifað annað eins. Almannavarnir í Portúgal segja fimmtíu og fjóra gróðurelda brenna um norðanvert og mitt landið. Rúmlega fimm þúsund slökkviliðsmenn berjast við eldana og Frakkland, Grikkland, Ítalía og Spánn hafa sent flugvélar til aðstoðar. Loka hefur þurft tveimur lestarleiðum og þónokkrum hraðbrautum, þar á meðal hraðbrautinni milli Lisbon og Portó. Allt í kringum Portó brenna skógareldar og er borgin mettuð af reyk. Hann er svo mikill að hann sást á gervihnattamyndum í dag, berast yfir Atlantshafið. Telma Tómasson fréttakona er stödd í Portó. „Þetta kemur og fer en þetta var mjög slæmt í dag. Var líka slæmt í gær, en miklu verra í dag. Það er vindasamt núna og nóttin var mjög slæm. Ég gerði þau mistök að hafa opið, og reykjarmökkinn leggur hér yfir og maður finnur sviðann í augum,“ segir Telma. Hún sá eldana þegar hún flaug til Portó fyrir nokkrum dögum síðan. Hún segir eldana ekki sjást frá borgini en fólk finni vel fyrir reyknum. Telma segir daginn í dag hafa verið verstan. Mikinn reyk leggi yfir svæðið. „Það er alveg fólk úti og ég er búin að vera úti meiri hlutann af deginum. Ég sé að fólk er að nota grímur. Fólki er ráðlagt að halda sig innandyra sem er viðkvæmt fyrir reykjarmekkinum, enda er hann stækur,“ segir Telma. Hún segist aldrei hafa upplifað svona aðstæður áður. „Þetta er mjög skrítið. Það er hula yfir sólinni, það er allt rauðgulleitt. Þegar ástandið var verst í dag sá ég ekki yfir ána, og það sást varla í húsin hérna hinu megin við ána. Það er ekki svo langt hérna á milli.“ Portúgal Náttúruhamfarir Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Almannavarnir í Portúgal segja fimmtíu og fjóra gróðurelda brenna um norðanvert og mitt landið. Rúmlega fimm þúsund slökkviliðsmenn berjast við eldana og Frakkland, Grikkland, Ítalía og Spánn hafa sent flugvélar til aðstoðar. Loka hefur þurft tveimur lestarleiðum og þónokkrum hraðbrautum, þar á meðal hraðbrautinni milli Lisbon og Portó. Allt í kringum Portó brenna skógareldar og er borgin mettuð af reyk. Hann er svo mikill að hann sást á gervihnattamyndum í dag, berast yfir Atlantshafið. Telma Tómasson fréttakona er stödd í Portó. „Þetta kemur og fer en þetta var mjög slæmt í dag. Var líka slæmt í gær, en miklu verra í dag. Það er vindasamt núna og nóttin var mjög slæm. Ég gerði þau mistök að hafa opið, og reykjarmökkinn leggur hér yfir og maður finnur sviðann í augum,“ segir Telma. Hún sá eldana þegar hún flaug til Portó fyrir nokkrum dögum síðan. Hún segir eldana ekki sjást frá borgini en fólk finni vel fyrir reyknum. Telma segir daginn í dag hafa verið verstan. Mikinn reyk leggi yfir svæðið. „Það er alveg fólk úti og ég er búin að vera úti meiri hlutann af deginum. Ég sé að fólk er að nota grímur. Fólki er ráðlagt að halda sig innandyra sem er viðkvæmt fyrir reykjarmekkinum, enda er hann stækur,“ segir Telma. Hún segist aldrei hafa upplifað svona aðstæður áður. „Þetta er mjög skrítið. Það er hula yfir sólinni, það er allt rauðgulleitt. Þegar ástandið var verst í dag sá ég ekki yfir ána, og það sást varla í húsin hérna hinu megin við ána. Það er ekki svo langt hérna á milli.“
Portúgal Náttúruhamfarir Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira