Samkennd samfélags Guðrún Karls Helgudóttir skrifar 18. september 2024 07:01 Hann var kaldranalegur, mánudagsmorguninn 16. september þegar fréttir voru sagðar af langveikum dreng í hjólastól að hann hefði verið sóttur af lögreglufólki á Landspítalann og biði brottvísunar í haldi lögreglu á Keflavíkurflugvelli. Drengurinn hafði það til saka unnið að vera í röngu landi á röngum tíma. Sama morgun var okkur sagt að tíu ára stúlka hafi fundist látin í hrauni við Krýsuvík, ekki langt frá Keflavíkurflugvelli. Faðir stúlkunnar var handtekinn, grunaður um morð. Þrjú börn eru látin á þessu ári. Tvö þeirra á undanförnum þremur vikum. Þrjú barnamorð á borði lögreglu. Það er ekki að undra að við spyrjum hvað sé eiginlega að gerast á okkar friðsæla landi. Fleiri eru óhæfuverkin og harmleikirnir, því fullorðnu fólki hefur einnig verið ráðinn bani. Sjálfsvígin eru of tíð og sömuleiðis banaslysin. Þegar of margir fréttatímar bera þess vitni að samkennd sé á undanhaldi í samfélaginu. Þegar við lesum, heyrum og sjáum að 12 ára langveiku hjólastólabundnu barni hafi verið ekið af spítala og út á flugvöll að nóttu til. Þegar þriðja barnið er myrt. Er þá ekki réttlætanlegt að staldra við og spyrja; hvernig sköpum við kærleiksríkara samfélag? Sjálfsmynd okkar Íslendinga byggir að miklu leyti á því að sama hversu háir eða lágir stýrivextir eru, sama hvað gengur á úti í hinum stóra heimi, þá fara börnin okkar af stað út í daginn og þau skila sér heim á kvöldin. En þegar við upplifum að öryggi barna okkar sé ekki lengur tryggt á Íslandi, þá er enn og aftur eðlilegt að við stöldrum við. Þegar Pisa-kannanir sýna að íslensk börn eiga erfiðara með að sýna samkennd en börn í löndum sem við kjósum að bera okkur saman við, þá er eðlilegt að við spyrjum okkur: Hvað gerðist?Því er reglulega slengt fram að reglur megi ekki snúast um einstaka manneskjur. Þær verði að hafa hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Það kann vel að vera, en reglur samfélags mega heldur ekki vera ómanneskjulegar. Með lögum skal land byggja, lesum við á skildi lögreglunnar. En gleymum ekki síðari hluta setningar Njáls á Bergþórshvoli, „en með ólögum eyða.“ Lög sem heimila aðgerðir lögreglu aðfaranótt mánudags síðastliðins, eru ólög og þau eru ómanneskjuleg. Þegar fullorðið fólk, og börn um leið, sjá ráðafólk takast á um það hvort spænskir spítalar séu ekki alveg nógu góðir fyrir drenginn, en skauta gjörsamlega framhjá því að lögregla hafi farið inn á barnaspítala í skjóli nætur og sótt þar sjúkling til brottvísunar, er eðlilegt að staldra við. Við erum slegin yfir fréttum undanfarna daga, vikur og mánuði. Það er heilbrigðismerki. Það eitt og sér segir okkur að við erum fær um að elska og finna til. Það segir okkur að við getum fundið til samkenndar. Það að við séum slegin leggur grunninn að því að við getum unnið úr áföllunum og styrkt okkur sem kærleiksríkt og heilbrigt samfélag. Jesús frá Nasaret sagði okkur að elska náungann. En hann lét ekki þar við sitja heldur sýndi okkur í verki hvað það raunverulega þýðir. Hann læknaði, hann rétti fólk við og reisti það upp. Hann fyrirgaf og hann huggaði. En hann reiddist líka óréttlæti og barðist fyrir réttlæti. Kærleikur og réttlæti haldast í hendur því bæði þurfa á hinu að halda. Þegar við verðum fyrir áfalli er ákaflega mikilvægt að ræða það sem gerðist og hvernig okkur líður, að ræða tilfinningar okkar. Því skiptir öllu máli að boðið sé upp á vettvang þar sem hægt er að ræða erfiðar tilfinningar er tengjast atburðum undanfarna daga. Það eykur líkurnar á því að við getum létt á þyngslunum og smám saman risið upp sem heilli þjóð. Það eykur líkurnar á því að eitthvað gott og fallegt vaxi úr þessum tilgangslausu voðaverkum. Í kirkjum landsins er vettvangur til samtals um erfiðar tilfinningar og reynslu. Þar er boðið upp á bænastundir, þar er hægt að koma inn og kveikja á kerti, sitja í þögn eða ræða við prest eða djákna. Það er einnig hlutverk fjölmiðla að skapa vettvang fyrir samtal og fræðslu þegar slík áföll verða og margir fjölmiðlar standa sig vel. Sorgin verður bærilegri ef við berum hana í sameiningu og samtalið hjálpar okkur að koma heilli frá erfiðri reynslu og vaxa með henni. Börnin horfa til okkar fullorðna fólksins. Þau meta heiminn út frá ákvörðunum okkar; Ef við sýnum samkennd, tölum við börnin um samkennd og kennum þeim að hver einasta manneskja skiptir máli þá aukum við líkurnar á því að þau rækti með sér samkennd. Ef við kennum börnum okkar, að það að verja þau okkar sem geta ekki varið sig sjálf er sjálfsagður hluti þess að vera manneskjur og að tilheyra samfélagi, þokumst við nær því samfélagi sem við viljum vera og tilheyra. Tökum utan um hvert annað og ekki síst börnin okkar og sýnum þeim hvernig við vinnum úr áföllum. Það er hlutverk okkar og skylda að ræða við börnin okkar og við megum alls ekki færa það mikilvæga dagskrárvald til samfélagsmiðla. Ég votta öllum þeim sem nú eiga um sárt að binda vegna atburða undanfarinna vikna og mánaða mína dýpstu samúð og bið þess að við getum sameinast um að rísa upp í kærleika í samfélagi þar sem nægt rými er fyrir alla: litla langveika drengi og börn sem eiga það skilið að fá að lifa. Höfundur er biskup Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Yazans Þjóðkirkjan Guðrún Karls Helgudóttir Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Hann var kaldranalegur, mánudagsmorguninn 16. september þegar fréttir voru sagðar af langveikum dreng í hjólastól að hann hefði verið sóttur af lögreglufólki á Landspítalann og biði brottvísunar í haldi lögreglu á Keflavíkurflugvelli. Drengurinn hafði það til saka unnið að vera í röngu landi á röngum tíma. Sama morgun var okkur sagt að tíu ára stúlka hafi fundist látin í hrauni við Krýsuvík, ekki langt frá Keflavíkurflugvelli. Faðir stúlkunnar var handtekinn, grunaður um morð. Þrjú börn eru látin á þessu ári. Tvö þeirra á undanförnum þremur vikum. Þrjú barnamorð á borði lögreglu. Það er ekki að undra að við spyrjum hvað sé eiginlega að gerast á okkar friðsæla landi. Fleiri eru óhæfuverkin og harmleikirnir, því fullorðnu fólki hefur einnig verið ráðinn bani. Sjálfsvígin eru of tíð og sömuleiðis banaslysin. Þegar of margir fréttatímar bera þess vitni að samkennd sé á undanhaldi í samfélaginu. Þegar við lesum, heyrum og sjáum að 12 ára langveiku hjólastólabundnu barni hafi verið ekið af spítala og út á flugvöll að nóttu til. Þegar þriðja barnið er myrt. Er þá ekki réttlætanlegt að staldra við og spyrja; hvernig sköpum við kærleiksríkara samfélag? Sjálfsmynd okkar Íslendinga byggir að miklu leyti á því að sama hversu háir eða lágir stýrivextir eru, sama hvað gengur á úti í hinum stóra heimi, þá fara börnin okkar af stað út í daginn og þau skila sér heim á kvöldin. En þegar við upplifum að öryggi barna okkar sé ekki lengur tryggt á Íslandi, þá er enn og aftur eðlilegt að við stöldrum við. Þegar Pisa-kannanir sýna að íslensk börn eiga erfiðara með að sýna samkennd en börn í löndum sem við kjósum að bera okkur saman við, þá er eðlilegt að við spyrjum okkur: Hvað gerðist?Því er reglulega slengt fram að reglur megi ekki snúast um einstaka manneskjur. Þær verði að hafa hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Það kann vel að vera, en reglur samfélags mega heldur ekki vera ómanneskjulegar. Með lögum skal land byggja, lesum við á skildi lögreglunnar. En gleymum ekki síðari hluta setningar Njáls á Bergþórshvoli, „en með ólögum eyða.“ Lög sem heimila aðgerðir lögreglu aðfaranótt mánudags síðastliðins, eru ólög og þau eru ómanneskjuleg. Þegar fullorðið fólk, og börn um leið, sjá ráðafólk takast á um það hvort spænskir spítalar séu ekki alveg nógu góðir fyrir drenginn, en skauta gjörsamlega framhjá því að lögregla hafi farið inn á barnaspítala í skjóli nætur og sótt þar sjúkling til brottvísunar, er eðlilegt að staldra við. Við erum slegin yfir fréttum undanfarna daga, vikur og mánuði. Það er heilbrigðismerki. Það eitt og sér segir okkur að við erum fær um að elska og finna til. Það segir okkur að við getum fundið til samkenndar. Það að við séum slegin leggur grunninn að því að við getum unnið úr áföllunum og styrkt okkur sem kærleiksríkt og heilbrigt samfélag. Jesús frá Nasaret sagði okkur að elska náungann. En hann lét ekki þar við sitja heldur sýndi okkur í verki hvað það raunverulega þýðir. Hann læknaði, hann rétti fólk við og reisti það upp. Hann fyrirgaf og hann huggaði. En hann reiddist líka óréttlæti og barðist fyrir réttlæti. Kærleikur og réttlæti haldast í hendur því bæði þurfa á hinu að halda. Þegar við verðum fyrir áfalli er ákaflega mikilvægt að ræða það sem gerðist og hvernig okkur líður, að ræða tilfinningar okkar. Því skiptir öllu máli að boðið sé upp á vettvang þar sem hægt er að ræða erfiðar tilfinningar er tengjast atburðum undanfarna daga. Það eykur líkurnar á því að við getum létt á þyngslunum og smám saman risið upp sem heilli þjóð. Það eykur líkurnar á því að eitthvað gott og fallegt vaxi úr þessum tilgangslausu voðaverkum. Í kirkjum landsins er vettvangur til samtals um erfiðar tilfinningar og reynslu. Þar er boðið upp á bænastundir, þar er hægt að koma inn og kveikja á kerti, sitja í þögn eða ræða við prest eða djákna. Það er einnig hlutverk fjölmiðla að skapa vettvang fyrir samtal og fræðslu þegar slík áföll verða og margir fjölmiðlar standa sig vel. Sorgin verður bærilegri ef við berum hana í sameiningu og samtalið hjálpar okkur að koma heilli frá erfiðri reynslu og vaxa með henni. Börnin horfa til okkar fullorðna fólksins. Þau meta heiminn út frá ákvörðunum okkar; Ef við sýnum samkennd, tölum við börnin um samkennd og kennum þeim að hver einasta manneskja skiptir máli þá aukum við líkurnar á því að þau rækti með sér samkennd. Ef við kennum börnum okkar, að það að verja þau okkar sem geta ekki varið sig sjálf er sjálfsagður hluti þess að vera manneskjur og að tilheyra samfélagi, þokumst við nær því samfélagi sem við viljum vera og tilheyra. Tökum utan um hvert annað og ekki síst börnin okkar og sýnum þeim hvernig við vinnum úr áföllum. Það er hlutverk okkar og skylda að ræða við börnin okkar og við megum alls ekki færa það mikilvæga dagskrárvald til samfélagsmiðla. Ég votta öllum þeim sem nú eiga um sárt að binda vegna atburða undanfarinna vikna og mánaða mína dýpstu samúð og bið þess að við getum sameinast um að rísa upp í kærleika í samfélagi þar sem nægt rými er fyrir alla: litla langveika drengi og börn sem eiga það skilið að fá að lifa. Höfundur er biskup Íslands.
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun