Kompany svarar fyrir sig: „Líkurnar mínar voru 0,000 eitthvað“ Sindri Sverrisson skrifar 18. september 2024 13:01 Vincent Kompany fylgist með leiknum við Dinamo Zagreb í München í gærkvöld. Getty/Marco Steinbrenner Vincent Kompany, stjóri Bayern München, nýtti tækifærið í gærkvöld til að svara þeim sem efast hafa um að hann ráði við starfið, sem hann fékk óvænt í hendurnar í sumar. Eftir frábæran feril sem leikmaður hefur Kompany, sem er 38 ára, aðeins stýrt Anderlecht heima í Belgíu og svo Burnley sem hann fór með upp og niður úr ensku úrvalsdeildinni. Eftir langa leit Bayern að nýjum stjóra fékk þýski risinn Kompany samt til sín og hafa margir talið að það eigi eftir að reynast mistök. Kompany byrjar hins vegar vel í starfi og í gær vann Bayern 9-2 sigur gegn Dinamo Zagreb í fyrsta Evrópuleiknum undir hans stjórn. „Á maður bara að hætta að trúa á sjálfan sig út af einhverju sem annað fólk segir?“ svaraði Kompany á blaðamannafundi í gær. „Ég skal segja ykkur eitt snöggvast, til þess að sanna mál mitt. Ég fæddist í Brussel og pabbi minn var flóttamaður frá Kongó. Hverjar voru líkurnar mínar á að spila í ensku úrvalsdeildinni, vinna eitthvað sem leikmaður og spila fyrir landsliðið? Líkurnar mínar voru 0,000 eitthvað. Núna er ég þjálfari,“ sagði Kompany. „Hugarfarið snýst um að halda áfram og ef manni mistekst þá bara mistekst manni, og ef maður nær árangri þá nær maður árangri. En maður getur alltaf gert betur. Það er alltaf hægt að finna eitthvað á netinu, svo að ég tek því nú ekki persónulega,“ sagði Kompany. Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu öll mörkin og fáránlegan leikaraskap Rüdigers Alls voru heil 28 mörk skoruð á fyrsta Meistaradeildarkvöldi nýrrar leiktíðar í gær, þegar sex leikir fóru fram. Bombuna í Lissabon, fernu Harry Kane, miðvarðaskalla Liverpool og öll hin mörkin, ásamt fleiru, má nú sjá á Vísi. 18. september 2024 10:00 Kane markahæsti Englendingurinn í mun færri leikjum en Rooney Harry Kane setti meira en eitt met þegar hann skoraði fjögur mörk í 9-2 sigri Bayern Munchen gegn Dinamo Zagreb. 17. september 2024 23:01 Ellefu mörk skoruð í stórsigri Bayern München Bayern München vann stórsigur gegn Dinamo Zagreb og Sporting CP hélt út tveggja marka sigur gegn Lille í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. 17. september 2024 21:11 Öskraði ítrekað á Jóhann: „Hættu þessu fokking væli“ Jóhann Berg Guðmundsson fær svo sannarlega að heyra það frá þáverandi knattspyrnustjóra sínum, Vincent Kompany, í nýjum heimildarþáttum um enska liðið Burnley sem sýndir eru á Sky. Kompany hraunar yfir Jóhann á æfingu og segir hann tuða allt of mikið. 12. ágúst 2024 10:00 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Leik lokið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Sjá meira
Eftir frábæran feril sem leikmaður hefur Kompany, sem er 38 ára, aðeins stýrt Anderlecht heima í Belgíu og svo Burnley sem hann fór með upp og niður úr ensku úrvalsdeildinni. Eftir langa leit Bayern að nýjum stjóra fékk þýski risinn Kompany samt til sín og hafa margir talið að það eigi eftir að reynast mistök. Kompany byrjar hins vegar vel í starfi og í gær vann Bayern 9-2 sigur gegn Dinamo Zagreb í fyrsta Evrópuleiknum undir hans stjórn. „Á maður bara að hætta að trúa á sjálfan sig út af einhverju sem annað fólk segir?“ svaraði Kompany á blaðamannafundi í gær. „Ég skal segja ykkur eitt snöggvast, til þess að sanna mál mitt. Ég fæddist í Brussel og pabbi minn var flóttamaður frá Kongó. Hverjar voru líkurnar mínar á að spila í ensku úrvalsdeildinni, vinna eitthvað sem leikmaður og spila fyrir landsliðið? Líkurnar mínar voru 0,000 eitthvað. Núna er ég þjálfari,“ sagði Kompany. „Hugarfarið snýst um að halda áfram og ef manni mistekst þá bara mistekst manni, og ef maður nær árangri þá nær maður árangri. En maður getur alltaf gert betur. Það er alltaf hægt að finna eitthvað á netinu, svo að ég tek því nú ekki persónulega,“ sagði Kompany.
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu öll mörkin og fáránlegan leikaraskap Rüdigers Alls voru heil 28 mörk skoruð á fyrsta Meistaradeildarkvöldi nýrrar leiktíðar í gær, þegar sex leikir fóru fram. Bombuna í Lissabon, fernu Harry Kane, miðvarðaskalla Liverpool og öll hin mörkin, ásamt fleiru, má nú sjá á Vísi. 18. september 2024 10:00 Kane markahæsti Englendingurinn í mun færri leikjum en Rooney Harry Kane setti meira en eitt met þegar hann skoraði fjögur mörk í 9-2 sigri Bayern Munchen gegn Dinamo Zagreb. 17. september 2024 23:01 Ellefu mörk skoruð í stórsigri Bayern München Bayern München vann stórsigur gegn Dinamo Zagreb og Sporting CP hélt út tveggja marka sigur gegn Lille í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. 17. september 2024 21:11 Öskraði ítrekað á Jóhann: „Hættu þessu fokking væli“ Jóhann Berg Guðmundsson fær svo sannarlega að heyra það frá þáverandi knattspyrnustjóra sínum, Vincent Kompany, í nýjum heimildarþáttum um enska liðið Burnley sem sýndir eru á Sky. Kompany hraunar yfir Jóhann á æfingu og segir hann tuða allt of mikið. 12. ágúst 2024 10:00 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Leik lokið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Sjá meira
Sjáðu öll mörkin og fáránlegan leikaraskap Rüdigers Alls voru heil 28 mörk skoruð á fyrsta Meistaradeildarkvöldi nýrrar leiktíðar í gær, þegar sex leikir fóru fram. Bombuna í Lissabon, fernu Harry Kane, miðvarðaskalla Liverpool og öll hin mörkin, ásamt fleiru, má nú sjá á Vísi. 18. september 2024 10:00
Kane markahæsti Englendingurinn í mun færri leikjum en Rooney Harry Kane setti meira en eitt met þegar hann skoraði fjögur mörk í 9-2 sigri Bayern Munchen gegn Dinamo Zagreb. 17. september 2024 23:01
Ellefu mörk skoruð í stórsigri Bayern München Bayern München vann stórsigur gegn Dinamo Zagreb og Sporting CP hélt út tveggja marka sigur gegn Lille í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. 17. september 2024 21:11
Öskraði ítrekað á Jóhann: „Hættu þessu fokking væli“ Jóhann Berg Guðmundsson fær svo sannarlega að heyra það frá þáverandi knattspyrnustjóra sínum, Vincent Kompany, í nýjum heimildarþáttum um enska liðið Burnley sem sýndir eru á Sky. Kompany hraunar yfir Jóhann á æfingu og segir hann tuða allt of mikið. 12. ágúst 2024 10:00