Eigin sannfæring útskýri sögulegan klofning Sjálfstæðismanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. september 2024 13:28 Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi, segir Sjálfstæðismenn í borginni hafa viljað standa með sinni sannfæringu. Vísir/vilhelm Borgarstjóri segir að uppfærður samgöngusáttmáli muni með tíð og tíma leiða til þess að auðveldara verður fyrir borgarbúa að komast leiðar sinnar. Sáttmálinn var samþykktur í gær en Sjálfstæðisflokkurinn var þríklofinn í afstöðu sinni. Borgarfulltrúi flokksins sem sat hjá við afgreiðslu segir að þau hafi viljað leyfa sér að standa með eigin sannfæringu. Uppfærður samgöngusáttmáli var samþykktur í borgarstjórn í borgarstjórn í gær. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, segir sáttmálann fela í sér fjölmargar aðgerðir sem miði að því að greiða fyrir flæði umferðar á höfuðborgarsvæðinu. „Fjölbreyttar aðgerðir bæði fyrir einkabílinn, með mislægum gatnamótum með stokkum og göngum en líka bættar almenningssamgöngur þannig að þær verði skilvirkar og áreiðanlegar og svo mikil sókn í hjólastígum og það sem ég hef mikinn áhuga á, bætt ljósastýring á umferðarljósunum,“ segir borgarstjóri. Segir Sjálfstæðismenn í borginni skorta stefnu í samgöngumálum Ef við gefum okkur að hjáseta sé afstaða þá var Sjálfstæðisflokkurinn í borginni þríklofinn í afstöðu til málsins. Einn greiddi atkvæði með, fjórir greiddu atkvæði gegn og einn sat hjá. Einar segir að honum virðist Sjálfstæðisflokkurinn í borginni ekki hafa neina stefnu í samgöngumálum í Reykjavík. „Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vinnur gegn stefnu formannsins, gegn stefnu flokksráðsfundar sem var samþykkt núna nýlega, gegn stefnu sjálfstæðismanna í sveitarfélögunum í kringum Reykjavík og það er sorglegt að horfa á það hvað þau eru ósamstíga og atkvæðagreiðslan í gær leiddi það í ljós,“ segir Einar Þorsteinsson. Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem sat hjá við afgreiðslu málsins, segir flokkinn stóran og að innan hans rúmist ólíkar skoðanir. „Sum okkar kjósa að líta á glasið hálf fullt í þessu máli, og önnur hálf tómt og aðrir sjá bara hálft glas. Við nálgumst þetta öll á ólíkum forsendum og tókum þá ákvörðun að leyfa okkur að standa með eigin sannfæringu vegna þess að við höfum ólíka afstöðu.“ Vildu flýta Miklubrautargöngum Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram tillögu í gær um að ráðast fyrr í Miklubrautargöng sem borgarfulltrúar telja að sé einna mikilvægast til að greiða fyrir umferð. „Og klára það um það leyti sem þau eiga að hefjast í skipulagi og plani samgöngusáttmálans og okkur finnst einmitt vera mikil innviða-og samgöngubótaskuld á höfuðborgarsvæðinu. Milljörðum á milljörðum ofan hefur verið varið í alls konar samgönguverkefni um allt land en lítið gerst á höfuðborgarsvæðinu síðustu tíu til fimmtán árin. Þess vegna meðal annars lögðum við fram þessa tillögu um að flýta Miklubrautargöngum sem meirihlutinn hafnaði,“ segir Friðjón. Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Samgöngur Reykjavík Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þríklofinn um samgöngusáttmála Sjálfstæðisflokkurinn þríklofnaði í atkvæðagreiðslu um uppfærðan samgöngusáttmála í borgarstjórn í dag. Einn borgarfulltrúi greiddi atkvæði með uppfærslu sáttmálans, fjórir gegn henni og einn sat hjá. 17. september 2024 20:07 Erfitt að fylgja þræði í hugmyndum borgarfulltrúans Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir leiðinlegt að Borgarlínuframkvæmdir séu ekki komnar lengra en með nýjum samgöngusáttmála verði farið á fullt. Hann botnar lítið í hugmyndum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem ýmist stingur upp á fimmfalt dýrari lausn eða ódýrari. 28. ágúst 2024 14:31 Miklar tímamótaákvarðanir í samgöngusáttmála Vegamálastjóri segir ákvörðun um göng undir Miklubraut og aðrar stórframkvæmdir í samgöngusáttmála marka mikil tímamót. Nú geti raunverulegur undirbúningur hafist. Verkefni sáttmálans muni gerbreyta samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. 22. ágúst 2024 19:31 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Uppfærður samgöngusáttmáli var samþykktur í borgarstjórn í borgarstjórn í gær. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, segir sáttmálann fela í sér fjölmargar aðgerðir sem miði að því að greiða fyrir flæði umferðar á höfuðborgarsvæðinu. „Fjölbreyttar aðgerðir bæði fyrir einkabílinn, með mislægum gatnamótum með stokkum og göngum en líka bættar almenningssamgöngur þannig að þær verði skilvirkar og áreiðanlegar og svo mikil sókn í hjólastígum og það sem ég hef mikinn áhuga á, bætt ljósastýring á umferðarljósunum,“ segir borgarstjóri. Segir Sjálfstæðismenn í borginni skorta stefnu í samgöngumálum Ef við gefum okkur að hjáseta sé afstaða þá var Sjálfstæðisflokkurinn í borginni þríklofinn í afstöðu til málsins. Einn greiddi atkvæði með, fjórir greiddu atkvæði gegn og einn sat hjá. Einar segir að honum virðist Sjálfstæðisflokkurinn í borginni ekki hafa neina stefnu í samgöngumálum í Reykjavík. „Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vinnur gegn stefnu formannsins, gegn stefnu flokksráðsfundar sem var samþykkt núna nýlega, gegn stefnu sjálfstæðismanna í sveitarfélögunum í kringum Reykjavík og það er sorglegt að horfa á það hvað þau eru ósamstíga og atkvæðagreiðslan í gær leiddi það í ljós,“ segir Einar Þorsteinsson. Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem sat hjá við afgreiðslu málsins, segir flokkinn stóran og að innan hans rúmist ólíkar skoðanir. „Sum okkar kjósa að líta á glasið hálf fullt í þessu máli, og önnur hálf tómt og aðrir sjá bara hálft glas. Við nálgumst þetta öll á ólíkum forsendum og tókum þá ákvörðun að leyfa okkur að standa með eigin sannfæringu vegna þess að við höfum ólíka afstöðu.“ Vildu flýta Miklubrautargöngum Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram tillögu í gær um að ráðast fyrr í Miklubrautargöng sem borgarfulltrúar telja að sé einna mikilvægast til að greiða fyrir umferð. „Og klára það um það leyti sem þau eiga að hefjast í skipulagi og plani samgöngusáttmálans og okkur finnst einmitt vera mikil innviða-og samgöngubótaskuld á höfuðborgarsvæðinu. Milljörðum á milljörðum ofan hefur verið varið í alls konar samgönguverkefni um allt land en lítið gerst á höfuðborgarsvæðinu síðustu tíu til fimmtán árin. Þess vegna meðal annars lögðum við fram þessa tillögu um að flýta Miklubrautargöngum sem meirihlutinn hafnaði,“ segir Friðjón.
Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Samgöngur Reykjavík Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þríklofinn um samgöngusáttmála Sjálfstæðisflokkurinn þríklofnaði í atkvæðagreiðslu um uppfærðan samgöngusáttmála í borgarstjórn í dag. Einn borgarfulltrúi greiddi atkvæði með uppfærslu sáttmálans, fjórir gegn henni og einn sat hjá. 17. september 2024 20:07 Erfitt að fylgja þræði í hugmyndum borgarfulltrúans Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir leiðinlegt að Borgarlínuframkvæmdir séu ekki komnar lengra en með nýjum samgöngusáttmála verði farið á fullt. Hann botnar lítið í hugmyndum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem ýmist stingur upp á fimmfalt dýrari lausn eða ódýrari. 28. ágúst 2024 14:31 Miklar tímamótaákvarðanir í samgöngusáttmála Vegamálastjóri segir ákvörðun um göng undir Miklubraut og aðrar stórframkvæmdir í samgöngusáttmála marka mikil tímamót. Nú geti raunverulegur undirbúningur hafist. Verkefni sáttmálans muni gerbreyta samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. 22. ágúst 2024 19:31 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn þríklofinn um samgöngusáttmála Sjálfstæðisflokkurinn þríklofnaði í atkvæðagreiðslu um uppfærðan samgöngusáttmála í borgarstjórn í dag. Einn borgarfulltrúi greiddi atkvæði með uppfærslu sáttmálans, fjórir gegn henni og einn sat hjá. 17. september 2024 20:07
Erfitt að fylgja þræði í hugmyndum borgarfulltrúans Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir leiðinlegt að Borgarlínuframkvæmdir séu ekki komnar lengra en með nýjum samgöngusáttmála verði farið á fullt. Hann botnar lítið í hugmyndum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem ýmist stingur upp á fimmfalt dýrari lausn eða ódýrari. 28. ágúst 2024 14:31
Miklar tímamótaákvarðanir í samgöngusáttmála Vegamálastjóri segir ákvörðun um göng undir Miklubraut og aðrar stórframkvæmdir í samgöngusáttmála marka mikil tímamót. Nú geti raunverulegur undirbúningur hafist. Verkefni sáttmálans muni gerbreyta samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. 22. ágúst 2024 19:31