Sjálfstæðismenn í borginni vilja samræmd próf aftur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. september 2024 18:45 Frá fundi borgarstjórnar. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í gær að vísa til skóla- og frístundaráðs tillögu Sjálfstæðisflokks þess efnis borgin færi þess á leit við menntamálaráðherra að samræmd próf yrðu tekin upp að nýju í 4., 7. og 10. bekk grunnskóla. Skólayfirvöld í borginni vinna með menntamálaráðuneytinu að námsmati sem ætlað er að leysa samræmd próf af hólmi. Samþykkt var með tuttugu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna að vísa tillögunni til meðferðar skóla- og frístundaráðs, eftir því sem fram kemur í fundargerð borgarstjórnar. Dýrt kerfi en lítill árangur Í greinargerð með tillögunni segir að frá árinu 2009 hafi íslenskur grunnskóli dalað um það sem nemur 64 Pisa-stigum í lesskilningi. Það jafngildi rúmega þremur heilum grunnskólaárum. „Ísland er neðst Norðurlandanna í síðustu Pisa-könnun, næstneðst allra Evrópuríkja og í 6. neðsta sæti allra þátttökuríkjanna. Hér er því um óvenjulega mikla afturför að ræða á skömmum tíma. Engu að síður er hér rekið eitt dýrasta grunnskólakerfi innan OECD ríkjanna,“ segir í greinargerðinni. Þar segir einnig að kostnaður við hvern nemanda sé um 2,7 milljónir á ári, eða 27 milljónir á hvern nemanda út grunnskólagönguna. Nýtt kerfi leysi prófin af hólmi Í bókun borgarfulltrúa meirihlutans, þ.e. Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar, í umræðum um menntamál var umræðu og áhuga á skólamálum fagnað. „Enda haldast gæði menntunar í hendur við hagsæld og velgengni okkar sem samfélags. Endurteknar niðurstöður úr Pisa-könnunum eru tilefni til þess að endurskoða og setja í forgang viðbrögð til þess að gera betur og auka árangur menntakerfisins,“ segir í bókuninni. Þá kemur fram að þegar hafi verið sett af stað fagleg vinna til að greina stöðuna og finna lausnir til þess að bregðast við. „Nú stendur yfir endurskoðun á menntastefnu Reykjavíkur. Að auki hafa skólayfirföld í borginni unnið þétt með mennta- og barnamálaráðuneytinu að nýju og bættu samræmdu námsmati, matsferli, sem mun leysa gömlu samræmdu prófin af hólmi.“ Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að tillagan hefði verið samþykkt. Það er ekki rétt. Hið rétta er að samþykkt var að vísa henni til meðferðar skóla- og frístundaráðs, þar sem tekin verður afstaða til hennar. Velvirðingar er beðist á þessu. Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
Samþykkt var með tuttugu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna að vísa tillögunni til meðferðar skóla- og frístundaráðs, eftir því sem fram kemur í fundargerð borgarstjórnar. Dýrt kerfi en lítill árangur Í greinargerð með tillögunni segir að frá árinu 2009 hafi íslenskur grunnskóli dalað um það sem nemur 64 Pisa-stigum í lesskilningi. Það jafngildi rúmega þremur heilum grunnskólaárum. „Ísland er neðst Norðurlandanna í síðustu Pisa-könnun, næstneðst allra Evrópuríkja og í 6. neðsta sæti allra þátttökuríkjanna. Hér er því um óvenjulega mikla afturför að ræða á skömmum tíma. Engu að síður er hér rekið eitt dýrasta grunnskólakerfi innan OECD ríkjanna,“ segir í greinargerðinni. Þar segir einnig að kostnaður við hvern nemanda sé um 2,7 milljónir á ári, eða 27 milljónir á hvern nemanda út grunnskólagönguna. Nýtt kerfi leysi prófin af hólmi Í bókun borgarfulltrúa meirihlutans, þ.e. Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar, í umræðum um menntamál var umræðu og áhuga á skólamálum fagnað. „Enda haldast gæði menntunar í hendur við hagsæld og velgengni okkar sem samfélags. Endurteknar niðurstöður úr Pisa-könnunum eru tilefni til þess að endurskoða og setja í forgang viðbrögð til þess að gera betur og auka árangur menntakerfisins,“ segir í bókuninni. Þá kemur fram að þegar hafi verið sett af stað fagleg vinna til að greina stöðuna og finna lausnir til þess að bregðast við. „Nú stendur yfir endurskoðun á menntastefnu Reykjavíkur. Að auki hafa skólayfirföld í borginni unnið þétt með mennta- og barnamálaráðuneytinu að nýju og bættu samræmdu námsmati, matsferli, sem mun leysa gömlu samræmdu prófin af hólmi.“ Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að tillagan hefði verið samþykkt. Það er ekki rétt. Hið rétta er að samþykkt var að vísa henni til meðferðar skóla- og frístundaráðs, þar sem tekin verður afstaða til hennar. Velvirðingar er beðist á þessu.
Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira