Íslendingalið Vålerenga og Wolfsburg með misgóða sigra í Meistaradeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. september 2024 20:04 Sveindís Jane kom við sögu í gríðarlega öruggum sigri Wolfsburg. Getty Images/Cathrin Mueller Vålerenga vann gríðarlega öflugan 2-1 útisigur á Anderlecht í von sinni um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu. Á sama tíma tryggði Wolfsburg sér sæti þökk sé 7-0 útisigri á Fiorentina. Alexandra Jóhannsdóttir var eina landsliðskona Íslands sem var í byrjunarliði síns liðs. Alexandra hefði ef til vill viljað vera á bekknum en Fiorentina átti hreinlega engin svör við mögnuðum sóknarleik Wolfsburg í kvöld. Hin þaulreynda Marina Hegering braut ísinn strax á 6. mínútu og kom Wolfsburg í 2-0 með öðru marki sínu á 25. mínútu. '32 📸#FIOWOB 0:2 pic.twitter.com/PAVVnYrvDL— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) September 18, 2024 Alexandra Popp bætti þriðja markinu við á 38. mínútu og Julie Brand bætti fjórða markinu við áður en flautað var til hálfleiks. Popp bætti við öðru marki sínu í upphafi síðari hálfleiks og fullkomnaði þrennu sína á 57. mínútu þegar gestirnir komust 6-0 yfir. Skömmu síðar kom Sveindís Jane Jónsdóttir inn af bekknum hjá Wolfsburg og fékk því mikilvægar mínútur en landsliðskonan hefur verið að glíma við meiðsli. Vivien Endemann skoraði sjöunda mark Wolfsburg í blálokin og þýska liðið svo gott sem komið í riðlakeppnina þó síðari leikurinn í Þýskalandi sé enn eftir. Schöne Grüße aus der Torskana! 😄👏🤩#FIOWOB #VfLWolfsburg #VfLWolfsburgFrauen #Wölfinnen pic.twitter.com/NPoK6e2Tm0— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) September 18, 2024 Sædís Rún Heiðarsdóttir hóf leik Vålerenga í Belgíu á varamannabekknum en gestirnir frá Noregi gátu vart byrjað betur. Michaela Kovacs kom Vålerenga yfir á 14. mínútu og Karina Sævik tvöfaldaði forystuna aðeins tveimur mínútum síðar. Stefanie Vatafu minnkaði muninn fyrir Anderlecht þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum og þegar 42 mínútur voru á klukkunni dró enn frekar til tíðinda. Kovacs fékk þá beint rautt spjald og Anderlecht fann því lyktina af endurkomu í síðari hálfleik. Kruttsterk seier i Belgia!Vi spiller en hel omgang med 10 spillere, kjemper heroisk og nå skal det hele avgjøres i Oslo om en uke🔥 pic.twitter.com/zceCRrHA7b— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) September 18, 2024 Hún kom ekki og unnu gestirnir mikilvægan 2-1 sigur. Sædís Rún kom af bekknum þegar tíu mínútur lifðu leiks og hjálpaði sínu liði að halda út. Seinni leikur liðanna fer fram í Noregi og sker úr um hvort liðið fer í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Man City saknaði ekki þeirrar markahæstu og Arsenal tapaði í Svíþjóð Manchester City er komið með annan fótinn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolti á meðan Arsenal er í vandræðum eftir tap í Svíþjóð. 18. september 2024 19:16 Amanda skoraði og er skrefi nær riðlakeppninni Landsliðskonan Amanda Andradóttir var á skotskónum þegar lið hennar Twente frá Hollandi vann 4-1 sigur á króatíska liðinu Osijek. Allar líkur eru á því að Twente fari í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 18. september 2024 14:22 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fleiri fréttir Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Bein útsending: Blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Sjá meira
Alexandra hefði ef til vill viljað vera á bekknum en Fiorentina átti hreinlega engin svör við mögnuðum sóknarleik Wolfsburg í kvöld. Hin þaulreynda Marina Hegering braut ísinn strax á 6. mínútu og kom Wolfsburg í 2-0 með öðru marki sínu á 25. mínútu. '32 📸#FIOWOB 0:2 pic.twitter.com/PAVVnYrvDL— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) September 18, 2024 Alexandra Popp bætti þriðja markinu við á 38. mínútu og Julie Brand bætti fjórða markinu við áður en flautað var til hálfleiks. Popp bætti við öðru marki sínu í upphafi síðari hálfleiks og fullkomnaði þrennu sína á 57. mínútu þegar gestirnir komust 6-0 yfir. Skömmu síðar kom Sveindís Jane Jónsdóttir inn af bekknum hjá Wolfsburg og fékk því mikilvægar mínútur en landsliðskonan hefur verið að glíma við meiðsli. Vivien Endemann skoraði sjöunda mark Wolfsburg í blálokin og þýska liðið svo gott sem komið í riðlakeppnina þó síðari leikurinn í Þýskalandi sé enn eftir. Schöne Grüße aus der Torskana! 😄👏🤩#FIOWOB #VfLWolfsburg #VfLWolfsburgFrauen #Wölfinnen pic.twitter.com/NPoK6e2Tm0— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) September 18, 2024 Sædís Rún Heiðarsdóttir hóf leik Vålerenga í Belgíu á varamannabekknum en gestirnir frá Noregi gátu vart byrjað betur. Michaela Kovacs kom Vålerenga yfir á 14. mínútu og Karina Sævik tvöfaldaði forystuna aðeins tveimur mínútum síðar. Stefanie Vatafu minnkaði muninn fyrir Anderlecht þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum og þegar 42 mínútur voru á klukkunni dró enn frekar til tíðinda. Kovacs fékk þá beint rautt spjald og Anderlecht fann því lyktina af endurkomu í síðari hálfleik. Kruttsterk seier i Belgia!Vi spiller en hel omgang med 10 spillere, kjemper heroisk og nå skal det hele avgjøres i Oslo om en uke🔥 pic.twitter.com/zceCRrHA7b— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) September 18, 2024 Hún kom ekki og unnu gestirnir mikilvægan 2-1 sigur. Sædís Rún kom af bekknum þegar tíu mínútur lifðu leiks og hjálpaði sínu liði að halda út. Seinni leikur liðanna fer fram í Noregi og sker úr um hvort liðið fer í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Man City saknaði ekki þeirrar markahæstu og Arsenal tapaði í Svíþjóð Manchester City er komið með annan fótinn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolti á meðan Arsenal er í vandræðum eftir tap í Svíþjóð. 18. september 2024 19:16 Amanda skoraði og er skrefi nær riðlakeppninni Landsliðskonan Amanda Andradóttir var á skotskónum þegar lið hennar Twente frá Hollandi vann 4-1 sigur á króatíska liðinu Osijek. Allar líkur eru á því að Twente fari í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 18. september 2024 14:22 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fleiri fréttir Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Bein útsending: Blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Sjá meira
Man City saknaði ekki þeirrar markahæstu og Arsenal tapaði í Svíþjóð Manchester City er komið með annan fótinn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolti á meðan Arsenal er í vandræðum eftir tap í Svíþjóð. 18. september 2024 19:16
Amanda skoraði og er skrefi nær riðlakeppninni Landsliðskonan Amanda Andradóttir var á skotskónum þegar lið hennar Twente frá Hollandi vann 4-1 sigur á króatíska liðinu Osijek. Allar líkur eru á því að Twente fari í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 18. september 2024 14:22