Sjáðu öll mörkin og ævintýralegt klúður Gazzaniga Valur Páll Eiríksson skrifar 19. september 2024 09:31 Gazzaniga var óhuggandi eftir leik. Rico Brouwer/Soccrates/Getty Images Mörkin létu á sér standa framan af Meistaradeildarkvöldi gærdagsins en urðu að endingu 13 talsins. Tveimur leikjum lauk með markalausu jafntefli. Stórleikur gærkvöldsins stóð ekki alveg undir nafni og lauk með markalausu jafntefli Manchester City og Inter Milan á Etihad-vellinum í Manchester. City-liðið sótti duglega að Inter undir lok leiks en tókst ekki að koma boltanum í netið. Þrír aðrir leikir fóru fram á sama tíma og var lengi vel útlit fyrir að hvergi yrði skorað nema í Glasgow í Skotlandi. Þar voru mörkin sex er Celtic vann frábæran 5-1 sigur á Slovan Bratislava í geggjaðri stemningu í Glasgow. Heimir Hallgrímsson gat fagnað en tveir leikmenn úr landsliðshópi hans hjá Írlandi skoruðu fyrir Celtic, þeir Liam Scales og Adam Idah. Japanarnir Kyogo Furuhashi og Daizen Maeda skoruðu þá báðir laglegt mark fyrir Celtic. Klippa: Mörkin úr leik Celtic og Slovan Bratislava Verr gekk að skora annarsstaðar og þar var ekki fyrr en á 76. mínútu sem enski varamaðurinn Jamie Gittens braut ísinn fyrir Borussia Dortmund gegn Club Brugge í Belgíu. Tíu mínútum síðar skoraði Gittens aftur, einkar laglegt mark, áður en Serhou Guirassy skoraði sitt fyrsta mark fyrir Dortmund af vítapunktinum til að innsigla 3-0 útisigur. Klippa: Mörkin úr leik Club Brugge og Dortmund Í París var biðin enn lengri þar sem hinn argentínski Paulo Gazzaniga hafði í nógu að snúast og hélt Girona í raun inni í leik liðsins við PSG. Eftir nokkrar stórglæsilegar markvörslur var komið fram á 90. mínútu þegar Nuno Mendes fann leið framhjá markverðinum. Eða í raun í gegnum hann. Gazzaniga missti boltann klaufalega undir sig á ögurstundu og 1-0 sigur PSG staðreynd. Klippa: Ævintýralegt klúður Gazzaniga gegn PSG Fyrr um daginn höfðu tveir leikir farið fram. Nokkuð óvænt vann Sparta Prag sannfærandi 3-0 sigur á RB Salzburg í Tékklandi. Þar komust Finninn Kaan Kairinen, Albaninn Qazim Laci og Nígeríumaðurinn Victor Olatunji á blað. Klippa: Mörk Sparta Prag gegn Salzburg Bologna og Shakhtar Donetsk gerðu þá markalaust jafntefli á Ítalíu þar sem Pólverjinn Lukasz Skorupski varði vítaspyrnu frá Georgiy Sudakov snemma leiks. Klippa: Vítavarsla í leik Bologna og Shakhtar Boltinn rúllar áfram í Meistaradeildinni í kvöld þar sem sex leikir verða á dagskrá. Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen, Arsenal, Atlético Madrid og Barcelona mæta öll til leiks. Leikina má sjá að neðan. Leikir dagsins í Meistaradeild Evrópu 16:45 Rauða stjarnan - Benfica (Vodafone Sport) 16:45 Feyenoord - Leverkusen (Stöð 2 Sport 3) 18:30 Meistaradeildarmessan (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Atalanta - Arsenal (Vodafone Sport) 19:00 Atlético Madrid - Leipzig (Stöð 2 Sport 4) 19:00 Mónakó - Barcelona (Stöð 2 Sport 3) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Stórleikur gærkvöldsins stóð ekki alveg undir nafni og lauk með markalausu jafntefli Manchester City og Inter Milan á Etihad-vellinum í Manchester. City-liðið sótti duglega að Inter undir lok leiks en tókst ekki að koma boltanum í netið. Þrír aðrir leikir fóru fram á sama tíma og var lengi vel útlit fyrir að hvergi yrði skorað nema í Glasgow í Skotlandi. Þar voru mörkin sex er Celtic vann frábæran 5-1 sigur á Slovan Bratislava í geggjaðri stemningu í Glasgow. Heimir Hallgrímsson gat fagnað en tveir leikmenn úr landsliðshópi hans hjá Írlandi skoruðu fyrir Celtic, þeir Liam Scales og Adam Idah. Japanarnir Kyogo Furuhashi og Daizen Maeda skoruðu þá báðir laglegt mark fyrir Celtic. Klippa: Mörkin úr leik Celtic og Slovan Bratislava Verr gekk að skora annarsstaðar og þar var ekki fyrr en á 76. mínútu sem enski varamaðurinn Jamie Gittens braut ísinn fyrir Borussia Dortmund gegn Club Brugge í Belgíu. Tíu mínútum síðar skoraði Gittens aftur, einkar laglegt mark, áður en Serhou Guirassy skoraði sitt fyrsta mark fyrir Dortmund af vítapunktinum til að innsigla 3-0 útisigur. Klippa: Mörkin úr leik Club Brugge og Dortmund Í París var biðin enn lengri þar sem hinn argentínski Paulo Gazzaniga hafði í nógu að snúast og hélt Girona í raun inni í leik liðsins við PSG. Eftir nokkrar stórglæsilegar markvörslur var komið fram á 90. mínútu þegar Nuno Mendes fann leið framhjá markverðinum. Eða í raun í gegnum hann. Gazzaniga missti boltann klaufalega undir sig á ögurstundu og 1-0 sigur PSG staðreynd. Klippa: Ævintýralegt klúður Gazzaniga gegn PSG Fyrr um daginn höfðu tveir leikir farið fram. Nokkuð óvænt vann Sparta Prag sannfærandi 3-0 sigur á RB Salzburg í Tékklandi. Þar komust Finninn Kaan Kairinen, Albaninn Qazim Laci og Nígeríumaðurinn Victor Olatunji á blað. Klippa: Mörk Sparta Prag gegn Salzburg Bologna og Shakhtar Donetsk gerðu þá markalaust jafntefli á Ítalíu þar sem Pólverjinn Lukasz Skorupski varði vítaspyrnu frá Georgiy Sudakov snemma leiks. Klippa: Vítavarsla í leik Bologna og Shakhtar Boltinn rúllar áfram í Meistaradeildinni í kvöld þar sem sex leikir verða á dagskrá. Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen, Arsenal, Atlético Madrid og Barcelona mæta öll til leiks. Leikina má sjá að neðan. Leikir dagsins í Meistaradeild Evrópu 16:45 Rauða stjarnan - Benfica (Vodafone Sport) 16:45 Feyenoord - Leverkusen (Stöð 2 Sport 3) 18:30 Meistaradeildarmessan (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Atalanta - Arsenal (Vodafone Sport) 19:00 Atlético Madrid - Leipzig (Stöð 2 Sport 4) 19:00 Mónakó - Barcelona (Stöð 2 Sport 3) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2)
Leikir dagsins í Meistaradeild Evrópu 16:45 Rauða stjarnan - Benfica (Vodafone Sport) 16:45 Feyenoord - Leverkusen (Stöð 2 Sport 3) 18:30 Meistaradeildarmessan (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Atalanta - Arsenal (Vodafone Sport) 19:00 Atlético Madrid - Leipzig (Stöð 2 Sport 4) 19:00 Mónakó - Barcelona (Stöð 2 Sport 3) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira