Útilokar ekki að snúa sér að öðrum verkefnum Jón Þór Stefánsson skrifar 19. september 2024 15:51 Bjarni Benediktsson var gestur Heimis Más í samtalinu. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist vera velta eigin framtíð í stjórnmálum fyrir sér. Hann segist ekki vera búinn að ákveða hvað hann ætli að gera á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram í vor. „Það er bara eitthvað sem er að bærast innra með mér, hvað ég eigi nákvæmlega að gera. Auðvitað horfi ég á flokkinn minn og spyr mig hvað hentar flokknum best við þessar aðstæður. Er rétt að gera breytingu og hleypa nýju blóði inn í forystuna og fá góða viðspyrnu?” sagði Bjarni í fyrsta þætti af Samtalinu með Heimi Má Péturssyni. Bjarni segist vera fullur af orku, en ákvörðun um hvort að hann haldi áfram sé líka persónuleg. „Ég get sagt fyrir sjálfan mig að ég er með fulla starfsorku. Ég finn engan mun á mér í dag borið saman við fyrir fimm eða tíu árum síðan. Ég er bara á fullu í mínum verkefnum og það hefur hug minn allan. Þetta er auðvitað persónuleg ákvörðun eins og allir hljóta að skilja. Ég hef verið [formaður] lengi, en ég útiloka það ekki að halda áfram.“ Hann segist fyrst og fremst fara út í daginn sem forsætisráðherra í ríkisstjórn sem hafi stór verkefni í fanginu. „Ég veit að þessi dagsetning mun koma og ég mun þurfa að gefa það upp áður en að henni kemur hvað ég ætla að gera. Ef ég finn þörfina til að halda áfram að berjast fyrir okkar stefnumálum og ef ég finn stuðninginn frá mínu fólki, þá getur bara vel verið að ég haldi áfram,“ segir Bjarni. „En það er ekki útilokað að ég telji að það sé komið að því að aðrir taki við og að ég snúi mér að einhverju öðru. Og mér finnst það bara engin katastrfófa“ Að sögn Bjarna er maður aldrei búinn að áorka öllu sem maður ætlaði sér. „Maður kemur heim á hverjum einasta degi og spyr sig af hverju er maður ekki búinn að koma meiru í verk. Því verkefnin þau fæðast á hverjum degi. Þau koma upp alltaf stanslaust.“ Bjarni Benediktsson var gestur Heimis Más í samtalinu.Vísir/Vilhelm Mismunandi eftir aðstæðum hvað skipti mestu máli Talsmenn stjórnarflokkunum, Sjálfstæðisflokknum, Vinstri grænum og Framsókn, hafa einhverjir talað um að það sé ólíklegt að flokkarnir þrír starfi áfram saman eftir næstu kosningarnar. Með hverjum myndir þú vilja starfa eftir næstu kosningar ef ekki þessum tveimur sem þú starfar með núna? „Flokkum sem geta fundið samhljóm með okkur um helstu stefnumálin. Það getur verið mismunandi eftir aðstæðum hvað skiptir mestu máli, í hvað maður á að setja krafta sína. Ég sagði í vor að efnahagsmál og vextir, verðbólga, orka og hælisleitendamálin verði í forgrunni eftir að ég kem inn sem forsætisráðherra,“ sagði Bjarni. „Í mínum huga snýst þetta um: Gerðu það vel sem þú rekur undir merkjum ríkissins, gerðu það með hagkvæmum og skilvirkum hætti þannig að þú farir vel með skattfé borgaranna.“ Samtalið með Heimi Má má sjá hér fyrir neðan. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Samtalið Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira
„Það er bara eitthvað sem er að bærast innra með mér, hvað ég eigi nákvæmlega að gera. Auðvitað horfi ég á flokkinn minn og spyr mig hvað hentar flokknum best við þessar aðstæður. Er rétt að gera breytingu og hleypa nýju blóði inn í forystuna og fá góða viðspyrnu?” sagði Bjarni í fyrsta þætti af Samtalinu með Heimi Má Péturssyni. Bjarni segist vera fullur af orku, en ákvörðun um hvort að hann haldi áfram sé líka persónuleg. „Ég get sagt fyrir sjálfan mig að ég er með fulla starfsorku. Ég finn engan mun á mér í dag borið saman við fyrir fimm eða tíu árum síðan. Ég er bara á fullu í mínum verkefnum og það hefur hug minn allan. Þetta er auðvitað persónuleg ákvörðun eins og allir hljóta að skilja. Ég hef verið [formaður] lengi, en ég útiloka það ekki að halda áfram.“ Hann segist fyrst og fremst fara út í daginn sem forsætisráðherra í ríkisstjórn sem hafi stór verkefni í fanginu. „Ég veit að þessi dagsetning mun koma og ég mun þurfa að gefa það upp áður en að henni kemur hvað ég ætla að gera. Ef ég finn þörfina til að halda áfram að berjast fyrir okkar stefnumálum og ef ég finn stuðninginn frá mínu fólki, þá getur bara vel verið að ég haldi áfram,“ segir Bjarni. „En það er ekki útilokað að ég telji að það sé komið að því að aðrir taki við og að ég snúi mér að einhverju öðru. Og mér finnst það bara engin katastrfófa“ Að sögn Bjarna er maður aldrei búinn að áorka öllu sem maður ætlaði sér. „Maður kemur heim á hverjum einasta degi og spyr sig af hverju er maður ekki búinn að koma meiru í verk. Því verkefnin þau fæðast á hverjum degi. Þau koma upp alltaf stanslaust.“ Bjarni Benediktsson var gestur Heimis Más í samtalinu.Vísir/Vilhelm Mismunandi eftir aðstæðum hvað skipti mestu máli Talsmenn stjórnarflokkunum, Sjálfstæðisflokknum, Vinstri grænum og Framsókn, hafa einhverjir talað um að það sé ólíklegt að flokkarnir þrír starfi áfram saman eftir næstu kosningarnar. Með hverjum myndir þú vilja starfa eftir næstu kosningar ef ekki þessum tveimur sem þú starfar með núna? „Flokkum sem geta fundið samhljóm með okkur um helstu stefnumálin. Það getur verið mismunandi eftir aðstæðum hvað skiptir mestu máli, í hvað maður á að setja krafta sína. Ég sagði í vor að efnahagsmál og vextir, verðbólga, orka og hælisleitendamálin verði í forgrunni eftir að ég kem inn sem forsætisráðherra,“ sagði Bjarni. „Í mínum huga snýst þetta um: Gerðu það vel sem þú rekur undir merkjum ríkissins, gerðu það með hagkvæmum og skilvirkum hætti þannig að þú farir vel með skattfé borgaranna.“ Samtalið með Heimi Má má sjá hér fyrir neðan.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Samtalið Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira