Bóf-ar(ion)? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 20. september 2024 11:02 Stundum virðist vera sem svo að ákveðnir aðilar séu bara alls ekki í neinu sambandi við það sem er að gerast út í samfélaginu. Þá er ég auðvitað að tala um bankana. Fyrir skömmu ákvað Arionbanki að hækka vexti á verðtryggðum lánum og gaf út tilkynningu sem skrifuð var á „bankísku“ - tungumáli sem venjulegt fólk skilur ekki (sennilega gert viljandi): „Breytingar á vöxtum verðtryggðra útlána eru meðal annars til komnar vegna hækkunar á ávöxtunarkröfu verðtryggðrar fjármögnunar.“ Þetta gæti allt eins verið á latínu! Síðan á eftir þessu kemur frekari romsa til að réttlæta hækkun upp á hálft prósentustig eða meira, sem er ekkert smá. Þessi hækkun þýðir auðvitað verulega hækkun afborgana fyrir lántakendur og því minni ráðstöfunartekjur þeirra og minni kaupmátt. Þetta er gert á sama tíma og samfélagið er rembast við að ná tökum á einu mesta verðbólguskeiði sem dunið hefur yfir landið (og er þó af nægu að taka). Í hvaða samfélagi búa þessir bankamenn? Tilgangurinn með öllu þessu er auðvitað að auka enn á hagnað bankanna, sem var þó gríðarlegur fyrir, árið 2023 var hann 83 milljarðar króna, sem var aukning um næstum 25% milli ára; takið eftir:áttatíu og þrjú þúsund milljónir (83.000.000.000). Já, bankarnir eru bókstaflega að springa úr peningum, enda bankastjórar þeirra með milljónir króna í laun á mánuði, Benedikt Gíslason, hjá Arion þar hæstur með tæpar 6 milljónir króna í mánaðarlaun. Það gerir rúmlega 70 milljónir í árslaun. Enginn einstaklingur sem getur titlað sig ,,bankastjóri“ er með tekjur á mánuði undir þremur milljónum, flestir þeirra eru nær fjórum milljónum, samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. Einn þeirra hafði fengið 90% launahækkun á milli áranna 2022-23 samkvæmt Viðskiptablaðinu. Hjá almennu launafólki nema hækkanir í samningum yfirleitt nokkrum prósentum. Þetta er í raun eins og samsæri gegn almennu launafólki og almennum skuldurum og sýnir auðvitað þörfina á samfélagsbanka, þar sem unnið út frá hagsmunum almennings, en ekki hagsmunum gráðugra eigenda. Það þarf banka þar sem ,,rányrkja“ virðist ekki vera meginstefið í starfseminni. Íslandsbanki hermdi síðan eftir Arion og hækkaði einnig sína vexti. Taka skal fram að ríkið á stærsta hlutann í Íslandsbanka eða 42,5%, sem gerir þetta enn sérkennilegra. Þessi vaxtahækkun er blaut tuska framan í almenning og þær tilraunir samfélagsins að ná hér niður vöxtum og verðbólgu og sagt er að nú verði ,,allir verði að leggjast á eitt.“ En bara sumir. Og þeir sem verða mest fyrir þessu eru auðvitað viðkvæmustu hópar samfélgsins, láglaunafólk, barnafjölskyldur og slíkir hópar. Jónas Kristjánsson (1940-2018) fyrrum ritstjóri DV, skrifaði oft um það að bófar stjórnuðu hér á landi. Í pistli á frábæru bloggi sem hann hélt úti, jonas.is, skrifaði hann árið 2013: ,,Nýju bankarnir eru enn reknir af sams konar bófum og ráku gömlu bankana“ og heldur svo áfram þar sem hann segir að bankastjórar níðist á almenningi eins og þeir mögulega geti. Það er nákvæmlega þetta sem manni dettur í hug þegar jafn sérkennilegar ákvarðanir eru teknar og þessi vaxtahækkun er. Hvar eru tengsl þessa fólks við þann raunveruleika sem þjóðin býr við? Í hvaða fílabeinsturni starfa menn sem taka jafn fáránlegar ákvarðanir, á jafn fáránlegum tímapunkti og raun ber vitni? Hvar er eiginlega samstaðan með vaxta og verðbólgupíndri þjóð? Höfundur er stjórnmálafræðingur og skuldsettur Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Arion banki Fjármálafyrirtæki Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Stundum virðist vera sem svo að ákveðnir aðilar séu bara alls ekki í neinu sambandi við það sem er að gerast út í samfélaginu. Þá er ég auðvitað að tala um bankana. Fyrir skömmu ákvað Arionbanki að hækka vexti á verðtryggðum lánum og gaf út tilkynningu sem skrifuð var á „bankísku“ - tungumáli sem venjulegt fólk skilur ekki (sennilega gert viljandi): „Breytingar á vöxtum verðtryggðra útlána eru meðal annars til komnar vegna hækkunar á ávöxtunarkröfu verðtryggðrar fjármögnunar.“ Þetta gæti allt eins verið á latínu! Síðan á eftir þessu kemur frekari romsa til að réttlæta hækkun upp á hálft prósentustig eða meira, sem er ekkert smá. Þessi hækkun þýðir auðvitað verulega hækkun afborgana fyrir lántakendur og því minni ráðstöfunartekjur þeirra og minni kaupmátt. Þetta er gert á sama tíma og samfélagið er rembast við að ná tökum á einu mesta verðbólguskeiði sem dunið hefur yfir landið (og er þó af nægu að taka). Í hvaða samfélagi búa þessir bankamenn? Tilgangurinn með öllu þessu er auðvitað að auka enn á hagnað bankanna, sem var þó gríðarlegur fyrir, árið 2023 var hann 83 milljarðar króna, sem var aukning um næstum 25% milli ára; takið eftir:áttatíu og þrjú þúsund milljónir (83.000.000.000). Já, bankarnir eru bókstaflega að springa úr peningum, enda bankastjórar þeirra með milljónir króna í laun á mánuði, Benedikt Gíslason, hjá Arion þar hæstur með tæpar 6 milljónir króna í mánaðarlaun. Það gerir rúmlega 70 milljónir í árslaun. Enginn einstaklingur sem getur titlað sig ,,bankastjóri“ er með tekjur á mánuði undir þremur milljónum, flestir þeirra eru nær fjórum milljónum, samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. Einn þeirra hafði fengið 90% launahækkun á milli áranna 2022-23 samkvæmt Viðskiptablaðinu. Hjá almennu launafólki nema hækkanir í samningum yfirleitt nokkrum prósentum. Þetta er í raun eins og samsæri gegn almennu launafólki og almennum skuldurum og sýnir auðvitað þörfina á samfélagsbanka, þar sem unnið út frá hagsmunum almennings, en ekki hagsmunum gráðugra eigenda. Það þarf banka þar sem ,,rányrkja“ virðist ekki vera meginstefið í starfseminni. Íslandsbanki hermdi síðan eftir Arion og hækkaði einnig sína vexti. Taka skal fram að ríkið á stærsta hlutann í Íslandsbanka eða 42,5%, sem gerir þetta enn sérkennilegra. Þessi vaxtahækkun er blaut tuska framan í almenning og þær tilraunir samfélagsins að ná hér niður vöxtum og verðbólgu og sagt er að nú verði ,,allir verði að leggjast á eitt.“ En bara sumir. Og þeir sem verða mest fyrir þessu eru auðvitað viðkvæmustu hópar samfélgsins, láglaunafólk, barnafjölskyldur og slíkir hópar. Jónas Kristjánsson (1940-2018) fyrrum ritstjóri DV, skrifaði oft um það að bófar stjórnuðu hér á landi. Í pistli á frábæru bloggi sem hann hélt úti, jonas.is, skrifaði hann árið 2013: ,,Nýju bankarnir eru enn reknir af sams konar bófum og ráku gömlu bankana“ og heldur svo áfram þar sem hann segir að bankastjórar níðist á almenningi eins og þeir mögulega geti. Það er nákvæmlega þetta sem manni dettur í hug þegar jafn sérkennilegar ákvarðanir eru teknar og þessi vaxtahækkun er. Hvar eru tengsl þessa fólks við þann raunveruleika sem þjóðin býr við? Í hvaða fílabeinsturni starfa menn sem taka jafn fáránlegar ákvarðanir, á jafn fáránlegum tímapunkti og raun ber vitni? Hvar er eiginlega samstaðan með vaxta og verðbólgupíndri þjóð? Höfundur er stjórnmálafræðingur og skuldsettur Íslendingur.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun