Drengnum hafi ekki verið trúað í fyrstu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. september 2024 20:30 Katrín Kristjana hefur fengið ábendingar um sambærilegar árásir í Fossvogi sama dag. vísir Móðir sex ára drengs sem varð fyrir árás á skólalóð í Kópavogi í gær segir son sinn hafa brugðist hárrétt við, en starfsmenn skólans hafi ekki trúað honum í fyrstu. Upptökur öryggismyndavéla hafi þó staðfest frásögn hans. Hún hafi fengið ábendingar um sambærilegar árásir í Fossvogi sama dag. Árásin varð eftir skóla hjá drengnum, sem verður sjö ára á morgun. Að sögn móður drengsins sést á öryggismyndavélum Smáraskóla kona koma hlaupandi að drengnum, sem var að hjóla með vini sínum úr skólanum í frístund í fyrsta sinn frá því hann byrjaði í öðrum bekk. „Það kemur kona að honum og fer að kasta einhverjum ljótum orðum í hann og hann skilur ekki alveg hvað er í gangi og reynir að komast undan. Þá ræðst hún að honum og reynir að stela símanum af honum, reynir að hrækja á hann og svo hrindir hún honum,“ segir Katrín Kristjana Hjartardóttir, móðir drengsins. Árásin náðist á myndband Konan hafi síðan hlaupið upp í bíl á ferð og látið sig hverfa. „Hann brást bara hárrétt við og þeir vinirnir fara strax upp í skóla og láta vita. Þeim er ekki alveg trúað strax en það er kíkt í myndavélar og þeirra frásögn alveg eins og sést á myndavélum.“ Drengurinn, sem sé vanur að vera úti að leika sér allan daginn, sé sleginn eftir árásina. „En hann er hræddur að fara út, heldur að það sé kona að koma að stela sér. Honum finnst þetta óþægilegt en við erum svona að reyna að dreifa huganum og reyna að ræða þetta ekki en samt hughreysta hann.“ Katrín segir viðbrögð skólans, sem gerði lögreglu ekki viðvart, að einhverju leyti skiljanleg. „Ég held að þau, eins og allt samfélagið, sé ekki tilbúið í að það sé verið að ráðast á börnin okkar. Það er enginn tilbúinn í þetta samfélag sem við allt í einu lifum í. En lögreglan bendir á það hvers vegna það hafi ekki verið hringt strax í hana og ég held einfaldlega að þessir ferlar séu ekki til, ef ráðist er á börn á skólalóð, en ég held að á mánudaginn verði þetta nýtt verklag.“ Fleir lýst sambærilegri konu Foreldrar drengsins hafa nú kært málið til lögreglu. Kristjana birti frásögn af málinu á Facebook í dag, og kveðst hafa fengið mikil viðbrögð. „Mér bárust skilaboð frá fleirum á höfuðborgarsvæðinu sem lýstu sambærilegri konu sem réðst að fólki með ung börn í gær. Okkur finnst þetta svolítið óhugnanlegt en ég vona að þetta sé sama manneskjan, þannig það séu ekki margir á sveimi að ráðast að börnum.“ Kópavogur Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Árásin varð eftir skóla hjá drengnum, sem verður sjö ára á morgun. Að sögn móður drengsins sést á öryggismyndavélum Smáraskóla kona koma hlaupandi að drengnum, sem var að hjóla með vini sínum úr skólanum í frístund í fyrsta sinn frá því hann byrjaði í öðrum bekk. „Það kemur kona að honum og fer að kasta einhverjum ljótum orðum í hann og hann skilur ekki alveg hvað er í gangi og reynir að komast undan. Þá ræðst hún að honum og reynir að stela símanum af honum, reynir að hrækja á hann og svo hrindir hún honum,“ segir Katrín Kristjana Hjartardóttir, móðir drengsins. Árásin náðist á myndband Konan hafi síðan hlaupið upp í bíl á ferð og látið sig hverfa. „Hann brást bara hárrétt við og þeir vinirnir fara strax upp í skóla og láta vita. Þeim er ekki alveg trúað strax en það er kíkt í myndavélar og þeirra frásögn alveg eins og sést á myndavélum.“ Drengurinn, sem sé vanur að vera úti að leika sér allan daginn, sé sleginn eftir árásina. „En hann er hræddur að fara út, heldur að það sé kona að koma að stela sér. Honum finnst þetta óþægilegt en við erum svona að reyna að dreifa huganum og reyna að ræða þetta ekki en samt hughreysta hann.“ Katrín segir viðbrögð skólans, sem gerði lögreglu ekki viðvart, að einhverju leyti skiljanleg. „Ég held að þau, eins og allt samfélagið, sé ekki tilbúið í að það sé verið að ráðast á börnin okkar. Það er enginn tilbúinn í þetta samfélag sem við allt í einu lifum í. En lögreglan bendir á það hvers vegna það hafi ekki verið hringt strax í hana og ég held einfaldlega að þessir ferlar séu ekki til, ef ráðist er á börn á skólalóð, en ég held að á mánudaginn verði þetta nýtt verklag.“ Fleir lýst sambærilegri konu Foreldrar drengsins hafa nú kært málið til lögreglu. Kristjana birti frásögn af málinu á Facebook í dag, og kveðst hafa fengið mikil viðbrögð. „Mér bárust skilaboð frá fleirum á höfuðborgarsvæðinu sem lýstu sambærilegri konu sem réðst að fólki með ung börn í gær. Okkur finnst þetta svolítið óhugnanlegt en ég vona að þetta sé sama manneskjan, þannig það séu ekki margir á sveimi að ráðast að börnum.“
Kópavogur Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira