Svandís gefur kost á sér og vill kosningar í vor Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 24. september 2024 10:26 Svandís tilkynnti ákvörðun sína að loknum ríkisstjórnarfundi á Hverfisgötu. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur ákveðið að gefa kost á sér í formannssæti Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Núverandi formaður hefur þegar tilkynnt að hann taki ekki slaginn við Svandísi. Þetta staðfesti Svandís í samtali við fréttastofu að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Hún segist hlakka til landsfundar, þegar félagar hennar fá tækifæri til að velja sér nýja forystu. Hún vonist auðvitað til þess að hljóta traust flokksmanna. Félagshyggjan þurfi Vinstri græn Þrátt fyrir að flokkurinn sé í erfiðri stöðu finni hún fyrir aukinni stemningu í grasrótinni. Hún sjáist til að mynda vel á skráningum á landsfundinn. Ég held að við áttum okkur öll á því, sem erum félagshyggjumegin í pólitík, að félagshyggjan þarf VG, náttúruverndin þarf VG, kvenfrelsið þarf VG. Ég held að það væri sjónarsviptir af því ef VG væri ekki á hinu pólitíska sviði. Það verður mín áhersla að lyfta flaggi hátt.“ Vill kosningar í vor Hún segist telja að það yrði furðulegt ef áframhaldandi stjórnarsamstarf yrði ekki rætt á landsfundinum. VG hafi alltaf verið þannig hreyfing að hún hafi getað talað saman, líka um erfið mál. Þá segist hún þeirrar skoðunar að nýhafinn þingvetur ætti að vera sá síðasti á kjörtímabilinu og fólk ætti að fara að setja sig í stellingar fyrir þingkosningar í vor. Slagur um varaformannssætið Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna, tilkynnti í gær að hann myndi ekki gefa kost á sér í formannssætið á komandi landsfundi. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur verið án kjörins formanns frá því að Katrín Jakobsdóttir steig til hliðar sem formaður og forsætisráðherra í apríl samhliða framboði sínu til embættis forseta Íslands. Þá tók Guðmundur Ingi við sem formaður VG en hann gegndi áður stöðu varaformanns. Hann hyggst sækjast eftir að gegna því embætti áfram eftir næsta landsfund. Þá tilkynnti Jódís Skúladóttir, þingmaður VG, að hún myndi fara gegn Guðmundi Inga í varaformanninn. Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Þetta staðfesti Svandís í samtali við fréttastofu að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Hún segist hlakka til landsfundar, þegar félagar hennar fá tækifæri til að velja sér nýja forystu. Hún vonist auðvitað til þess að hljóta traust flokksmanna. Félagshyggjan þurfi Vinstri græn Þrátt fyrir að flokkurinn sé í erfiðri stöðu finni hún fyrir aukinni stemningu í grasrótinni. Hún sjáist til að mynda vel á skráningum á landsfundinn. Ég held að við áttum okkur öll á því, sem erum félagshyggjumegin í pólitík, að félagshyggjan þarf VG, náttúruverndin þarf VG, kvenfrelsið þarf VG. Ég held að það væri sjónarsviptir af því ef VG væri ekki á hinu pólitíska sviði. Það verður mín áhersla að lyfta flaggi hátt.“ Vill kosningar í vor Hún segist telja að það yrði furðulegt ef áframhaldandi stjórnarsamstarf yrði ekki rætt á landsfundinum. VG hafi alltaf verið þannig hreyfing að hún hafi getað talað saman, líka um erfið mál. Þá segist hún þeirrar skoðunar að nýhafinn þingvetur ætti að vera sá síðasti á kjörtímabilinu og fólk ætti að fara að setja sig í stellingar fyrir þingkosningar í vor. Slagur um varaformannssætið Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna, tilkynnti í gær að hann myndi ekki gefa kost á sér í formannssætið á komandi landsfundi. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur verið án kjörins formanns frá því að Katrín Jakobsdóttir steig til hliðar sem formaður og forsætisráðherra í apríl samhliða framboði sínu til embættis forseta Íslands. Þá tók Guðmundur Ingi við sem formaður VG en hann gegndi áður stöðu varaformanns. Hann hyggst sækjast eftir að gegna því embætti áfram eftir næsta landsfund. Þá tilkynnti Jódís Skúladóttir, þingmaður VG, að hún myndi fara gegn Guðmundi Inga í varaformanninn.
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira