Samkvæmt heimildum fréttastofu voru gerðar þær kröfur til starfsfólks og maka að vera ekki að taka myndir frá hátíðarhöldunum ytra og birta á samfélagsmiðlum. Meðal annars var fagnað í kastala í Prag en nokkrir slíkir eru í tékknesku höfuðborginni þar sem tilvalið þykir að blása til veislu.
Haft var á orði við gesti að frekar mætti kalla ferðina stefnumótunarferð en nokkuð annað. Hvað sem því líður komu makar með, fólk skemmti sér vel við mat og drykk og starfsfólk að líkindum endurnært við fjárfestingar sínar þessa vikuna.