Aron Einar snýr aftur til Katar Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2024 11:31 Aron Einar Gunnarsson lék með Al Arabi í Katar, við góðan orðstír. Getty/Noushad Thekkayil Aron Einar Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í fótbolta, er kominn með leikheimild í Katar og mun spila þar að nýju eftir að hafa síðast verið á mála hjá uppeldisfélagi sínu Þór á Akureyri. Frá þessu er greint á Fótbolta.net og sjá má að á vef KSÍ er búið að skrá félagaskipti hans til Katar. Enn er hins vegar óljóst með hvaða liði Aron mun spila en samkvæmt frétt Fótbolta.net er um að ræða lið sem er í Meistaradeild Asíu og má þar tefla fram fleiri erlendum leikmönnum en í katörsku deildinni. Aron, sem er 35 ára gamall, er öllum hnútum kunnugur í Katar eftir að hfaa spilað þar með Al-Arabi á árunum 2019-2024, við góðan orðstír. Í apríl tók hann þátt í því að vinna Ofurbikar Katar og Sameinuðu arabísku furstadæmanna og var það þriðji titill hans með Al-Arabi, áður en hann kvaddi og samdi svo við Þór. Lék sex leiki í endurkomunni í Þorpið Aron kom við sögu í sex leikjum með Þór í sumar, átján árum eftir að hafa haldið á brott í atvinnumennsku, og hann skoraði eitt mark í Lengjudeildinni. Þórsarar höfnuðu þar í tíunda sæti en þó langt frá fallsæti. Aron er einn leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi með 103 A-landsleiki, og alls 137 leiki í íslenska landsliðsbúningnum, en hann spilaði síðast landsleik í nóvember 2023, þegar Ísland mætti Slóvakíu ytra. Åge Hareide landsliðsþjálfari sagði fyrir fyrstu leikina í Þjóðadeildinni í haust, fyrir mánuði síðan, að Aron kæmist ekki í landsliðið á meðan að hann væri leikmaður Þórs. Hann yrði að spila í sterkari deild. Katarski boltinn Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fleiri fréttir Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Í beinni: Nott. Forest - Man. Utd | Liðin í þriðja og þrettánda Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Sjá meira
Frá þessu er greint á Fótbolta.net og sjá má að á vef KSÍ er búið að skrá félagaskipti hans til Katar. Enn er hins vegar óljóst með hvaða liði Aron mun spila en samkvæmt frétt Fótbolta.net er um að ræða lið sem er í Meistaradeild Asíu og má þar tefla fram fleiri erlendum leikmönnum en í katörsku deildinni. Aron, sem er 35 ára gamall, er öllum hnútum kunnugur í Katar eftir að hfaa spilað þar með Al-Arabi á árunum 2019-2024, við góðan orðstír. Í apríl tók hann þátt í því að vinna Ofurbikar Katar og Sameinuðu arabísku furstadæmanna og var það þriðji titill hans með Al-Arabi, áður en hann kvaddi og samdi svo við Þór. Lék sex leiki í endurkomunni í Þorpið Aron kom við sögu í sex leikjum með Þór í sumar, átján árum eftir að hafa haldið á brott í atvinnumennsku, og hann skoraði eitt mark í Lengjudeildinni. Þórsarar höfnuðu þar í tíunda sæti en þó langt frá fallsæti. Aron er einn leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi með 103 A-landsleiki, og alls 137 leiki í íslenska landsliðsbúningnum, en hann spilaði síðast landsleik í nóvember 2023, þegar Ísland mætti Slóvakíu ytra. Åge Hareide landsliðsþjálfari sagði fyrir fyrstu leikina í Þjóðadeildinni í haust, fyrir mánuði síðan, að Aron kæmist ekki í landsliðið á meðan að hann væri leikmaður Þórs. Hann yrði að spila í sterkari deild.
Katarski boltinn Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fleiri fréttir Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Í beinni: Nott. Forest - Man. Utd | Liðin í þriðja og þrettánda Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Sjá meira