Virkjum lýðræðið Jódís Skúladóttir skrifar 24. september 2024 17:00 Við virðumst öll deila áhyggjum af vaxandi vanlíðan og ofbeldi í samfélaginu en um ástæðurnar eru skiptar skoðanir. Ég hef þá skoðun að aukin einstaklingshyggja í allt of hröðu og neysludrifnu samfélagi sé stór þáttur í þeirri stöðu sem við erum í. Einstaklingshyggjan fer afar illa með lýðræðinu, hagur og vilji heildarinnar verður undir. Við sjáum afleiðingar þess alls staðar í samfélaginu. Það verður sí erfiðara að manna félagsstörf nema ávinningur einstaklings sé tryggður. Gott dæmi um þetta er þróunin í íþróttastarfi barna. Allt er mælt í arðsemi og hraða til að ná sem bestum árangri og á þessum forsendum verður samþjöppun valds og fjármagns meira áberandi. Samfélagsmiðlar eru stór þáttur í lífi okkar í dag og þar sjást glöggt þess merki að neysluhyggjan nær inn á öll svið samfélagsins, til allra aldurshópa, ekki síst barna, og litar hugmyndir okkar um raunveruleikann og eðlilegt gildismat. En samfélagsmiðlar bera ekki ábyrgðina á þessu, það gerir markviss stefna sem felst í því að frelsi og réttur einstaklingsins sé öllu æðra. Þegar við horfum til landsbyggðarinnar hefur sameiningarmýtan verið helsti drifkrafturinn undanfarin ár. Í henni felst að það sé svo miklu hagkvæmara að reka stórar einingar en smáar. Víða hefur þetta hins vegar skilað miklu flóknari og stærri yfirbyggingu, lakari þjónustu og sveitarfélögin virðast síst standa betur. Hver er þá lausnin? Svarið við því er svo út frá sömu hugmyndafræði að það þurfi að auka atvinnu, fjölga fólki og draga inn meira fjármagn. Fjármagn virðist svo aðeins hægt að nálgast ef að við fórnum einhverju á móti, hvort sem það er náttúran eða mannlífið. Íbúunum er gefið í skyn að fyrr munum við ekki finna hamingjuna. Svo hlaupum við öll örlítið hraðar, kaupum meira, drögum úr mannlegum samskiptum og bíðum og bíðum eftir uppskeru. Þegar við hugsum hlutina einungis út frá arðsemi frekar en lýðheilsu og mannlegri velsæld verður alltaf lengra og lengra á milli ákvarðanatöku í málefnum fólks og þeirra sem þurfa að lifa eftir þeim ákvörðunum. Íbúalýðræði hefur alltaf verið mér hugleikið og tel ég fullkomlega eðlilegt að íbúar samfélaga hafi mikið um það að segja hvernig þeirra nærsamfélög byggjast upp. Þannig geti íbúar kallað eftir eða hafnað ákveðinni atvinnustarfsemi eða ákveðinni uppbyggingu. Þannig er virkt lýðræði forsenda öflugra og réttlátra samfélaga. Lýðræði er upphaf og endir alls og ef við vegum að því á einhvern hátt mun það alltaf leiða til verri stöðu fyrir okkur öll. Í stefnu VG segir meðal annars „Kjölfesta Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs er þátttaka almennra félaga hennar um land allt, í starfi, stefnumótun og ákvörðunum. Starfið einkennist af opnum samræðum í raunheimum og netheimum þar sem félagar koma saman, móta hugmyndir, leysa úr álitamálum og koma stefnu hreyfingarinnar á framfæri og í framkvæmd.“ Þetta þykja mér góð orð og mikilvæg og í anda þeirra vil ég starfa hljóti ég brautargengi sem varaformaður hreyfingarinnar. Mér hefur þótt lýðræði í íslensku samfélagi hafa dalað hvort heldur í stjórnmálum eða á öðrum vettvangi og sú þróun nær inn á öll svið. Við verðum öll aðeins lélegri í lýðræðinu. Ég hvet okkur öll til að staldra við, huga að lýðræðinu í okkar samfélagi í stóru og smáu samhengi hlutanna. Mætum á kjörstað, tökum þátt í félagsstarfi, hugum að hag heildarinnar og stöndum með lýðræðinu. Höfundur er þingmaður VG og í framboði til varaformanns hreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Vinstri græn Mest lesið Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun „Gakktu þá skrefi framar“ Jón Baldvin Hannibalsson Minningar Þöggun ofbeldis Sara Rós Kristinsdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir Skoðun Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir skrifar Skoðun Þöggun ofbeldis Sara Rós Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar Skoðun Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson skrifar Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Með augun á framtíðinni Hilmar Vilberg Gylfason skrifar Skoðun Góð rök fyrir að velja Guðrúnu Guðfinnur Sigurvinsson skrifar Skoðun Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann skrifar Skoðun Viðfangsefni daglegs lífs Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Við virðumst öll deila áhyggjum af vaxandi vanlíðan og ofbeldi í samfélaginu en um ástæðurnar eru skiptar skoðanir. Ég hef þá skoðun að aukin einstaklingshyggja í allt of hröðu og neysludrifnu samfélagi sé stór þáttur í þeirri stöðu sem við erum í. Einstaklingshyggjan fer afar illa með lýðræðinu, hagur og vilji heildarinnar verður undir. Við sjáum afleiðingar þess alls staðar í samfélaginu. Það verður sí erfiðara að manna félagsstörf nema ávinningur einstaklings sé tryggður. Gott dæmi um þetta er þróunin í íþróttastarfi barna. Allt er mælt í arðsemi og hraða til að ná sem bestum árangri og á þessum forsendum verður samþjöppun valds og fjármagns meira áberandi. Samfélagsmiðlar eru stór þáttur í lífi okkar í dag og þar sjást glöggt þess merki að neysluhyggjan nær inn á öll svið samfélagsins, til allra aldurshópa, ekki síst barna, og litar hugmyndir okkar um raunveruleikann og eðlilegt gildismat. En samfélagsmiðlar bera ekki ábyrgðina á þessu, það gerir markviss stefna sem felst í því að frelsi og réttur einstaklingsins sé öllu æðra. Þegar við horfum til landsbyggðarinnar hefur sameiningarmýtan verið helsti drifkrafturinn undanfarin ár. Í henni felst að það sé svo miklu hagkvæmara að reka stórar einingar en smáar. Víða hefur þetta hins vegar skilað miklu flóknari og stærri yfirbyggingu, lakari þjónustu og sveitarfélögin virðast síst standa betur. Hver er þá lausnin? Svarið við því er svo út frá sömu hugmyndafræði að það þurfi að auka atvinnu, fjölga fólki og draga inn meira fjármagn. Fjármagn virðist svo aðeins hægt að nálgast ef að við fórnum einhverju á móti, hvort sem það er náttúran eða mannlífið. Íbúunum er gefið í skyn að fyrr munum við ekki finna hamingjuna. Svo hlaupum við öll örlítið hraðar, kaupum meira, drögum úr mannlegum samskiptum og bíðum og bíðum eftir uppskeru. Þegar við hugsum hlutina einungis út frá arðsemi frekar en lýðheilsu og mannlegri velsæld verður alltaf lengra og lengra á milli ákvarðanatöku í málefnum fólks og þeirra sem þurfa að lifa eftir þeim ákvörðunum. Íbúalýðræði hefur alltaf verið mér hugleikið og tel ég fullkomlega eðlilegt að íbúar samfélaga hafi mikið um það að segja hvernig þeirra nærsamfélög byggjast upp. Þannig geti íbúar kallað eftir eða hafnað ákveðinni atvinnustarfsemi eða ákveðinni uppbyggingu. Þannig er virkt lýðræði forsenda öflugra og réttlátra samfélaga. Lýðræði er upphaf og endir alls og ef við vegum að því á einhvern hátt mun það alltaf leiða til verri stöðu fyrir okkur öll. Í stefnu VG segir meðal annars „Kjölfesta Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs er þátttaka almennra félaga hennar um land allt, í starfi, stefnumótun og ákvörðunum. Starfið einkennist af opnum samræðum í raunheimum og netheimum þar sem félagar koma saman, móta hugmyndir, leysa úr álitamálum og koma stefnu hreyfingarinnar á framfæri og í framkvæmd.“ Þetta þykja mér góð orð og mikilvæg og í anda þeirra vil ég starfa hljóti ég brautargengi sem varaformaður hreyfingarinnar. Mér hefur þótt lýðræði í íslensku samfélagi hafa dalað hvort heldur í stjórnmálum eða á öðrum vettvangi og sú þróun nær inn á öll svið. Við verðum öll aðeins lélegri í lýðræðinu. Ég hvet okkur öll til að staldra við, huga að lýðræðinu í okkar samfélagi í stóru og smáu samhengi hlutanna. Mætum á kjörstað, tökum þátt í félagsstarfi, hugum að hag heildarinnar og stöndum með lýðræðinu. Höfundur er þingmaður VG og í framboði til varaformanns hreyfingarinnar.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar
Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar
Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun