Hamra járnið meðan það er heitt í mansalsmálum Bjarki Sigurðsson skrifar 26. september 2024 19:30 Natlia Ollus er forstöðukona European Institute for Crime Prevention and Control (HEUNI). Vísir/Einar Finnskur sérfræðingur í hvernig taka eigi á vinnumansali segir Íslendinga verða að skerpa á því hvernig taka eigi á mansali. Mikilvægt sé að hamra járnið á meðan það er heitt líkt og nú eftir mál Quang Le. Í dag fór fram ráðstefna á vegum SA og ASÍ um vinnumansal á Íslandi. Stór mál hafa komið upp hér á landi síðustu mánuði, meðal annars tengd athafnamanninum Quang Le sem grunaður er um umfangsmikil mansalsbrot. Fenginn var finnskur sérfræðingur til að fræða gesti um aðgerðir þar en Finnar standa öðrum framar þegar kemur að aðgerðum gegn vinnumansali. „Vinnueftirlitsmenn í Finnlandi hafa sérstakt umboð til að fylgjast með farandverkafólki og hafa haft það í tuttugu ár. Síðustu ár höfum við haft sérstaka lögreglumenn sem sérhæfa sig í að rannsaka þessa glæpi. En við höfum líka félagasamtök sem styðja fórnarlömbin og ríkið veitir einnig fórnarlömbum misnotkunar á vinnumarkaði stuðning. Og við höfum miklar upplýsingar og vitneskju um þetta.“ Finnar glími við svipuð vandamál og Íslendingar í vinnumansali. Mál svipuð máli Quangs Le hafi komið upp þar. Mikilvægt sé að hamra járnið meðan það er heitt. „Ísland hefur góðan lagaramma til að takast á við þetta. Það er bara spurning um að framkvæma hann. Og svo er það spurning um að vinna saman og kannski að hafa í þessari stefnu skýr hlutverk og ábyrgð á því hver eigi að gera hvað, hvenær og fyrir hvaða peninga.“ SA og ASÍ hafa skorað á stjórnvöld að bregðast við sem allra fyrst. „Í heildina séð eru þetta fá mál sem betur fer. En við erum að hlusta og við heyrum að stéttarfélögin eru að fá tilkynningar. Við viljum bregðast við strax með forvörnum og aðgerðum til að koma í veg fyrir að íslenskur vinnumarkaður verði fyrir barðinu á einhverjum svona lögbrjótum og að hér þrífist vinnumansal,“ segir Maj-Britt. Maj-Britt Hjördís Briem er lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins.Vísir/Einar Mansal Vinnumarkaður Finnland ASÍ Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Í dag fór fram ráðstefna á vegum SA og ASÍ um vinnumansal á Íslandi. Stór mál hafa komið upp hér á landi síðustu mánuði, meðal annars tengd athafnamanninum Quang Le sem grunaður er um umfangsmikil mansalsbrot. Fenginn var finnskur sérfræðingur til að fræða gesti um aðgerðir þar en Finnar standa öðrum framar þegar kemur að aðgerðum gegn vinnumansali. „Vinnueftirlitsmenn í Finnlandi hafa sérstakt umboð til að fylgjast með farandverkafólki og hafa haft það í tuttugu ár. Síðustu ár höfum við haft sérstaka lögreglumenn sem sérhæfa sig í að rannsaka þessa glæpi. En við höfum líka félagasamtök sem styðja fórnarlömbin og ríkið veitir einnig fórnarlömbum misnotkunar á vinnumarkaði stuðning. Og við höfum miklar upplýsingar og vitneskju um þetta.“ Finnar glími við svipuð vandamál og Íslendingar í vinnumansali. Mál svipuð máli Quangs Le hafi komið upp þar. Mikilvægt sé að hamra járnið meðan það er heitt. „Ísland hefur góðan lagaramma til að takast á við þetta. Það er bara spurning um að framkvæma hann. Og svo er það spurning um að vinna saman og kannski að hafa í þessari stefnu skýr hlutverk og ábyrgð á því hver eigi að gera hvað, hvenær og fyrir hvaða peninga.“ SA og ASÍ hafa skorað á stjórnvöld að bregðast við sem allra fyrst. „Í heildina séð eru þetta fá mál sem betur fer. En við erum að hlusta og við heyrum að stéttarfélögin eru að fá tilkynningar. Við viljum bregðast við strax með forvörnum og aðgerðum til að koma í veg fyrir að íslenskur vinnumarkaður verði fyrir barðinu á einhverjum svona lögbrjótum og að hér þrífist vinnumansal,“ segir Maj-Britt. Maj-Britt Hjördís Briem er lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins.Vísir/Einar
Mansal Vinnumarkaður Finnland ASÍ Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira