Það er The Athletic sem greinir frá þessu. Þar segir að Berrada, sem gekk til liðs við United frá nágrönnum þeirra í Manchester City í sumar hafi deilt þessu markmiði með starfsmönnum félagsins á Old Trafford nýverið.
Manchester United chief executive Omar Berrada has told staff that the aim is to win the Premier League title in 2028, for the 150th anniversary of the club being formed.
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 26, 2024
Berrada, who officially joined from rivals Manchester City in June, addressed employees during a meeting at… pic.twitter.com/ft4Ij8c0BA
Markmiðið gengur undir nafninu „Áætlun 150“ þar sem Man Utd á þá 150 ára afmæli. Félagið Newton Heath var stofnað árið 1878 áður en það breytti nafni sínu í Manchester United árið 1902.
Frá því að Sir Jim Ratcliffe keypti hlut í félaginu hafa miklar breytingar átt sér stað en auðjöfurinn vill skýra stefnu til lengri tíma og er þetta merki þess.
Man Utd hefur ekki unnið ensku úrvalsdeildina í meira en áratug og er ekki líklegt til árangurs á yfirstandandi leiktíð, það þarf því margt að breytast á næstu árum eigi þetta að ganga eftir.