Vísar á bug tillögum um frið í skiptum fyrir úkraínskt land Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2024 22:27 Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, tekur í hönd Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, í Washington-borg í dag. AP/Jacquelyn Martin Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti tillögum um að Úkraínumenn afsali sér landsvæði sínu til þess að kaupa sér frið við Rússa sem hættulegum og óásættanlegum í dag. Það væru ekki friðartillögur heldur uppgjafartillögur. Ummælin lét Harris falla á sameiginlegum blaðamannafundi með Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, í Washington-borg í dag. Selenskíj er í Bandaríkjunum til að vera viðstaddur allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og hefur nýtt tækifærið til þess að funda með bandarískum ráðamönnum. „Þetta eru ekki friðartillögur. Þetta eru frekar tillögur að uppgjöf,“ sagði Harris sem er jafnframt forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. VP Harris points out that "there are some in my country who [want] to force Ukraine to give up large parts of its sovereign territory...these proposals are the same as those of Putin. Let us be be clear. They are not proposals for peace. Instead, they are proposals for surrender" pic.twitter.com/N6oFYvH1Hm— Aaron Rupar (@atrupar) September 26, 2024 Orð hennar voru lítt dulin gagnrýni á tillögur Donalds Trump og J.D. Vance, frambjóðenda Repúblikanaflokksins, um að Úkraínumenn semji fljótt um frið til þess að binda enda á stríðið við Rússa. Trump hefur ennfremur endurómað áróður frá Kreml um að Bandaríkin og vestræn ríki hafi á einhvern hátt látið Rússa ráðast inn í Úkraínu. Harris varaði við því að öðrum árásargjörnum ríkjum gæti vaxið ásmegin ef Vladímír Pútín Rússlandsforseti stendur uppi sem sigurvegari í stríðinu gegn Úkraínu. „Bandaríkin styðja ekki Úkraínu af aumingjagæsku heldur vegna þess að það eru hernaðarlegir hagsmunir okkar,“ sagði varaforsetinn. Rannsaka heimsókn Selenskíj í vopnaverksmiðju Heimsókn Selenskíj hefur farið öfugt ofan í repúblikana sem eru margir gagnrýnir á áframhaldandi stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu. Sérstaklega reiddust þeir yfir því að Selenskíj hefði heimsótt skotfæraverksmiðju í Pennsylvaníu um helgina en það ríki er líklegt til þess að ráða úrslitum í forsetakosningunum í nóvember. Þannig hófu repúblikanar í fulltrúadeild þingsins rannsókn á heimsókninni í dag og sökuðu Hvíta húsið um að notfæra sér hana til þess að hjálpa Harris í forsetaframboði sínu. AP-fréttastofan hefur eftir Trump að hann ætli að hitta Selenskíj í New York á morgun en áður hafði verið greint frá því að þeir hittust ekki. Óvíst er hvort að það verði fagnaðarfundir. Trump hefur kallað „besta sölumann á jörðinni“ vegna þess stuðnings sem hann hefur tryggt Úkraínu frá Bandaríkjastjórn og kvartað undan því að Selenskíj neiti að semja við Rússa. Þá lét Trump þegar hann var forseti halda eftir hundruð milljón dollara hernaðaraðstoð sem Bandaríkjaþing hafði samþykkt fyrir Úkraínu til þess að reyna að knýja Selenskíj til þess að hjálpa sér að koma höggi á Joe Biden, þá helsta pólitíska keppinaut Trump. Bandaríkjaþing kærði Trump fyrir embættisbrot vegna þess en öldungadeild þess sýknaði forsetann. Kamala Harris Úkraína Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Selenskíj heimsótti lykilríki og þakkaði fyrir vopnin Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, þakkaði starfsmönnum vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu fyrir skotfæri sem þeir framleiða fyrir Úkraínuher í heimsókn í gær. Pennsylvanía gæti ráðið úrslitum um hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. 23. september 2024 10:47 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Ummælin lét Harris falla á sameiginlegum blaðamannafundi með Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, í Washington-borg í dag. Selenskíj er í Bandaríkjunum til að vera viðstaddur allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og hefur nýtt tækifærið til þess að funda með bandarískum ráðamönnum. „Þetta eru ekki friðartillögur. Þetta eru frekar tillögur að uppgjöf,“ sagði Harris sem er jafnframt forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. VP Harris points out that "there are some in my country who [want] to force Ukraine to give up large parts of its sovereign territory...these proposals are the same as those of Putin. Let us be be clear. They are not proposals for peace. Instead, they are proposals for surrender" pic.twitter.com/N6oFYvH1Hm— Aaron Rupar (@atrupar) September 26, 2024 Orð hennar voru lítt dulin gagnrýni á tillögur Donalds Trump og J.D. Vance, frambjóðenda Repúblikanaflokksins, um að Úkraínumenn semji fljótt um frið til þess að binda enda á stríðið við Rússa. Trump hefur ennfremur endurómað áróður frá Kreml um að Bandaríkin og vestræn ríki hafi á einhvern hátt látið Rússa ráðast inn í Úkraínu. Harris varaði við því að öðrum árásargjörnum ríkjum gæti vaxið ásmegin ef Vladímír Pútín Rússlandsforseti stendur uppi sem sigurvegari í stríðinu gegn Úkraínu. „Bandaríkin styðja ekki Úkraínu af aumingjagæsku heldur vegna þess að það eru hernaðarlegir hagsmunir okkar,“ sagði varaforsetinn. Rannsaka heimsókn Selenskíj í vopnaverksmiðju Heimsókn Selenskíj hefur farið öfugt ofan í repúblikana sem eru margir gagnrýnir á áframhaldandi stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu. Sérstaklega reiddust þeir yfir því að Selenskíj hefði heimsótt skotfæraverksmiðju í Pennsylvaníu um helgina en það ríki er líklegt til þess að ráða úrslitum í forsetakosningunum í nóvember. Þannig hófu repúblikanar í fulltrúadeild þingsins rannsókn á heimsókninni í dag og sökuðu Hvíta húsið um að notfæra sér hana til þess að hjálpa Harris í forsetaframboði sínu. AP-fréttastofan hefur eftir Trump að hann ætli að hitta Selenskíj í New York á morgun en áður hafði verið greint frá því að þeir hittust ekki. Óvíst er hvort að það verði fagnaðarfundir. Trump hefur kallað „besta sölumann á jörðinni“ vegna þess stuðnings sem hann hefur tryggt Úkraínu frá Bandaríkjastjórn og kvartað undan því að Selenskíj neiti að semja við Rússa. Þá lét Trump þegar hann var forseti halda eftir hundruð milljón dollara hernaðaraðstoð sem Bandaríkjaþing hafði samþykkt fyrir Úkraínu til þess að reyna að knýja Selenskíj til þess að hjálpa sér að koma höggi á Joe Biden, þá helsta pólitíska keppinaut Trump. Bandaríkjaþing kærði Trump fyrir embættisbrot vegna þess en öldungadeild þess sýknaði forsetann.
Kamala Harris Úkraína Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Selenskíj heimsótti lykilríki og þakkaði fyrir vopnin Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, þakkaði starfsmönnum vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu fyrir skotfæri sem þeir framleiða fyrir Úkraínuher í heimsókn í gær. Pennsylvanía gæti ráðið úrslitum um hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. 23. september 2024 10:47 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Selenskíj heimsótti lykilríki og þakkaði fyrir vopnin Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, þakkaði starfsmönnum vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu fyrir skotfæri sem þeir framleiða fyrir Úkraínuher í heimsókn í gær. Pennsylvanía gæti ráðið úrslitum um hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. 23. september 2024 10:47