Netanyahu hafnar tillögum um vopnahlé milli Ísrael og Hezbollah Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. september 2024 06:59 Stuðningsmenn Palestínu mótmæla við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna. AP/Julia Demaree Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir Ísraelsmenn ekki munu láta af árásum sínum gegn Hezbollah þrátt fyrir áköll og tillögur Bandaríkjamanna og Frakka um tímabundið vopnahlé. Tillögurnar voru lagðar fram á miðvikudag en hafnað strax í gær af nokkrum ráðamönnum Ísraels. Abdallah Bouhabib, utanríkisráðherra Líbanon, sagðist hins vegar í gær fylgjandi tillögunum en á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sagði hann land sitt nú ganga í gegnum átök sem ógnaði tilvist þjóðarinnar. Ísraelar héldu áfram árásum sínum á skotmörk Hezbollah í Líbanon í gær og eru 92 sagðir hafa látist, þeirra á meðal Mohammad Surur, yfirmaður drónaafla samtakanna. Þá var um 150 eldflaugum skotið frá Líbanon á Ísrael. Netanyahu, sem mun ávarpa allsherjarþingið í dag, sagði við blaðamenn þegar hann lenti í New York að Ísraelsher myndi ekki láta af aðgerðum sínum fyrr en öllum markmiðum hefði verið náð. Þar mætti helst nefna að allir íbúar í norðurhluta Ísrael gætu snúið aftur til síns heima, öruggir frá árásum Hezbollah. Talið er að um 60 þúsund Ísraelsmenn hafi neyðst til að flýja heimili sín eftir að Hezbollah-liðar hófu árásir á norðurhluta Ísrael í kjölfar árása Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október í fyrra. Bandarískir embættismenn eru sagðir vonast til þess að geta sannfært Netanyahu um að ganga að tillögunum í dag en vopnahléinu á milli Ísrael og Hezbollah er meðal annars ætlað að greiða fyrir frekari viðræðum um vopnahlé á milli Ísrael og Hamas. John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að Bandaríkjamenn hefðu haft fulla ástæðu til að trúa að stjórnvöld í Ísrael væru fylgjandi tillögunum þegar þær voru í smíðum. Það væri óvíst hvers vegna Netanyahu hefði slegið þær útaf borðinu. Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Tillögurnar voru lagðar fram á miðvikudag en hafnað strax í gær af nokkrum ráðamönnum Ísraels. Abdallah Bouhabib, utanríkisráðherra Líbanon, sagðist hins vegar í gær fylgjandi tillögunum en á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sagði hann land sitt nú ganga í gegnum átök sem ógnaði tilvist þjóðarinnar. Ísraelar héldu áfram árásum sínum á skotmörk Hezbollah í Líbanon í gær og eru 92 sagðir hafa látist, þeirra á meðal Mohammad Surur, yfirmaður drónaafla samtakanna. Þá var um 150 eldflaugum skotið frá Líbanon á Ísrael. Netanyahu, sem mun ávarpa allsherjarþingið í dag, sagði við blaðamenn þegar hann lenti í New York að Ísraelsher myndi ekki láta af aðgerðum sínum fyrr en öllum markmiðum hefði verið náð. Þar mætti helst nefna að allir íbúar í norðurhluta Ísrael gætu snúið aftur til síns heima, öruggir frá árásum Hezbollah. Talið er að um 60 þúsund Ísraelsmenn hafi neyðst til að flýja heimili sín eftir að Hezbollah-liðar hófu árásir á norðurhluta Ísrael í kjölfar árása Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október í fyrra. Bandarískir embættismenn eru sagðir vonast til þess að geta sannfært Netanyahu um að ganga að tillögunum í dag en vopnahléinu á milli Ísrael og Hezbollah er meðal annars ætlað að greiða fyrir frekari viðræðum um vopnahlé á milli Ísrael og Hamas. John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að Bandaríkjamenn hefðu haft fulla ástæðu til að trúa að stjórnvöld í Ísrael væru fylgjandi tillögunum þegar þær voru í smíðum. Það væri óvíst hvers vegna Netanyahu hefði slegið þær útaf borðinu.
Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira