Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans Atli Ísleifsson skrifar 27. september 2024 07:52 Shigeru Ishiba hefur gegnt fjölda ráðherraembætta á ferli sínum og setið á japanska þinginu frá 1986. EPA Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti. Breska ríkisútvarpið segir frá því að aldrei áður hafi jafn margir, eða níu, sóst eftir því að verða formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins sem hefur haft tögl og haldir í japönskum stjórnmálum allt frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar. Þar sem flokkurinn er með meirihluta á þingi er ljóst að nýr formaður flokksins verður jafnframt næsti forsætisráðherra. Þetta er í fimmta sinn sem hinn 67 ára Ishiba gerir atlögu að formannsembættinu í flokknum, en hann mun nú taka við forsætisráðherraembættinu næstkomandi þriðjudag. Kishida hefur gegnt embætti forsætisráðherra í um þrjú ár. Vinsældir hans hafa farið dvínandi síðustu misserin, meðal annars vegna viðvarandi verðbólgu í landinu, og þá hafa ýmis hneykslismál skekið flokkinn. Þegar Kishida tilkynnti um afsögn sína sagðist hann telja þetta vera það besta í stöðunni fyrir japönsku þjóðina, og jafnframt nauðsynlega ákvörðun til að hægt væri að auka traust þjóðarinnar í garð stjórnarflokksins. Sanae Takaichi var mjög náinn samstarfskona forsætisráðherrans fyrrverandi, Shinzo Abe, sem ráðinn var af dögum 2022.EPA Formannskjörið fór fram í tveimur umferðum þar sem kosið var milli þeirra tveggja sem hlutu flest atkvæði í fyrri umferðinni í þeirri síðari. Kosið var milli Ishiba og hinnar 63 ára Sanae Takaichi í síðari umferðinni, en hefði Takaichi orðið fyrir valinu hefði hún orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherra landsins. Hún hefur farið með fjölda ráðherraembætta frá árinu 2006, síðast ráðherra efnahagsmála, og þykir mjög íhaldsöm í skoðunum. Ishiba þykir hins vegar um margt frjálslyndur stjórnmálamaður og hefur meðal annars talað því að konur ættu að geta verið Japanskeistarar, ólíkt Takaichi. Málið er mjög umdeilt í Japan og innan Frjálslynda lýðræðisflokksins þar sem stór hluti er andvígur slíkri breytingu. Japan Tengdar fréttir Forsætisráðherra Japan sækist ekki eftir endurkjöri Forsætisráðherra Japans Fumio Kishida ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Frjálslynd demókrataflokksins en kosið verður í embættið á næsta landsfundi í september. Það er því ljóst að hann mun einnig hætta sem forsætisráðherra Japans en Kishida, sem er 67 ára gamall, hefur gegnt embættinu frá árinu 2021. 14. ágúst 2024 08:12 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Sjá meira
Breska ríkisútvarpið segir frá því að aldrei áður hafi jafn margir, eða níu, sóst eftir því að verða formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins sem hefur haft tögl og haldir í japönskum stjórnmálum allt frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar. Þar sem flokkurinn er með meirihluta á þingi er ljóst að nýr formaður flokksins verður jafnframt næsti forsætisráðherra. Þetta er í fimmta sinn sem hinn 67 ára Ishiba gerir atlögu að formannsembættinu í flokknum, en hann mun nú taka við forsætisráðherraembættinu næstkomandi þriðjudag. Kishida hefur gegnt embætti forsætisráðherra í um þrjú ár. Vinsældir hans hafa farið dvínandi síðustu misserin, meðal annars vegna viðvarandi verðbólgu í landinu, og þá hafa ýmis hneykslismál skekið flokkinn. Þegar Kishida tilkynnti um afsögn sína sagðist hann telja þetta vera það besta í stöðunni fyrir japönsku þjóðina, og jafnframt nauðsynlega ákvörðun til að hægt væri að auka traust þjóðarinnar í garð stjórnarflokksins. Sanae Takaichi var mjög náinn samstarfskona forsætisráðherrans fyrrverandi, Shinzo Abe, sem ráðinn var af dögum 2022.EPA Formannskjörið fór fram í tveimur umferðum þar sem kosið var milli þeirra tveggja sem hlutu flest atkvæði í fyrri umferðinni í þeirri síðari. Kosið var milli Ishiba og hinnar 63 ára Sanae Takaichi í síðari umferðinni, en hefði Takaichi orðið fyrir valinu hefði hún orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherra landsins. Hún hefur farið með fjölda ráðherraembætta frá árinu 2006, síðast ráðherra efnahagsmála, og þykir mjög íhaldsöm í skoðunum. Ishiba þykir hins vegar um margt frjálslyndur stjórnmálamaður og hefur meðal annars talað því að konur ættu að geta verið Japanskeistarar, ólíkt Takaichi. Málið er mjög umdeilt í Japan og innan Frjálslynda lýðræðisflokksins þar sem stór hluti er andvígur slíkri breytingu.
Japan Tengdar fréttir Forsætisráðherra Japan sækist ekki eftir endurkjöri Forsætisráðherra Japans Fumio Kishida ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Frjálslynd demókrataflokksins en kosið verður í embættið á næsta landsfundi í september. Það er því ljóst að hann mun einnig hætta sem forsætisráðherra Japans en Kishida, sem er 67 ára gamall, hefur gegnt embættinu frá árinu 2021. 14. ágúst 2024 08:12 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Sjá meira
Forsætisráðherra Japan sækist ekki eftir endurkjöri Forsætisráðherra Japans Fumio Kishida ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Frjálslynd demókrataflokksins en kosið verður í embættið á næsta landsfundi í september. Það er því ljóst að hann mun einnig hætta sem forsætisráðherra Japans en Kishida, sem er 67 ára gamall, hefur gegnt embættinu frá árinu 2021. 14. ágúst 2024 08:12