Álftanes lét Frakkann fara og samdi við Okeke Sindri Sverrisson skrifar 27. september 2024 11:39 Yetna kom til Álftaness eftir að hafa lengi leikið í Bandaríkjunum. Körfuknattleiksdeild Álftaness hefur hætt við að tefla fram franska leikmanninum Alexis Yetna í vetur og hélt hann heimleiðis á miðvikudagsmorgun. Í stað hans hafa Álftnesingar samið við David Okeke. Álftnesingar fengu Yetna í sumar og lék hann fimm leiki með þeim á undirbúningstímabilinu, tvo á Íslandi en þrjá í æfingaferð í Króatíu. Um er að ræða 203 sentímetra miðherja sem kom til félagsins eftir níu ára dvöl í Bandaríkjunum, þar sem hann lék bæði í framhaldsskóla og háskóla, og í tilkynningu frá Álftanesi í sumar kvaðst þjálfarinn Kjartan Atli Kjartansson afar ánægður með komu kappans. „Þetta er virkilega kröftugur leikmaður sem hefur hjálpað þremur mismunandi háskólaliðum að vinna leiki. Hann hefur margt í sínum leik sem við teljum að muni passa inn í okkar leikstíl, bæði í vörn og sókn,” sagði Kjartan í júní og Yetna var sömuleiðis spenntur fyrir komunni til Íslands: „Ég er ákaflega spenntur að spila fyrir Álftanes. Sýn þjálfarateymisins samræmist algjörlega því sem ég var að leitast eftir, þetta passar allt fullkomlega saman,” sagði Yetna. Nú þegar innan við vika er í að keppni í Bónus-deildinni hefjist hefur Álftanes hins vegar tilkynnt að miðherjinn verði ekki með, eftir að samkomulag náðist þar að lútandi. Álftanes hefur aftur á móti samið við Okeke sem er þekkt stærð hér á landi. Ítalski miðherjinn kom fyrst hingað til lands 2021 og lék með Keflavík í tvö tímabil. Þar lék hann undir stjórn Hjalta Þórs Vilhjálmssonar, aðstoðarþjálfara Álftaness. Á síðasta tímabili var Okeke í herbúðum Hauka og skoraði þá sautján stig og tók tíu fráköst að meðaltali í leik. Í tilkynningu frá Álftanesi segir að Okeke komi til landsins á morgun. Álftnesingar léku í efstu deild í fyrsta sinn í sögunni á síðustu leiktíð, og enduðu í 6. sæti auk þess að komast í undanúrslit VÍS-bikarsins. Þeir mæta Keflavík í fyrstu umferð Bónus-deildarinnar á heimavelli á fimmtudagskvöld. Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira
Álftnesingar fengu Yetna í sumar og lék hann fimm leiki með þeim á undirbúningstímabilinu, tvo á Íslandi en þrjá í æfingaferð í Króatíu. Um er að ræða 203 sentímetra miðherja sem kom til félagsins eftir níu ára dvöl í Bandaríkjunum, þar sem hann lék bæði í framhaldsskóla og háskóla, og í tilkynningu frá Álftanesi í sumar kvaðst þjálfarinn Kjartan Atli Kjartansson afar ánægður með komu kappans. „Þetta er virkilega kröftugur leikmaður sem hefur hjálpað þremur mismunandi háskólaliðum að vinna leiki. Hann hefur margt í sínum leik sem við teljum að muni passa inn í okkar leikstíl, bæði í vörn og sókn,” sagði Kjartan í júní og Yetna var sömuleiðis spenntur fyrir komunni til Íslands: „Ég er ákaflega spenntur að spila fyrir Álftanes. Sýn þjálfarateymisins samræmist algjörlega því sem ég var að leitast eftir, þetta passar allt fullkomlega saman,” sagði Yetna. Nú þegar innan við vika er í að keppni í Bónus-deildinni hefjist hefur Álftanes hins vegar tilkynnt að miðherjinn verði ekki með, eftir að samkomulag náðist þar að lútandi. Álftanes hefur aftur á móti samið við Okeke sem er þekkt stærð hér á landi. Ítalski miðherjinn kom fyrst hingað til lands 2021 og lék með Keflavík í tvö tímabil. Þar lék hann undir stjórn Hjalta Þórs Vilhjálmssonar, aðstoðarþjálfara Álftaness. Á síðasta tímabili var Okeke í herbúðum Hauka og skoraði þá sautján stig og tók tíu fráköst að meðaltali í leik. Í tilkynningu frá Álftanesi segir að Okeke komi til landsins á morgun. Álftnesingar léku í efstu deild í fyrsta sinn í sögunni á síðustu leiktíð, og enduðu í 6. sæti auk þess að komast í undanúrslit VÍS-bikarsins. Þeir mæta Keflavík í fyrstu umferð Bónus-deildarinnar á heimavelli á fimmtudagskvöld.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira