Laxalús og varnir gegn henni Jón Sveinsson skrifar 27. september 2024 16:02 Um langan tíma hef ég eytt stundum mínum í hugleiðingar um hvernig má ná betri árangri með breyttum aðferðum á þekktum vandamálum. Það allt var gert í væntingum um betra líf og hamingju sem hvorugt hefur ræst. Ungur fór ég til útlanda og var ætlunin að nema fiskeldi í Lofoten í Noregi en örlögin ullu því að svo varð ekki og endaði það ævintýri á að ég starfaði um stund við Lax- og Silungseldi í Smálöndum í Svíþjóð þess í stað. Fullur áhuga og atorku og kannski sökum baráttu minnar við mýfluguna, sem sífellt gerði mér lífið leitt, fóru hugleiðingar mínar að verða um umhverfisþætti þá sem ráða lífi eldisfisks. Hvernig best bæri að lækka sýrustig vatns sem var ljóður frá því umhverfi þar sem fiskeldisstöðin var staðsett sem og þættir sem valda stressi í stofninum og taldir eru hafa áhrif á hraða vaxtaaukningar. Inn í þetta allt bættust við tilraunir og frumstæðar mælingar á hvort og hvaða merkjanleg áhrif til betrumbóta þessi nýbreytni, sem við reyndum, hefði. Satt best að segja varð ekki mikið úr árangri sem mögulega var hægt að flagga. Ég taldi þó alltaf að náttúrufræðilega hlyti að vera árangur af þessu basli en við gerðum þetta í vissu þess að hvort sem fiskurinn stækkaði hraðar eður ei leið honum betur í kvíunum en áður hafði verið. Mörgum árum seinna kem ég aftur heim og fullur áhuga fer ég á fund við fyrirmenni með vasann fullan af hugmyndum um betrumbætur fyrir fiskeldi. Ég var tregur til að bara afhenda hugmyndir mínar án einhverskonar leyndarsamnings sem ég tel að hafi orðið til þess að ekkert varð úr neinu og ég sat eftir með ergelsi það sem af því hlaust. Ég hef þó aldrei hætt minni huglægu afskiptasemi af tækni og aðferðafræðum sem tengjast fiskeldi og mun svo verða til æviloka. Að lokum hef ég eitt að segja. Ég bý að lausn á angri því sem lúsin veldur laxa- og þorskeldum víðs vegar og með þeim smáaurum sem ég á legg ég út á að einhvern tíma eignist ég einkaleyfið eftirsóknarverða á þeirri lausn sem ég kalla get mína. Á meðan geta hinir háu herrar sem nota vilja umhverfiseitrun til lausnar vandans bara halda því áfram með ærnum kostnaði þess. Góðar stundir Höfundur er ellilífeyrisþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Um langan tíma hef ég eytt stundum mínum í hugleiðingar um hvernig má ná betri árangri með breyttum aðferðum á þekktum vandamálum. Það allt var gert í væntingum um betra líf og hamingju sem hvorugt hefur ræst. Ungur fór ég til útlanda og var ætlunin að nema fiskeldi í Lofoten í Noregi en örlögin ullu því að svo varð ekki og endaði það ævintýri á að ég starfaði um stund við Lax- og Silungseldi í Smálöndum í Svíþjóð þess í stað. Fullur áhuga og atorku og kannski sökum baráttu minnar við mýfluguna, sem sífellt gerði mér lífið leitt, fóru hugleiðingar mínar að verða um umhverfisþætti þá sem ráða lífi eldisfisks. Hvernig best bæri að lækka sýrustig vatns sem var ljóður frá því umhverfi þar sem fiskeldisstöðin var staðsett sem og þættir sem valda stressi í stofninum og taldir eru hafa áhrif á hraða vaxtaaukningar. Inn í þetta allt bættust við tilraunir og frumstæðar mælingar á hvort og hvaða merkjanleg áhrif til betrumbóta þessi nýbreytni, sem við reyndum, hefði. Satt best að segja varð ekki mikið úr árangri sem mögulega var hægt að flagga. Ég taldi þó alltaf að náttúrufræðilega hlyti að vera árangur af þessu basli en við gerðum þetta í vissu þess að hvort sem fiskurinn stækkaði hraðar eður ei leið honum betur í kvíunum en áður hafði verið. Mörgum árum seinna kem ég aftur heim og fullur áhuga fer ég á fund við fyrirmenni með vasann fullan af hugmyndum um betrumbætur fyrir fiskeldi. Ég var tregur til að bara afhenda hugmyndir mínar án einhverskonar leyndarsamnings sem ég tel að hafi orðið til þess að ekkert varð úr neinu og ég sat eftir með ergelsi það sem af því hlaust. Ég hef þó aldrei hætt minni huglægu afskiptasemi af tækni og aðferðafræðum sem tengjast fiskeldi og mun svo verða til æviloka. Að lokum hef ég eitt að segja. Ég bý að lausn á angri því sem lúsin veldur laxa- og þorskeldum víðs vegar og með þeim smáaurum sem ég á legg ég út á að einhvern tíma eignist ég einkaleyfið eftirsóknarverða á þeirri lausn sem ég kalla get mína. Á meðan geta hinir háu herrar sem nota vilja umhverfiseitrun til lausnar vandans bara halda því áfram með ærnum kostnaði þess. Góðar stundir Höfundur er ellilífeyrisþegi.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar