Líf segir söguna um stóladans Mörtu og Hildar dagsanna Jakob Bjarnar skrifar 27. september 2024 16:55 Hildur komin í sitt sæti, við hlið Eyþórs en þau eru hér að ræða sjálft Braggamálið við Vigdísi Hauksdóttur. vísir/vilhelm Upp er komið hið undarlegasta mál í tengslum við borgarstjórnina í Reykjavík. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vg staðfestir sögu Ólafar Skaftadóttur um stóladans Mörtu Guðjónsdóttur og Hildar Björnsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Vísir greindi frá því fyrr í dag að Ólöf Skaftadóttir hefði í hlaðvarpi sínu og Kristínar Gunnars hönnuðar greint frá því að Marta hafi stundað það að skipta um nafn á merktum stólum og setjast sjálf í sætið sem ætlað var Hildi Björnsdóttur. Marta vísaði þessu alfarið á bug í samtali við Vísi. Þetta á að hafa viðgengist á síðasta kjörtímabili. Hins vegar er það svo að ýmsir kannast vel við þessa frásögn og reyndar urðu vitni af þessu. Katrín Atladóttir fyrrverandi borgarfulltrúi segist staðfesta allt sem sagt er í hlaðvarpinu í færslu á X. https://t.co/g8srQYLu5JStaðfesti allt sem er hér sagt um mína fyrrum kollega— Katrín Atladóttir (@katrinat) September 25, 2024 Og Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vg, segist vitni í málinu þegar Vísir leitaði til hennar varðandi þetta sérkennilega mál. „Ég sá þetta bæði og heyrði sagt frá þessu. Og þetta er sönn saga, Marta sat í sætinu hennar Hildar einhverja tvo til þrjá fundi. en það var svo leiðrétt.“ Líf segir frásögn Ólafar, eins og hún er fram sett af blaðamanni Vísis, rétt. En hún eigi reyndar eftir að hlusta á hið opinskáa og beinskeytta hlaðvarp.vísir/vilhelm Líf hlær við því hún segir að þetta hafi verið skrítið að upplifa og fylgjast með. En hún muni þetta glögglega þó langt sé um liðið en þetta var á síðasta kjörtímabili. Marta settist í tvö eða þrjú skipti við hlið Eyþórs Laxdal Arnalds sem þá var oddiviti Sjálfstæðismanna. „Það er ákveðið prótókol sem þarf að fylgja en þetta er alveg satt. Starfsfólkið þurfti að ganga í málið því það er ákveðin skipan í salnum,“ segir Líf. Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Vísir greindi frá því fyrr í dag að Ólöf Skaftadóttir hefði í hlaðvarpi sínu og Kristínar Gunnars hönnuðar greint frá því að Marta hafi stundað það að skipta um nafn á merktum stólum og setjast sjálf í sætið sem ætlað var Hildi Björnsdóttur. Marta vísaði þessu alfarið á bug í samtali við Vísi. Þetta á að hafa viðgengist á síðasta kjörtímabili. Hins vegar er það svo að ýmsir kannast vel við þessa frásögn og reyndar urðu vitni af þessu. Katrín Atladóttir fyrrverandi borgarfulltrúi segist staðfesta allt sem sagt er í hlaðvarpinu í færslu á X. https://t.co/g8srQYLu5JStaðfesti allt sem er hér sagt um mína fyrrum kollega— Katrín Atladóttir (@katrinat) September 25, 2024 Og Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vg, segist vitni í málinu þegar Vísir leitaði til hennar varðandi þetta sérkennilega mál. „Ég sá þetta bæði og heyrði sagt frá þessu. Og þetta er sönn saga, Marta sat í sætinu hennar Hildar einhverja tvo til þrjá fundi. en það var svo leiðrétt.“ Líf segir frásögn Ólafar, eins og hún er fram sett af blaðamanni Vísis, rétt. En hún eigi reyndar eftir að hlusta á hið opinskáa og beinskeytta hlaðvarp.vísir/vilhelm Líf hlær við því hún segir að þetta hafi verið skrítið að upplifa og fylgjast með. En hún muni þetta glögglega þó langt sé um liðið en þetta var á síðasta kjörtímabili. Marta settist í tvö eða þrjú skipti við hlið Eyþórs Laxdal Arnalds sem þá var oddiviti Sjálfstæðismanna. „Það er ákveðið prótókol sem þarf að fylgja en þetta er alveg satt. Starfsfólkið þurfti að ganga í málið því það er ákveðin skipan í salnum,“ segir Líf.
Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent