Staðan var jöfn framan af leik en FH fór með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn, 12-10, eftir að mark sem liðið skoraði á lokasekúndunni var dæmt gilt. Í síðari hálfleik náði FH að auka forskot sitt mest í sex mörk en munurinn var fjögur mörk þegar flautað var til leiksloka, lokatölur 22-26.
Birgir Már Birgisson var markahæstur í liði FH með 10 mörk. Þar á eftir kom Símon Michael Guðjónsson með átta mörk og Daníel Freyr Andrésson varði átta skot í markinu. Hjá stjörnunni voru Hans Jörgen Ólafsson og Jóel Bernburg markahæstir með fimm mörk hvor á meðan Adam Thorstensen varði 17 skot í markinu.
FH er nú komið á topp deildarinnar með átta stig að loknum fimm umfeðrum. Stjarnan er í 7. sæti með fjögur stig.