Enski boltinn

Willum Þór skoraði í endur­komu sigri Birming­ham

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Willum Þór fagnar marki sínu með Jay Stansfield, stjörnuframherja liðsins.
Willum Þór fagnar marki sínu með Jay Stansfield, stjörnuframherja liðsins. Birmingham City

Góð byrjun Birmingham City í ensku C-deildinni heldur áfram og þá heldur Willum Þór Willumsson áfram að gera það gott. Hann skoraði fyrsta markið í 3-2 endurkomusigri liðsins á Peterborough United í dag.

Gestirnir frá Peterborough byrjuðu af krafti og voru komnir 2-0 yfir þegar rétt rúmlega stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. Willum Þór minnkaði muninn þökk sé stoðsendingu hins sænska Emil Hansson og staðan 1-2 í hálfleik.

Leikmaður Peterborough varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í upphafi síðari hálfleiks og Krystian Bielik fullkomnaði svo endurkomu heimamanna með þriðja marki liðsins á 66. mínútu.

Fleiri urðu mörkin ekki og Birmingham lyftir sér á topp deildarinnar með 19 stig að loknum sjö umferðum, tveimur meira en Wrexham sem er í 2. sætinu eftir að hafa leikið leik meira.

Í ensku D-deildinni kom Jason Daði Svanþórsson inn af bekknum þegar 11 mínútur lifðu leiks og Grimsby Town marki undir gegn Carlisle. Eftir að Jason Daði kom inn á skoraði Grimsby tvö mörk og vann frábæran 3-2 útisigur. 

Grimsby er í 11. sæti deildarinnar með 12 stig að loknum átta leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×