Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson skrifar 29. september 2024 09:35 Mörgum var brugðið þegar Arion banki tilkynnti að eigendur bankans hefðu ákveðið að hækka ávöxtunarkröfu sína og því yrði bankinn að hækka vexti íbúðalána, þrátt fyrir óbreytta stýrivexti. Með öðrum orðum, sækja meira fé í vasa viðskiptavina sinna. Sama gerði Íslandsbanki og nú Landsbankinn sem er í eigu þjóðarinnar. Methagnaður stóru bankanna Í fyrra skiluðu stóru bankarnir þrír 83,5 milljarða hagnaði, þeim mesta frá hruni sem voru að uppistöðu vaxtatekjur. Hagnaður Arion banka á árinu 2023 nam 25,7 milljörðum króna og var eigendum greiddur um þrettán milljarða króna arður. Í júní var hagnaður bankans vegna fyrri hluta ársins kominn í 9,9 milljarða. Þjóð í greipum fákeppni á bankamarkaði Á sama tíma berst þorri viðskiptavina bankans, sem hefur þar húsnæðislán, í bökkum vegna verðbólgu og hárra vaxta. Hjá mörgum losna samningar um óverðtryggð húsnæðislán um næstu mánaðarmót sem mun valda stökkbreytingu á afborgunum með tilheyrandi forsendubresti og greiðsluerfiðleikum. Margir til viðbótar munu verða neyddir í verðtryggð lán á afarkostum til að halda niðri greiðslubyrði og komast af. Þetta eru gríðarlega miklar hækkanir á skömmum tíma án réttlætingar. Á þjóð í greipum fákeppni á bankamarkaði. Nú væri gott að við ættum ennþá fleiri og öflugri sparisjóði, en stóru viðskiptabankarnir komust upp með að drepa þá flesta af sér og yfirtaka. Banki í eigu þjóðarinnar Arion banki steig fyrstur fram gegn viðskiptavinum sínum, næst kom Íslandsbanki sem enn er að hluta í eigu allra landsmanna. Að endingu kom að Landsbankanum, sem er í sameiginlegri eigu þjóðarinnar. Slóst þjóðin þannig í hóp þeirra eigenda bankanna sem hækka arðsemiskröfu sína og vexti til að hafa meira fé af fólki sem ekki getur leitað annað og sætir sameiginlegum afarkostum stóru bankanna. Þeir sem fara með hlut þjóðarinnar bera hér ábyrgð. Þingnefnd rannsaki stóru viðskiptabankana Þessar vaxtahækkanir hjá stóru bönkunum með litlu millibili vekja upp ýmsar spurningar og tímabært að þingið láti sig þetta varða. Hér þarf samkeppniseftirlitið einnig að stíga inn og efnahags- og viðskiptaráðherra. Þá þurfa stjórnvöld að hysja upp um sig við innleiðingu EES tilskipana um neytendavernd og fjármálaþjónustu, en á engu sviði er frammistaðan verri en þar. Afarkostir Þjóðin stendur frammi fyrir afarkostum og hefur ekkert annað að leita, þegar stóru bankarnir þrír, þar á meðal þeirra eigin banki, Landsbankinn, hækka vexti útlána á sama tíma án þess að aðstæður hafi breyst aðrar en að bankarnir vilji taka meira til sín og skila enn meiri hagnaði til eigenda sinna. Á sama tíma berst stór hluti lántakenda sem aldrei fyrr í bökkum að láta enda ná saman vegna stökkbreyttra hækkana afborgana húsnæðislána. Þessi framganga nú er ekki bara vafasöm heldur vart siðleg. Það er svo sérstaklega gagnrýnivert að banka í eigu þjóðarinnar skuli vera beitt með þessum hætti gegn eigendum sínu Höfundur er Alþingismaður og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Fjármálafyrirtæki Vinstri græn Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Mörgum var brugðið þegar Arion banki tilkynnti að eigendur bankans hefðu ákveðið að hækka ávöxtunarkröfu sína og því yrði bankinn að hækka vexti íbúðalána, þrátt fyrir óbreytta stýrivexti. Með öðrum orðum, sækja meira fé í vasa viðskiptavina sinna. Sama gerði Íslandsbanki og nú Landsbankinn sem er í eigu þjóðarinnar. Methagnaður stóru bankanna Í fyrra skiluðu stóru bankarnir þrír 83,5 milljarða hagnaði, þeim mesta frá hruni sem voru að uppistöðu vaxtatekjur. Hagnaður Arion banka á árinu 2023 nam 25,7 milljörðum króna og var eigendum greiddur um þrettán milljarða króna arður. Í júní var hagnaður bankans vegna fyrri hluta ársins kominn í 9,9 milljarða. Þjóð í greipum fákeppni á bankamarkaði Á sama tíma berst þorri viðskiptavina bankans, sem hefur þar húsnæðislán, í bökkum vegna verðbólgu og hárra vaxta. Hjá mörgum losna samningar um óverðtryggð húsnæðislán um næstu mánaðarmót sem mun valda stökkbreytingu á afborgunum með tilheyrandi forsendubresti og greiðsluerfiðleikum. Margir til viðbótar munu verða neyddir í verðtryggð lán á afarkostum til að halda niðri greiðslubyrði og komast af. Þetta eru gríðarlega miklar hækkanir á skömmum tíma án réttlætingar. Á þjóð í greipum fákeppni á bankamarkaði. Nú væri gott að við ættum ennþá fleiri og öflugri sparisjóði, en stóru viðskiptabankarnir komust upp með að drepa þá flesta af sér og yfirtaka. Banki í eigu þjóðarinnar Arion banki steig fyrstur fram gegn viðskiptavinum sínum, næst kom Íslandsbanki sem enn er að hluta í eigu allra landsmanna. Að endingu kom að Landsbankanum, sem er í sameiginlegri eigu þjóðarinnar. Slóst þjóðin þannig í hóp þeirra eigenda bankanna sem hækka arðsemiskröfu sína og vexti til að hafa meira fé af fólki sem ekki getur leitað annað og sætir sameiginlegum afarkostum stóru bankanna. Þeir sem fara með hlut þjóðarinnar bera hér ábyrgð. Þingnefnd rannsaki stóru viðskiptabankana Þessar vaxtahækkanir hjá stóru bönkunum með litlu millibili vekja upp ýmsar spurningar og tímabært að þingið láti sig þetta varða. Hér þarf samkeppniseftirlitið einnig að stíga inn og efnahags- og viðskiptaráðherra. Þá þurfa stjórnvöld að hysja upp um sig við innleiðingu EES tilskipana um neytendavernd og fjármálaþjónustu, en á engu sviði er frammistaðan verri en þar. Afarkostir Þjóðin stendur frammi fyrir afarkostum og hefur ekkert annað að leita, þegar stóru bankarnir þrír, þar á meðal þeirra eigin banki, Landsbankinn, hækka vexti útlána á sama tíma án þess að aðstæður hafi breyst aðrar en að bankarnir vilji taka meira til sín og skila enn meiri hagnaði til eigenda sinna. Á sama tíma berst stór hluti lántakenda sem aldrei fyrr í bökkum að láta enda ná saman vegna stökkbreyttra hækkana afborgana húsnæðislána. Þessi framganga nú er ekki bara vafasöm heldur vart siðleg. Það er svo sérstaklega gagnrýnivert að banka í eigu þjóðarinnar skuli vera beitt með þessum hætti gegn eigendum sínu Höfundur er Alþingismaður og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar