Af hverju að fara aftur þangað með glóðarauga þegar það er að batna? Davíð Bergmann skrifar 29. september 2024 10:00 Hægrimenn ættu ekki að splundrast í sundur í marga flokka á hægri væng stjórnmálanna að mati ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, viðraði þá skoðun á dögunum í spjalli að henni myndi hugnast ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokksins. Tveir síðarnefndu flokkarnir hafa sótt í sig veðrið í nýlegum skoðanakönnunum, svo vitnað sé beint í ráðherra úr frétt Stöðvar 2 í gærkvöld. Síðan slær ráðherra út með því að segja að hún sjái fyrir sér að það væri hægt að sameina hægrimenn undir sjálfstæðisstefnunni, sem er hver hlýtur maður að spyrja sig í framhaldinu? Þetta finnst mér í meira lagi hjákátlegur málflutningur og kæri ráðherra, nei, það er ekki hægt að sameina alla hægrimenn undir Sjálfstæðisstefnunni þegar Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að segja skilið við stefnuna og þarf ekki nema líta til síðustu sjö ára í því samhengi í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Það er af ástæðu að menn hafa yfirgefið Sjálfstæðisflokkinn og leitað á önnur mið og fundið sig frekar í flokkum sem standa fyrir skynsemishyggju og rökfestu og eru ekki að gefa afslátt af stefnu sinni. Áslaug Arna, getur verið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fjarlægst og misst jarðtenginguna við kjósendur sína? Það er ekki sjálfgefið að menn og konur komi aftur í stjórnmálaflokk sem hefur svikið kjósendur sína ítrekað og gefið endalausan afslátt af stefnu sinni, ekki frekar en konan sem er í Kvennaathvarfinu, snúi aftur til ofbeldismannsins sem hefur lofað öllu fínu og fögru ef hún kemur aftur heim. Flokkur sem segist standa með stétt við stétt getur ekki verið samansettur af níu lögmönnum í sjötján manna þingflokki, þannig stjórnmálaflokkur hefur misst jarðtenginguna við kjósendur sína. Í þeim flokki heyrast ekki allar raddir og sá flokkur er hættur að endurspegla samsetningu samfélagsins sem við lifum í dag. Við sem kjósum til hægri getum ekki sameinast undir þeirri stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn er að taka í dag. Það sýna verk ríkisstjórnarinnar undir forystu Sjálfstæðisflokksins að undanförnu, það hefur sýnt sig að þeim flokki er ekki treystandi lengur. Það að kalla eftir því að Sjálfstæðisflokkurinn leiði hægrimenn undir sjálfstæðisstefnunni er eins og að stíga aftur inn í ofbeldissamband með glóðarauga á báðum augum. Kannski svarar þetta einhverjum þeim spurningum af hverju við getum ekki sameinast undir armi Sjálfstæðisflokksins við hægrimenn, kannski þarf sá ágæti flokkur að fara í alvarlega naflaskoðun, það er ekki nóg að lofa betrun og öllu fögru eins og ofbeldismaðurinn gerir, það dugar ekki í dag. Flokkur sem kennir sig við stétt við stétt hefur misst jarðsamband við kjósendur sína þegar samsetning þingflokks er með þessum hætti bara svo eitt dæmi sé tekið. Þess vegna er gott að hafa fundið sér nýtt heimili þar sem maður veit að það ríkir staðfesta og öryggi og menn eru ekki að gefa afslátt af stefnu sinni eftir því hvernig veður og vindar blása. Miðflokkurinn er ekki svartfuglavilltur í sjólægðinni, hann er flokkur sem hefur fast land undir fótum sér og ætlar að leiða íslenska þjóð til farsældar í framtíðinni og þar vil ég tilheyra. Höfundur er Miðflokksmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Hægrimenn ættu ekki að splundrast í sundur í marga flokka á hægri væng stjórnmálanna að mati ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, viðraði þá skoðun á dögunum í spjalli að henni myndi hugnast ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokksins. Tveir síðarnefndu flokkarnir hafa sótt í sig veðrið í nýlegum skoðanakönnunum, svo vitnað sé beint í ráðherra úr frétt Stöðvar 2 í gærkvöld. Síðan slær ráðherra út með því að segja að hún sjái fyrir sér að það væri hægt að sameina hægrimenn undir sjálfstæðisstefnunni, sem er hver hlýtur maður að spyrja sig í framhaldinu? Þetta finnst mér í meira lagi hjákátlegur málflutningur og kæri ráðherra, nei, það er ekki hægt að sameina alla hægrimenn undir Sjálfstæðisstefnunni þegar Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að segja skilið við stefnuna og þarf ekki nema líta til síðustu sjö ára í því samhengi í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Það er af ástæðu að menn hafa yfirgefið Sjálfstæðisflokkinn og leitað á önnur mið og fundið sig frekar í flokkum sem standa fyrir skynsemishyggju og rökfestu og eru ekki að gefa afslátt af stefnu sinni. Áslaug Arna, getur verið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fjarlægst og misst jarðtenginguna við kjósendur sína? Það er ekki sjálfgefið að menn og konur komi aftur í stjórnmálaflokk sem hefur svikið kjósendur sína ítrekað og gefið endalausan afslátt af stefnu sinni, ekki frekar en konan sem er í Kvennaathvarfinu, snúi aftur til ofbeldismannsins sem hefur lofað öllu fínu og fögru ef hún kemur aftur heim. Flokkur sem segist standa með stétt við stétt getur ekki verið samansettur af níu lögmönnum í sjötján manna þingflokki, þannig stjórnmálaflokkur hefur misst jarðtenginguna við kjósendur sína. Í þeim flokki heyrast ekki allar raddir og sá flokkur er hættur að endurspegla samsetningu samfélagsins sem við lifum í dag. Við sem kjósum til hægri getum ekki sameinast undir þeirri stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn er að taka í dag. Það sýna verk ríkisstjórnarinnar undir forystu Sjálfstæðisflokksins að undanförnu, það hefur sýnt sig að þeim flokki er ekki treystandi lengur. Það að kalla eftir því að Sjálfstæðisflokkurinn leiði hægrimenn undir sjálfstæðisstefnunni er eins og að stíga aftur inn í ofbeldissamband með glóðarauga á báðum augum. Kannski svarar þetta einhverjum þeim spurningum af hverju við getum ekki sameinast undir armi Sjálfstæðisflokksins við hægrimenn, kannski þarf sá ágæti flokkur að fara í alvarlega naflaskoðun, það er ekki nóg að lofa betrun og öllu fögru eins og ofbeldismaðurinn gerir, það dugar ekki í dag. Flokkur sem kennir sig við stétt við stétt hefur misst jarðsamband við kjósendur sína þegar samsetning þingflokks er með þessum hætti bara svo eitt dæmi sé tekið. Þess vegna er gott að hafa fundið sér nýtt heimili þar sem maður veit að það ríkir staðfesta og öryggi og menn eru ekki að gefa afslátt af stefnu sinni eftir því hvernig veður og vindar blása. Miðflokkurinn er ekki svartfuglavilltur í sjólægðinni, hann er flokkur sem hefur fast land undir fótum sér og ætlar að leiða íslenska þjóð til farsældar í framtíðinni og þar vil ég tilheyra. Höfundur er Miðflokksmaður
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun