Af hverju að fara aftur þangað með glóðarauga þegar það er að batna? Davíð Bergmann skrifar 29. september 2024 10:00 Hægrimenn ættu ekki að splundrast í sundur í marga flokka á hægri væng stjórnmálanna að mati ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, viðraði þá skoðun á dögunum í spjalli að henni myndi hugnast ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokksins. Tveir síðarnefndu flokkarnir hafa sótt í sig veðrið í nýlegum skoðanakönnunum, svo vitnað sé beint í ráðherra úr frétt Stöðvar 2 í gærkvöld. Síðan slær ráðherra út með því að segja að hún sjái fyrir sér að það væri hægt að sameina hægrimenn undir sjálfstæðisstefnunni, sem er hver hlýtur maður að spyrja sig í framhaldinu? Þetta finnst mér í meira lagi hjákátlegur málflutningur og kæri ráðherra, nei, það er ekki hægt að sameina alla hægrimenn undir Sjálfstæðisstefnunni þegar Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að segja skilið við stefnuna og þarf ekki nema líta til síðustu sjö ára í því samhengi í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Það er af ástæðu að menn hafa yfirgefið Sjálfstæðisflokkinn og leitað á önnur mið og fundið sig frekar í flokkum sem standa fyrir skynsemishyggju og rökfestu og eru ekki að gefa afslátt af stefnu sinni. Áslaug Arna, getur verið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fjarlægst og misst jarðtenginguna við kjósendur sína? Það er ekki sjálfgefið að menn og konur komi aftur í stjórnmálaflokk sem hefur svikið kjósendur sína ítrekað og gefið endalausan afslátt af stefnu sinni, ekki frekar en konan sem er í Kvennaathvarfinu, snúi aftur til ofbeldismannsins sem hefur lofað öllu fínu og fögru ef hún kemur aftur heim. Flokkur sem segist standa með stétt við stétt getur ekki verið samansettur af níu lögmönnum í sjötján manna þingflokki, þannig stjórnmálaflokkur hefur misst jarðtenginguna við kjósendur sína. Í þeim flokki heyrast ekki allar raddir og sá flokkur er hættur að endurspegla samsetningu samfélagsins sem við lifum í dag. Við sem kjósum til hægri getum ekki sameinast undir þeirri stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn er að taka í dag. Það sýna verk ríkisstjórnarinnar undir forystu Sjálfstæðisflokksins að undanförnu, það hefur sýnt sig að þeim flokki er ekki treystandi lengur. Það að kalla eftir því að Sjálfstæðisflokkurinn leiði hægrimenn undir sjálfstæðisstefnunni er eins og að stíga aftur inn í ofbeldissamband með glóðarauga á báðum augum. Kannski svarar þetta einhverjum þeim spurningum af hverju við getum ekki sameinast undir armi Sjálfstæðisflokksins við hægrimenn, kannski þarf sá ágæti flokkur að fara í alvarlega naflaskoðun, það er ekki nóg að lofa betrun og öllu fögru eins og ofbeldismaðurinn gerir, það dugar ekki í dag. Flokkur sem kennir sig við stétt við stétt hefur misst jarðsamband við kjósendur sína þegar samsetning þingflokks er með þessum hætti bara svo eitt dæmi sé tekið. Þess vegna er gott að hafa fundið sér nýtt heimili þar sem maður veit að það ríkir staðfesta og öryggi og menn eru ekki að gefa afslátt af stefnu sinni eftir því hvernig veður og vindar blása. Miðflokkurinn er ekki svartfuglavilltur í sjólægðinni, hann er flokkur sem hefur fast land undir fótum sér og ætlar að leiða íslenska þjóð til farsældar í framtíðinni og þar vil ég tilheyra. Höfundur er Miðflokksmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Hægrimenn ættu ekki að splundrast í sundur í marga flokka á hægri væng stjórnmálanna að mati ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, viðraði þá skoðun á dögunum í spjalli að henni myndi hugnast ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokksins. Tveir síðarnefndu flokkarnir hafa sótt í sig veðrið í nýlegum skoðanakönnunum, svo vitnað sé beint í ráðherra úr frétt Stöðvar 2 í gærkvöld. Síðan slær ráðherra út með því að segja að hún sjái fyrir sér að það væri hægt að sameina hægrimenn undir sjálfstæðisstefnunni, sem er hver hlýtur maður að spyrja sig í framhaldinu? Þetta finnst mér í meira lagi hjákátlegur málflutningur og kæri ráðherra, nei, það er ekki hægt að sameina alla hægrimenn undir Sjálfstæðisstefnunni þegar Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að segja skilið við stefnuna og þarf ekki nema líta til síðustu sjö ára í því samhengi í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Það er af ástæðu að menn hafa yfirgefið Sjálfstæðisflokkinn og leitað á önnur mið og fundið sig frekar í flokkum sem standa fyrir skynsemishyggju og rökfestu og eru ekki að gefa afslátt af stefnu sinni. Áslaug Arna, getur verið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fjarlægst og misst jarðtenginguna við kjósendur sína? Það er ekki sjálfgefið að menn og konur komi aftur í stjórnmálaflokk sem hefur svikið kjósendur sína ítrekað og gefið endalausan afslátt af stefnu sinni, ekki frekar en konan sem er í Kvennaathvarfinu, snúi aftur til ofbeldismannsins sem hefur lofað öllu fínu og fögru ef hún kemur aftur heim. Flokkur sem segist standa með stétt við stétt getur ekki verið samansettur af níu lögmönnum í sjötján manna þingflokki, þannig stjórnmálaflokkur hefur misst jarðtenginguna við kjósendur sína. Í þeim flokki heyrast ekki allar raddir og sá flokkur er hættur að endurspegla samsetningu samfélagsins sem við lifum í dag. Við sem kjósum til hægri getum ekki sameinast undir þeirri stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn er að taka í dag. Það sýna verk ríkisstjórnarinnar undir forystu Sjálfstæðisflokksins að undanförnu, það hefur sýnt sig að þeim flokki er ekki treystandi lengur. Það að kalla eftir því að Sjálfstæðisflokkurinn leiði hægrimenn undir sjálfstæðisstefnunni er eins og að stíga aftur inn í ofbeldissamband með glóðarauga á báðum augum. Kannski svarar þetta einhverjum þeim spurningum af hverju við getum ekki sameinast undir armi Sjálfstæðisflokksins við hægrimenn, kannski þarf sá ágæti flokkur að fara í alvarlega naflaskoðun, það er ekki nóg að lofa betrun og öllu fögru eins og ofbeldismaðurinn gerir, það dugar ekki í dag. Flokkur sem kennir sig við stétt við stétt hefur misst jarðsamband við kjósendur sína þegar samsetning þingflokks er með þessum hætti bara svo eitt dæmi sé tekið. Þess vegna er gott að hafa fundið sér nýtt heimili þar sem maður veit að það ríkir staðfesta og öryggi og menn eru ekki að gefa afslátt af stefnu sinni eftir því hvernig veður og vindar blása. Miðflokkurinn er ekki svartfuglavilltur í sjólægðinni, hann er flokkur sem hefur fast land undir fótum sér og ætlar að leiða íslenska þjóð til farsældar í framtíðinni og þar vil ég tilheyra. Höfundur er Miðflokksmaður
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun