Mikael Egill byrjaði á miðri miðju gestanna sem komust yfir undir blálok fyrri hálfleiks. Bryan Cristante jafnaði metin fyrir Rómverja þegar stundarfjórðungur lifði leiks og skömmu síðar var Mikael Egill tekinn af velli.
Niccolo Pisilli tryggði Rómverjum svo stigin þrjú með sigurmarki leiksins á 83. mínútu. Venezia er því áfram með aðeins fjögur stig í 18. sæti þegar liðið hefur leikið sex leiki. Roma er í 9. sæti með níu stig.
Lærisveinar Cesc Fabregas í Como unnu 3-2 sigur á Hellas Verona og hafa þar með unnið tvo leiki í röð. Patrick Crutone skoraði tvö og Andrea Belotti eitt. Þá vann Lazio 3-2 útisigur á toppliði Torino.