Banaslysin eru víðar en við sjáum Sigmar Guðmundsson skrifar 30. september 2024 07:30 Fíknisjúkdómurinn eirir engu. Það breytist ekki, því miður. Við sem þekkjum þennan sjúkdóm af eigin raun heyrum allt of oft af sviplegum dauðsföllum. Alltaf er það jafn sárt. Dauðsföllin eru mörg á hverju ári. Sjálfsvíg, ofskömmtun, hjartaáföll, slys og aðrir sjúkdómar sem eru bein afleiðing af drykkju og neyslu. Það er auðvitað hræðilegt að sjá í fréttum að banaslys hafi orðið á hættulegum gatnamótum við Sæbraut. Þetta er mikill harmur fyrir aðstandendur og við samhryggjumst þeim innilega. Það er mjög skiljanlegt að áhyggjufullir íbúar í grenndinni skuli krefjast úrbóta. Það eigum við öll að gera þegar við sjáum og skynjum hættur í kringum okkur. Það er svo stjórnvalda að bregðast við. Á sama tíma og ég dáist af þeim foreldrum sem krefjast úrbóta til að börnin þeirra séu öruggari í umferðinni þá er ég líka leiður yfir því hversu andvaralaus við erum enn vegna þeirra dauðsfalla sem verða af völdum fíknisjúkdómsins. Ekki síst vegna þess að það hefur verið óvenju dimmt yfir að undanförnu. Ég þekki til fjögurra einstaklinga sem hafa látist úr ofskömmtun núna á örfáum vikum. Allt einstaklingar á besta aldri sem fara allt of skyndilega frá okkur. Auðvitað birtast ekki fréttir af andláti þessa fólks í fjölmiðlum með dánarorsök og lýsingum á því hvað gerðist. En þetta eru samt líka slys. Fólk sem ætlaði sér ekki eða vildi ekki deyja, en var fast í hryllilegri fíkn. Mér finnst að við eigum líka að krefjast úrbóta vegna þessara slysa. Við eigum að hafa hátt og benda á að þessi banaslys vegna fíknar kalla líka á aðgerðir, rétt eins og banaslysin í umferðinni. Tveir af þessum fjórum voru til að mynda að bíða eftir því að komast í meðferð. Við vitum öll vel hversu löng sú bið getur orðið. Þarna er til að mynda tækifæri til úrbóta, rétt eins og að fara í það mikilvæga verk að byggja brú yfir veg. Það er líka hægt að auðvelda fólki að komast í aðstoð til geðlækna eða sálfræðinga ef biðlisti eftir meðferð er langur. Það er vel hægt að efla SÁÁ, Krýsuvík, Hlaðgerðarkot, Rótina og alla aðra sem vinna frábært starf fyrir fíknisjúka, rétt eins og að tvöfalda vegina út úr höfuðborginni. Það er meira að segja hægt að gera það fyrir talsvert minna fé. Þetta er ekki síður mikilvægt en vegagerðin enda deyja fleiri úr fíkn en í umferðinni. Við verðum að vakna og hætta að vanmeta þennan sjúkdóm svona óskaplega mikið. Skaðinn sem hann veldur er svo miklu meiri en fólk gerir sér grein fyrir. Kostnaður samfélagsins er óskaplegur vegna hans og þann kostnað má minnka með markvissum aðgerðum. Rétt eins og við erum alltaf að reyna í umferðinni. Það er erfitt að lýsa því með orðum hvað þetta er grimmur sjúkdómur. Hvað það fylgir honum mikil sorg og vonleysi. Hann hrifsar unga foreldra frá börnum sínum og foreldrar missa börnin sín. Hann stráir stingandi sársauka yfir fjölskyldu og vini sem syrgja líf sem átti annað og betra skilið en dauðann. Þessi dauðsföll fara ekki alltaf hátt því sjúkdómnum fylgir skömm og aðstandendur flagga því skiljanlega ekki alltaf hvert dánar meinið var. Minningargreinarnar, og þær eru margar, opinbera þennan veruleika þó í vaxandi mæli. Skömmin minnkar og það er gott, enda engin skömm í því að deyja úr banvænum sjúkdómi. Vonandi ber okkur gæfa til þess að fækka banaslysum í umferðinni. Það er verðugt markmið. En gleymum ekki að vegir fíknarinnar eru líka stórhættulegir. Þar verða líka banaslys. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Sigmar Guðmundsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Sjá meira
Fíknisjúkdómurinn eirir engu. Það breytist ekki, því miður. Við sem þekkjum þennan sjúkdóm af eigin raun heyrum allt of oft af sviplegum dauðsföllum. Alltaf er það jafn sárt. Dauðsföllin eru mörg á hverju ári. Sjálfsvíg, ofskömmtun, hjartaáföll, slys og aðrir sjúkdómar sem eru bein afleiðing af drykkju og neyslu. Það er auðvitað hræðilegt að sjá í fréttum að banaslys hafi orðið á hættulegum gatnamótum við Sæbraut. Þetta er mikill harmur fyrir aðstandendur og við samhryggjumst þeim innilega. Það er mjög skiljanlegt að áhyggjufullir íbúar í grenndinni skuli krefjast úrbóta. Það eigum við öll að gera þegar við sjáum og skynjum hættur í kringum okkur. Það er svo stjórnvalda að bregðast við. Á sama tíma og ég dáist af þeim foreldrum sem krefjast úrbóta til að börnin þeirra séu öruggari í umferðinni þá er ég líka leiður yfir því hversu andvaralaus við erum enn vegna þeirra dauðsfalla sem verða af völdum fíknisjúkdómsins. Ekki síst vegna þess að það hefur verið óvenju dimmt yfir að undanförnu. Ég þekki til fjögurra einstaklinga sem hafa látist úr ofskömmtun núna á örfáum vikum. Allt einstaklingar á besta aldri sem fara allt of skyndilega frá okkur. Auðvitað birtast ekki fréttir af andláti þessa fólks í fjölmiðlum með dánarorsök og lýsingum á því hvað gerðist. En þetta eru samt líka slys. Fólk sem ætlaði sér ekki eða vildi ekki deyja, en var fast í hryllilegri fíkn. Mér finnst að við eigum líka að krefjast úrbóta vegna þessara slysa. Við eigum að hafa hátt og benda á að þessi banaslys vegna fíknar kalla líka á aðgerðir, rétt eins og banaslysin í umferðinni. Tveir af þessum fjórum voru til að mynda að bíða eftir því að komast í meðferð. Við vitum öll vel hversu löng sú bið getur orðið. Þarna er til að mynda tækifæri til úrbóta, rétt eins og að fara í það mikilvæga verk að byggja brú yfir veg. Það er líka hægt að auðvelda fólki að komast í aðstoð til geðlækna eða sálfræðinga ef biðlisti eftir meðferð er langur. Það er vel hægt að efla SÁÁ, Krýsuvík, Hlaðgerðarkot, Rótina og alla aðra sem vinna frábært starf fyrir fíknisjúka, rétt eins og að tvöfalda vegina út úr höfuðborginni. Það er meira að segja hægt að gera það fyrir talsvert minna fé. Þetta er ekki síður mikilvægt en vegagerðin enda deyja fleiri úr fíkn en í umferðinni. Við verðum að vakna og hætta að vanmeta þennan sjúkdóm svona óskaplega mikið. Skaðinn sem hann veldur er svo miklu meiri en fólk gerir sér grein fyrir. Kostnaður samfélagsins er óskaplegur vegna hans og þann kostnað má minnka með markvissum aðgerðum. Rétt eins og við erum alltaf að reyna í umferðinni. Það er erfitt að lýsa því með orðum hvað þetta er grimmur sjúkdómur. Hvað það fylgir honum mikil sorg og vonleysi. Hann hrifsar unga foreldra frá börnum sínum og foreldrar missa börnin sín. Hann stráir stingandi sársauka yfir fjölskyldu og vini sem syrgja líf sem átti annað og betra skilið en dauðann. Þessi dauðsföll fara ekki alltaf hátt því sjúkdómnum fylgir skömm og aðstandendur flagga því skiljanlega ekki alltaf hvert dánar meinið var. Minningargreinarnar, og þær eru margar, opinbera þennan veruleika þó í vaxandi mæli. Skömmin minnkar og það er gott, enda engin skömm í því að deyja úr banvænum sjúkdómi. Vonandi ber okkur gæfa til þess að fækka banaslysum í umferðinni. Það er verðugt markmið. En gleymum ekki að vegir fíknarinnar eru líka stórhættulegir. Þar verða líka banaslys. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun