Ríkið gæti niðurgreitt losun flugfélaganna um þrjá milljarða Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2024 08:02 Íslensk flugfélög hefðu þurft að greiða fyrir stærri hluta losunar sinnar en áður á næstu árum. Ríkisstjórnin náði samkomulagi um undanþágu við ESB í fyrra. Vísir/Vilhelm Kostnaður ríkisins vegna undanþágu fyrir flugfélögin frá hertum losunarkröfum Evrópusambandsins gæti numið allt að rúmum þremur milljörðum króna næstu tvö árin. Losunarheimildir sem flugfélögin fá endurgjaldslaust koma frá íslenska ríkinu. Íslensk stjórnvöld börðust fyrir því að fá aðlögunartíma að nýjum og hertum reglum Evrópusambandsins um losun gróðurhúsalofttegunda frá alþjóðaflugi. Flugfélögin hafa hingað til fengið endurgjaldslausar heimildir fyrir meirihluta losunnar sinnar en með hertu reglunum átti að fækka þeim um fjórðung í ár, helming á næsta ári og útrýma þeim alveg árið 2026. Markmiðið er að skapa efnahagslegan hvata fyrir flugfélögin til þess að draga úr losun sinni sem þau þyrftu annars að greiða fyrir í auknum mæli. Eftir að Katrín Jakobsdóttir, þáverandi forsætisráðherra, fundaði með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í maí í fyrra var tilkynnt að náðst hefði samkomulag um að Ísland fengi áfram fríar losunarheimildir til þess að bjóða flugfélögunum. Rökstuðningur íslenskra stjórnvalda fyrir undanþágunni var sú að flugleiðir til Íslands væru mun lengri en meðalflugvegalengdir á milli annarra flugvalla innan Evrópu. Hertu reglurnar hefðu því meiri áhrif á samkeppnisstöðu Íslands en annarra landa. Ekki nýjar heimildir fyrir Ísland Útfærslan á undanþágunni felur þó ekki í sér að Ísland fái viðbótarlosunarheimildir til þess að gefa flugfélögunum. Þess í stað fengu íslensk stjórnvöld heimild til þess að ráðstafa losunarheimildum Íslands í viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) til flugfélaganna svo að þau þurfi ekki að greiða fyrir eigin losun í auknum mæli strax. Þær heimildir hefði íslenska ríkið annars selt á uppboði og fengið tekjur af. Uppboð á losunarheimildum hafa skilað milljörðum króna í ríkissjóð á undanförnum árum. „Í rauninni er Ísland að sleppa því að bjóða upp þessar heimildir og missa þá í raun og veru af tekjum sem hefðu komið vegna sölu þeirra. Þetta eru ekki viðbótarheimildir. Íslenska ríkið er að nota þetta fjármagn þannig séð til þess að kaupa þessar losunarheimildir fyrir flugrekendur,“ segir Einar Halldórsson, teymisstjóri losunarheimilda og loftgæða hjá Umhverfisstofnun. Verða að sýna fram á kolefnishlutleysisáætlun Heimild til ráðherra loftslagsmála til að ráðstafa losunarheimildum til flugrekenda með þessum hætti er að finna í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Skilyrði fyrir því að flugfélögin fái losunarheimildum úthlutað frá ríkinu er að þau skili kolefnishlutleysisáætlun til Umhverfisstofnunar. Í skriflegu svari umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins við fyrirspurn Vísis kemur fram að ekki liggi fyrir hversu margir flugrekendur eigi eftir að sækja um að fá heimildum úthlutað og hvort þau uppfylli þá skilyrðin fyrir því. Hámarkskostnaður við þessa úthlutun sem gert er ráð fyrir í fjárlögum og fjármálaáætlun nemur 1,1 milljarði króna á næsta ári og tveimur milljörðum króna árið 2026. Eftir það fellur heimildin niður. Ráðuneytið segir að losunarheimildirnar sem úthlutað gæti verið til flugfélaganna hafi ekki áhrif á möguleika Íslands á að nýta sér svokallað sveigjanleikaákvæði í losunarbókhaldi sem heimilar að hluti ETS-losunarheimilda sé nýttur til þess að stemma það af ef losun Íslands fer umfram skuldbindingar landsins. Þær heimildir hafi þegar verið dregnar frá heildarúthlutun til Íslands. Ursula von der Leyen og Katrín Jakobsdóttir þegar þær hittust í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík í fyrra. Þá greindu þær frá því að samkomulag hefði náðst um óskir íslenskra stjórnvalda um undanþágur fyrir íslensk flugfélög frá losunarreglum.Vísir/Einar Erlend félög gætu sótt um Enn á eftir að útfæra undanþáguna fyrir flugrekendur á Íslandi. Fulltrúar Umhverfisstofnunar vinna að því með framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Einar frá Umhverfisstofnun segir stóru spurninguna hvort að þeir tugir erlendra flugfélaga sem fljúga til Íslands sæki um úthlutanir frírra losunarheimilda og hvort að þær komi þá frá heimildum Íslands eða heimaríkja þeirra. Þegar hafi borist fyrirspurnir frá erlendum flugfélögum um skilyrðin fyrir úthlutununum. Einar segist gera ráð fyrir að umsóknir frá erlendum félögum berist. „Það er ekkert sem segir að þau megi ekki sækja um líka. Þetta er ein af spurningum okkar sem við erum að reyna að svara með framkvæmdastjórninni,“ segir Einar. Þrír flugrekendur fengu úthlutað endurgjaldslausum losunarheimildum á Íslandi fyrir árið 2023. Auk Icelandair fékk fraktfélagið Bláfugl, sem skilaði inn flugrekstrarleyfi sínu fyrr á þessu ári, og þýska fyrirtækið Papier-Mettler slíkar heimildir. Play hafði ekki hafið starfsemi sína þegar úthlutunartímabilið hófst en verður á meðal þeirra félaga sem fá úthlutun fyrir þetta ár. Fréttir af flugi Loftslagsmál Evrópusambandið Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Mikilvægt að ESB viðurkenni sérstöðu Íslands í flugsamgöngum Forstjóri Icelandair segir það mikilvægt að forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hafi viðurkennt sérstöðu Íslands í tengslum við breytingar á losunarheimildum til flugfélaga í gær. Verði ekki tekið tillit til sjónarmiða Íslands gæti verðmunur á flugferðum frá landinu hlaupið á fleiri þúsundum króna. 17. maí 2023 09:04 Sjónarmið Íslands hljóti að mæta skilningi Löggjöf um breyttar reglur um losunarheimildir í flugi var samþykkt á Evrópuþinginu í gærmorgun. Forsætisráðherra segir löggjöfina hafa hlutfallslega mikil áhrif á flugsamgöngur til og frá Íslandi. Hún trúir að raunhæf lausn náist í málinu, sjónarmið Íslands hljóti að mæta skilningi. 19. apríl 2023 12:24 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Íslensk stjórnvöld börðust fyrir því að fá aðlögunartíma að nýjum og hertum reglum Evrópusambandsins um losun gróðurhúsalofttegunda frá alþjóðaflugi. Flugfélögin hafa hingað til fengið endurgjaldslausar heimildir fyrir meirihluta losunnar sinnar en með hertu reglunum átti að fækka þeim um fjórðung í ár, helming á næsta ári og útrýma þeim alveg árið 2026. Markmiðið er að skapa efnahagslegan hvata fyrir flugfélögin til þess að draga úr losun sinni sem þau þyrftu annars að greiða fyrir í auknum mæli. Eftir að Katrín Jakobsdóttir, þáverandi forsætisráðherra, fundaði með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í maí í fyrra var tilkynnt að náðst hefði samkomulag um að Ísland fengi áfram fríar losunarheimildir til þess að bjóða flugfélögunum. Rökstuðningur íslenskra stjórnvalda fyrir undanþágunni var sú að flugleiðir til Íslands væru mun lengri en meðalflugvegalengdir á milli annarra flugvalla innan Evrópu. Hertu reglurnar hefðu því meiri áhrif á samkeppnisstöðu Íslands en annarra landa. Ekki nýjar heimildir fyrir Ísland Útfærslan á undanþágunni felur þó ekki í sér að Ísland fái viðbótarlosunarheimildir til þess að gefa flugfélögunum. Þess í stað fengu íslensk stjórnvöld heimild til þess að ráðstafa losunarheimildum Íslands í viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) til flugfélaganna svo að þau þurfi ekki að greiða fyrir eigin losun í auknum mæli strax. Þær heimildir hefði íslenska ríkið annars selt á uppboði og fengið tekjur af. Uppboð á losunarheimildum hafa skilað milljörðum króna í ríkissjóð á undanförnum árum. „Í rauninni er Ísland að sleppa því að bjóða upp þessar heimildir og missa þá í raun og veru af tekjum sem hefðu komið vegna sölu þeirra. Þetta eru ekki viðbótarheimildir. Íslenska ríkið er að nota þetta fjármagn þannig séð til þess að kaupa þessar losunarheimildir fyrir flugrekendur,“ segir Einar Halldórsson, teymisstjóri losunarheimilda og loftgæða hjá Umhverfisstofnun. Verða að sýna fram á kolefnishlutleysisáætlun Heimild til ráðherra loftslagsmála til að ráðstafa losunarheimildum til flugrekenda með þessum hætti er að finna í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Skilyrði fyrir því að flugfélögin fái losunarheimildum úthlutað frá ríkinu er að þau skili kolefnishlutleysisáætlun til Umhverfisstofnunar. Í skriflegu svari umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins við fyrirspurn Vísis kemur fram að ekki liggi fyrir hversu margir flugrekendur eigi eftir að sækja um að fá heimildum úthlutað og hvort þau uppfylli þá skilyrðin fyrir því. Hámarkskostnaður við þessa úthlutun sem gert er ráð fyrir í fjárlögum og fjármálaáætlun nemur 1,1 milljarði króna á næsta ári og tveimur milljörðum króna árið 2026. Eftir það fellur heimildin niður. Ráðuneytið segir að losunarheimildirnar sem úthlutað gæti verið til flugfélaganna hafi ekki áhrif á möguleika Íslands á að nýta sér svokallað sveigjanleikaákvæði í losunarbókhaldi sem heimilar að hluti ETS-losunarheimilda sé nýttur til þess að stemma það af ef losun Íslands fer umfram skuldbindingar landsins. Þær heimildir hafi þegar verið dregnar frá heildarúthlutun til Íslands. Ursula von der Leyen og Katrín Jakobsdóttir þegar þær hittust í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík í fyrra. Þá greindu þær frá því að samkomulag hefði náðst um óskir íslenskra stjórnvalda um undanþágur fyrir íslensk flugfélög frá losunarreglum.Vísir/Einar Erlend félög gætu sótt um Enn á eftir að útfæra undanþáguna fyrir flugrekendur á Íslandi. Fulltrúar Umhverfisstofnunar vinna að því með framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Einar frá Umhverfisstofnun segir stóru spurninguna hvort að þeir tugir erlendra flugfélaga sem fljúga til Íslands sæki um úthlutanir frírra losunarheimilda og hvort að þær komi þá frá heimildum Íslands eða heimaríkja þeirra. Þegar hafi borist fyrirspurnir frá erlendum flugfélögum um skilyrðin fyrir úthlutununum. Einar segist gera ráð fyrir að umsóknir frá erlendum félögum berist. „Það er ekkert sem segir að þau megi ekki sækja um líka. Þetta er ein af spurningum okkar sem við erum að reyna að svara með framkvæmdastjórninni,“ segir Einar. Þrír flugrekendur fengu úthlutað endurgjaldslausum losunarheimildum á Íslandi fyrir árið 2023. Auk Icelandair fékk fraktfélagið Bláfugl, sem skilaði inn flugrekstrarleyfi sínu fyrr á þessu ári, og þýska fyrirtækið Papier-Mettler slíkar heimildir. Play hafði ekki hafið starfsemi sína þegar úthlutunartímabilið hófst en verður á meðal þeirra félaga sem fá úthlutun fyrir þetta ár.
Fréttir af flugi Loftslagsmál Evrópusambandið Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Mikilvægt að ESB viðurkenni sérstöðu Íslands í flugsamgöngum Forstjóri Icelandair segir það mikilvægt að forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hafi viðurkennt sérstöðu Íslands í tengslum við breytingar á losunarheimildum til flugfélaga í gær. Verði ekki tekið tillit til sjónarmiða Íslands gæti verðmunur á flugferðum frá landinu hlaupið á fleiri þúsundum króna. 17. maí 2023 09:04 Sjónarmið Íslands hljóti að mæta skilningi Löggjöf um breyttar reglur um losunarheimildir í flugi var samþykkt á Evrópuþinginu í gærmorgun. Forsætisráðherra segir löggjöfina hafa hlutfallslega mikil áhrif á flugsamgöngur til og frá Íslandi. Hún trúir að raunhæf lausn náist í málinu, sjónarmið Íslands hljóti að mæta skilningi. 19. apríl 2023 12:24 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Mikilvægt að ESB viðurkenni sérstöðu Íslands í flugsamgöngum Forstjóri Icelandair segir það mikilvægt að forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hafi viðurkennt sérstöðu Íslands í tengslum við breytingar á losunarheimildum til flugfélaga í gær. Verði ekki tekið tillit til sjónarmiða Íslands gæti verðmunur á flugferðum frá landinu hlaupið á fleiri þúsundum króna. 17. maí 2023 09:04
Sjónarmið Íslands hljóti að mæta skilningi Löggjöf um breyttar reglur um losunarheimildir í flugi var samþykkt á Evrópuþinginu í gærmorgun. Forsætisráðherra segir löggjöfina hafa hlutfallslega mikil áhrif á flugsamgöngur til og frá Íslandi. Hún trúir að raunhæf lausn náist í málinu, sjónarmið Íslands hljóti að mæta skilningi. 19. apríl 2023 12:24