Eru sósíaldemokratískir flokkar smátt og smátt að hverfa? Reynir Böðvarsson skrifar 30. september 2024 22:30 Sósíaldemokratiskir flokkar í Norður-Evrópu hafa færst lengra til hægri á síðustu áratugum, sérstaklega í samanburði við stefnu þeirra allt fram að Nýfrjálshyggju. Það eru margar vísbendingar um þessa þróun, og hún á sér margar birtingarmyndir. Tengsl við verkalýðshreyfinguna hefur víða minnkað eða breyst í umhyggju fyrir millistétt frekar en þeirra sem eru á lægstu launum. Samfylkingin og fyrirrennarar hennar eru þar engin undantekning en hafa ekki þurft að fara eins langa vegferð og margir aðrir flokkar því aldrei fóru kratar á Íslandi eins langt til vinstri og flestir aðrir sambærilegir flokkar í Norður-Evrópu, voru alltaf að daðra við íhaldið. Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar fór nýfrjálshyggja að verða ráðandi í alþjóðlegri hagstjórn, með áherslu á markaðslausnir, einkavæðingu og minni ríkisafskipti. Sósíaldemókratískir flokkar aðlöguðust þessari nýju hagfræði með því að milda sögulegar kröfur sínar um ríkisrekstur og miðstýringu, og tóku upp stefnu sem var hliðhollari markaðnum. Þetta sást til dæmis með stefnum eins og "Þriðja veginum" (e. Third Way), sem var vinsæl undir forystu Tony Blair í Bretlandi og Gerhard Schröder í Þýskalandi á tíunda áratugnum. Þessi hugmyndafræði var talin samræma félagslega hugsun við frjálslynda markaðshagfræði. Fyrir þann tíma voru sósíaldemókratískir flokkar meira að ýta á stórtækar opinberar fjárfestingar og jafnvel þjóðnýtingu (e. nationalization) á lykilfyrirtækjum, t.d. í orkugeiranum, samgöngum og fjármálum. Á síðustu áratugum hafa þessir flokkar í auknum mæli samþykkt einkavæðingu á þessum sviðum. Í sumum tilfellum hafa sósíaldemókratar sjálfir staðið fyrir slíku, eða sætt sig við áframhaldandi einkavæðingu undir stjórn hægri flokka. Á áttunda og níunda áratugnum byggðu sósíaldemókratískir flokkar upp sterkt velferðarkerfi í flestum löndum Norður-Evrópu, en á síðustu áratugum hafa verið innleiddar skerðingar á ýmsum sviðum. Þrátt fyrir að sósíaldemókratar haldi oftast áfram að verja velferðarkerfið hafa þeir tekið upp stefnu um að draga úr útgjöldum, endurskipuleggja kerfin og leggja áherslu á aukna ráðdeild í ríkisfjármálum. Þetta hefur gerst samhliða vaxandi áróðri frá hægrinu um aukna ábyrgð einstaklinga um eigin hagi innan velferðarþjóðfélagsins. Oftast voru sósíaldemókratar ófeimnir við að taka afstöðu með háum sköttum til að fjármagna ríkisútgjöld og velferðarkerfi. Í dag virðist þessi afstaða orðin að feimnismáli, ákaflega varlega farið til þess að styggja ekki hægrið í flokknum. Þessir flokkar hafa þvert á móti í auknum mæli fallist á að lækka skatta til að skapa hagstæðara viðskiptaumhverfi og laða að erlent fjármagn. Þó að þeir verji enn meginstoðir velferðarkerfa sinna, hefur skattastefna þeirra orðið hliðhollari markaðinum svokallaða. Þessir flokkar hafa einnig talið sig nauðbeygða til aðlagast breyttum pólitískum veruleika með tilliti til innflytjenda- og öryggismála. Fyrir á árum stóðu þeir almennt fyrir opnari stefnu hvað varðar innflytjendur, fjölmenningu og mannréttindi. En á síðustu árum hefur í löndum, eins og í Svíþjóð og Danmörku og nú einnig Samfylkingin á Íslandi orðið breyting á stefnu þessara flokka, þar sem þeir hafa tekið upp harðari afstöðu til innflytjendamála og lögreglumála til að takast á við uppgang þjóðernispopúlískra flokka til hægri. Hvar getur maður nú fundið gamla heiðarlega sósíldemokratíska stefnu eins og lagt var upp með af þessum flokkum í byrjun síðustu aldar og var svo framgangsrík? Svarið er augljóst, það verður að horfa lengra til vinstri, til vinstri við þessa sósíaldemokratisku flokka til þess að finna þessi gömlu góðu jafnaðar stefnu. Þetta á allstaðar við og á Íslandi er það augljóslega Sósíalistaflokkurinn sem verður fyrir valinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Sósíaldemokratiskir flokkar í Norður-Evrópu hafa færst lengra til hægri á síðustu áratugum, sérstaklega í samanburði við stefnu þeirra allt fram að Nýfrjálshyggju. Það eru margar vísbendingar um þessa þróun, og hún á sér margar birtingarmyndir. Tengsl við verkalýðshreyfinguna hefur víða minnkað eða breyst í umhyggju fyrir millistétt frekar en þeirra sem eru á lægstu launum. Samfylkingin og fyrirrennarar hennar eru þar engin undantekning en hafa ekki þurft að fara eins langa vegferð og margir aðrir flokkar því aldrei fóru kratar á Íslandi eins langt til vinstri og flestir aðrir sambærilegir flokkar í Norður-Evrópu, voru alltaf að daðra við íhaldið. Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar fór nýfrjálshyggja að verða ráðandi í alþjóðlegri hagstjórn, með áherslu á markaðslausnir, einkavæðingu og minni ríkisafskipti. Sósíaldemókratískir flokkar aðlöguðust þessari nýju hagfræði með því að milda sögulegar kröfur sínar um ríkisrekstur og miðstýringu, og tóku upp stefnu sem var hliðhollari markaðnum. Þetta sást til dæmis með stefnum eins og "Þriðja veginum" (e. Third Way), sem var vinsæl undir forystu Tony Blair í Bretlandi og Gerhard Schröder í Þýskalandi á tíunda áratugnum. Þessi hugmyndafræði var talin samræma félagslega hugsun við frjálslynda markaðshagfræði. Fyrir þann tíma voru sósíaldemókratískir flokkar meira að ýta á stórtækar opinberar fjárfestingar og jafnvel þjóðnýtingu (e. nationalization) á lykilfyrirtækjum, t.d. í orkugeiranum, samgöngum og fjármálum. Á síðustu áratugum hafa þessir flokkar í auknum mæli samþykkt einkavæðingu á þessum sviðum. Í sumum tilfellum hafa sósíaldemókratar sjálfir staðið fyrir slíku, eða sætt sig við áframhaldandi einkavæðingu undir stjórn hægri flokka. Á áttunda og níunda áratugnum byggðu sósíaldemókratískir flokkar upp sterkt velferðarkerfi í flestum löndum Norður-Evrópu, en á síðustu áratugum hafa verið innleiddar skerðingar á ýmsum sviðum. Þrátt fyrir að sósíaldemókratar haldi oftast áfram að verja velferðarkerfið hafa þeir tekið upp stefnu um að draga úr útgjöldum, endurskipuleggja kerfin og leggja áherslu á aukna ráðdeild í ríkisfjármálum. Þetta hefur gerst samhliða vaxandi áróðri frá hægrinu um aukna ábyrgð einstaklinga um eigin hagi innan velferðarþjóðfélagsins. Oftast voru sósíaldemókratar ófeimnir við að taka afstöðu með háum sköttum til að fjármagna ríkisútgjöld og velferðarkerfi. Í dag virðist þessi afstaða orðin að feimnismáli, ákaflega varlega farið til þess að styggja ekki hægrið í flokknum. Þessir flokkar hafa þvert á móti í auknum mæli fallist á að lækka skatta til að skapa hagstæðara viðskiptaumhverfi og laða að erlent fjármagn. Þó að þeir verji enn meginstoðir velferðarkerfa sinna, hefur skattastefna þeirra orðið hliðhollari markaðinum svokallaða. Þessir flokkar hafa einnig talið sig nauðbeygða til aðlagast breyttum pólitískum veruleika með tilliti til innflytjenda- og öryggismála. Fyrir á árum stóðu þeir almennt fyrir opnari stefnu hvað varðar innflytjendur, fjölmenningu og mannréttindi. En á síðustu árum hefur í löndum, eins og í Svíþjóð og Danmörku og nú einnig Samfylkingin á Íslandi orðið breyting á stefnu þessara flokka, þar sem þeir hafa tekið upp harðari afstöðu til innflytjendamála og lögreglumála til að takast á við uppgang þjóðernispopúlískra flokka til hægri. Hvar getur maður nú fundið gamla heiðarlega sósíldemokratíska stefnu eins og lagt var upp með af þessum flokkum í byrjun síðustu aldar og var svo framgangsrík? Svarið er augljóst, það verður að horfa lengra til vinstri, til vinstri við þessa sósíaldemokratisku flokka til þess að finna þessi gömlu góðu jafnaðar stefnu. Þetta á allstaðar við og á Íslandi er það augljóslega Sósíalistaflokkurinn sem verður fyrir valinu.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun