Rutte tekur við af Stoltenberg Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2024 06:34 Mark Rutte lét af embætti sem forsætisráðherra Hollands í sumar, en hann hafi gegnt þeirri stöðu síðan 2010. EPA Hinn norski Jens Stoltenberg mun láta af embætti framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, NATO, í dag eftir tíu ár í embætti. Mark Rutte, fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, tekur við stöðunni. Röð viðburða eru á dagskrá í Brussel í dag til að marka tímamótin en Rutte verður sautjándi maðurinn til að gegna embættinu. Þeir Stoltenberg og Rutte munu takast í hendur og koma fyrir blómkransi við höfuðstöðvar bandalagsins í Brussel og svo funda með sendiherrum aðilarríkja. Að því loknu mun Rutte formlega taka við embættinu. Stoltenberg tók við stöðunni árið 2014, sama ár og Rússar innlimuðu Krímskaga. Hann hefur þar með stýrt bandalaginu í tíu ár og hefur einungis hinn hollenski Joseph Luns leitt bandalagið lengur. Luns gegndi embætti framkvæmdastjóra NATO í tólf ár, frá 1971 til 1984. Meðal þeirra verkefna sem verða á borði Rutte eru innrás Rússlands í Úkraínu, sem brátt hefur staðið í þúsund daga, og þá hafa mörg aðildarríki áhyggjur af stöðu bandalagsins fari svo að Donald Trump verði kjörinn forseti Bandaríkjanna á nýjan leik í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember. Í forsetatíð sinni á árunum 2017 til 2021 þrýsti Trump mjög á önnur aðildarríki að leggja meira fjármagn til bandalagsins, auk þess að hann varpaði ákveðinni óvissu á gildi 5. greinar stofnsáttmálans þar sem lýst er yfir að árás á eitt bandalagsríki jafngildi árás á þau öll. Rutte lét af embætti sem forsætisráðherra Hollands í sumar, en hann hafi gegnt þeirri stöðu síðan 2010. NATO Holland Noregur Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Staðfesta skipun Ruttes Framkvæmdastjórn Atlantshafsbandalagsins, NATO, hefur staðfest skipun Marks Rutte, forsætisráðherra Hollands, í stöðu framkvæmdastjóra NATO. 26. júní 2024 10:31 Rutte næsti framkvæmdastjóri NATO Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, verður næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO. Það varð ljóst í dag þegar eini andstæður Rutte, Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, dró framboð sitt til framkvæmdastjóra NATO til baka. 20. júní 2024 18:43 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre Sjá meira
Röð viðburða eru á dagskrá í Brussel í dag til að marka tímamótin en Rutte verður sautjándi maðurinn til að gegna embættinu. Þeir Stoltenberg og Rutte munu takast í hendur og koma fyrir blómkransi við höfuðstöðvar bandalagsins í Brussel og svo funda með sendiherrum aðilarríkja. Að því loknu mun Rutte formlega taka við embættinu. Stoltenberg tók við stöðunni árið 2014, sama ár og Rússar innlimuðu Krímskaga. Hann hefur þar með stýrt bandalaginu í tíu ár og hefur einungis hinn hollenski Joseph Luns leitt bandalagið lengur. Luns gegndi embætti framkvæmdastjóra NATO í tólf ár, frá 1971 til 1984. Meðal þeirra verkefna sem verða á borði Rutte eru innrás Rússlands í Úkraínu, sem brátt hefur staðið í þúsund daga, og þá hafa mörg aðildarríki áhyggjur af stöðu bandalagsins fari svo að Donald Trump verði kjörinn forseti Bandaríkjanna á nýjan leik í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember. Í forsetatíð sinni á árunum 2017 til 2021 þrýsti Trump mjög á önnur aðildarríki að leggja meira fjármagn til bandalagsins, auk þess að hann varpaði ákveðinni óvissu á gildi 5. greinar stofnsáttmálans þar sem lýst er yfir að árás á eitt bandalagsríki jafngildi árás á þau öll. Rutte lét af embætti sem forsætisráðherra Hollands í sumar, en hann hafi gegnt þeirri stöðu síðan 2010.
NATO Holland Noregur Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Staðfesta skipun Ruttes Framkvæmdastjórn Atlantshafsbandalagsins, NATO, hefur staðfest skipun Marks Rutte, forsætisráðherra Hollands, í stöðu framkvæmdastjóra NATO. 26. júní 2024 10:31 Rutte næsti framkvæmdastjóri NATO Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, verður næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO. Það varð ljóst í dag þegar eini andstæður Rutte, Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, dró framboð sitt til framkvæmdastjóra NATO til baka. 20. júní 2024 18:43 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre Sjá meira
Staðfesta skipun Ruttes Framkvæmdastjórn Atlantshafsbandalagsins, NATO, hefur staðfest skipun Marks Rutte, forsætisráðherra Hollands, í stöðu framkvæmdastjóra NATO. 26. júní 2024 10:31
Rutte næsti framkvæmdastjóri NATO Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, verður næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO. Það varð ljóst í dag þegar eini andstæður Rutte, Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, dró framboð sitt til framkvæmdastjóra NATO til baka. 20. júní 2024 18:43