Viðreisn er tilbúin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. október 2024 12:31 „Viðreisn er ekki eins og eitthvað þriggja sekúndna TikTok myndband. Meira svona eins og… Spegillinn á RÚV“ sagði manneskja sem ég met mikils við mig um daginn. Svo brosti hún undurblítt. Þessi góða vinkona mín hefur að mörgu leyti rétt fyrir sér og þetta er eitthvað sem við tökum til okkar. Þó við séum ekki endilega mikið fyrir að troða flóknum úrlausnarefnum samfélagsins í einfaldar umbúðir og selja þær sem slíkar. Að ná tökum á vöxtum og verðbólgu, koma á stöðugleika á húsnæðismarkaði, finna lausnir á biðlistavanda innan heilbrigðiskerfisins, fjármagna innviðaskuldir (efnislegar og mannlegar), koma loftslagsaðgerðum í framkvæmd, efla menntamálin og tryggja öryggi í landinu okkar. Allt eru þetta dæmi um miklar áskoranir sem bíða stjórnmálanna. Góð stemning í Viðreisn Ég hef síðustu vikur fundið fyrir auknum áhuga á okkur í Viðreisn. Sífellt fleiri koma að máli við mig til að lýsa yfir stuðningi við flokkinn eða til að hvetja okkur til dáða til að standa keik með okkar kjarnamálum. Í stað þess að hlaupast undan stefnu eða sópa henni undir teppið. Mér þykir vænt um þá hvatningu. Þessi meðbyr kristallaðist svo í flottu Haustþingi Viðreisnar um síðastliðna helgi sem haldið var í Hlégarði í Mosfellsbæ. Það voru ekki nægilega margir stólar í salnum til að rúma allt það kraftmikla fólk sem flykktist á fundinn. Einhver frumkraftur leystist úr læðingi sem var áþreifanlegur. Bjartsýni, einlægni og framsýni einkenndi fundarmenn. Sóknarhugur til að gera betur fyrir venjulegt fólk. Innkoma nýs Viðreisnarfólks er síðan mikill styrkur fyrir flokkinn. Það eru spennandi tímar fram undan. Tími frjálslyndis runninn upp Ég ætla að leyfa mér að binda vonir við það að næstu kosningar muni hafa í för með sér frjálslyndissveiflu. Þar sem almenningur hafnar þeirri skautun jaðranna sem felast í íhaldssömum hægri eða vinstri flokkum. Með Viðreisn höfum við frjálslyndan valkost þar sem við tryggjum þéttofið velferðarnet á sama tíma og við stundum framsýna og ábyrga hagstjórn. Við þurfum skynsemi í stjórnmálin. Við þurfum mennsku í stjórnmálin. Við þurfum langtímasýn og ákvarðanir. Og kjark til að fylgja þeim eftir. Við verðum að þokast áfram og horfa til framtíðar. Við ætlum okkur áfram og frá þessari meinlegu kyrrstöðu sem einkennt hefur stjórnarheimilið á liðnum árum. Og við ætlum ekki til baka eins og Kamala Harris, okkar kona fyrir vestan hefur sagt í sinni baráttu. Haustþingið var gott veganesti fyrir okkur í Viðreisn. Við skerptum á málefnum og þéttum raðirnar. Næsta verkefni innan flokks er að drífa sem fyrst í að halda prófkjör, ef svæðisráðin kjósa svo. Kosningabaráttan er hafin. Það er verk að vinna fyrir fólkið okkar í landinu. Viðreisn er tilbúin. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
„Viðreisn er ekki eins og eitthvað þriggja sekúndna TikTok myndband. Meira svona eins og… Spegillinn á RÚV“ sagði manneskja sem ég met mikils við mig um daginn. Svo brosti hún undurblítt. Þessi góða vinkona mín hefur að mörgu leyti rétt fyrir sér og þetta er eitthvað sem við tökum til okkar. Þó við séum ekki endilega mikið fyrir að troða flóknum úrlausnarefnum samfélagsins í einfaldar umbúðir og selja þær sem slíkar. Að ná tökum á vöxtum og verðbólgu, koma á stöðugleika á húsnæðismarkaði, finna lausnir á biðlistavanda innan heilbrigðiskerfisins, fjármagna innviðaskuldir (efnislegar og mannlegar), koma loftslagsaðgerðum í framkvæmd, efla menntamálin og tryggja öryggi í landinu okkar. Allt eru þetta dæmi um miklar áskoranir sem bíða stjórnmálanna. Góð stemning í Viðreisn Ég hef síðustu vikur fundið fyrir auknum áhuga á okkur í Viðreisn. Sífellt fleiri koma að máli við mig til að lýsa yfir stuðningi við flokkinn eða til að hvetja okkur til dáða til að standa keik með okkar kjarnamálum. Í stað þess að hlaupast undan stefnu eða sópa henni undir teppið. Mér þykir vænt um þá hvatningu. Þessi meðbyr kristallaðist svo í flottu Haustþingi Viðreisnar um síðastliðna helgi sem haldið var í Hlégarði í Mosfellsbæ. Það voru ekki nægilega margir stólar í salnum til að rúma allt það kraftmikla fólk sem flykktist á fundinn. Einhver frumkraftur leystist úr læðingi sem var áþreifanlegur. Bjartsýni, einlægni og framsýni einkenndi fundarmenn. Sóknarhugur til að gera betur fyrir venjulegt fólk. Innkoma nýs Viðreisnarfólks er síðan mikill styrkur fyrir flokkinn. Það eru spennandi tímar fram undan. Tími frjálslyndis runninn upp Ég ætla að leyfa mér að binda vonir við það að næstu kosningar muni hafa í för með sér frjálslyndissveiflu. Þar sem almenningur hafnar þeirri skautun jaðranna sem felast í íhaldssömum hægri eða vinstri flokkum. Með Viðreisn höfum við frjálslyndan valkost þar sem við tryggjum þéttofið velferðarnet á sama tíma og við stundum framsýna og ábyrga hagstjórn. Við þurfum skynsemi í stjórnmálin. Við þurfum mennsku í stjórnmálin. Við þurfum langtímasýn og ákvarðanir. Og kjark til að fylgja þeim eftir. Við verðum að þokast áfram og horfa til framtíðar. Við ætlum okkur áfram og frá þessari meinlegu kyrrstöðu sem einkennt hefur stjórnarheimilið á liðnum árum. Og við ætlum ekki til baka eins og Kamala Harris, okkar kona fyrir vestan hefur sagt í sinni baráttu. Haustþingið var gott veganesti fyrir okkur í Viðreisn. Við skerptum á málefnum og þéttum raðirnar. Næsta verkefni innan flokks er að drífa sem fyrst í að halda prófkjör, ef svæðisráðin kjósa svo. Kosningabaráttan er hafin. Það er verk að vinna fyrir fólkið okkar í landinu. Viðreisn er tilbúin. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun