Mælirinn fullur vegna vanvirðingar á slysstað Bjarki Sigurðsson skrifar 1. október 2024 19:18 Árni Friðleifsson er aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Bjarni Rannsókn lögreglu á banaslysi við Sæbraut á aðfaranótt sunnudags gengur vel. Varðstjóri hjá lögreglunni segir það vera síalgengara að almenningur reyni að komast inn fyrir lokanir á slysstöðum. Eftir helgina sé mælirinn fullur. Íslensk kona á fertugsaldri lést í slysinu. Hún var fótgangandi við gatnamót Sæbrautar, Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Ökumaðurinn, sem var ungur karlmaður, er ekki talinn hafa verið undir áhrifum áfengis. Lögregla og Rannsóknarnefnd samgöngumála rannsaka slysið og gengur rannsókn vel að sögn lögreglu. Það sem af er ári hafa þrettán látið lífið í umferðinni sem er það mesta síðan árið 2018. Sjö af þessum þrettán létust í janúar, þar af fimm á fyrstu sautján dögum ársins. Á síðustu árum hefur lögregla einnig orðið vitni að breyttri hegðun vegfarenda þegar kemur að alvarlegum umferðarslysum segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við þurfum að loka vettvangi þar sem hafa orðið umferðarslys eða aðrir atburðir. Fólk virðist bara vilja fara þangað inn. Forvitni eða jafnvel að taka myndir. Þetta höfum við fundið að er að aukast og keyrðu eiginlega um þverbak um helgina,“ segir Árni. Hann segir þetta óboðlega hegðun. „Þetta er bara mjög sorglegt að vera að vinna á vettvangi og þurfa að sitja undir því að almenningur sé að hreyta skít í lögreglumenn því þeir komast ekki leiðar sinnar í ákveðinn tíma,“ segir Árni. Dæmi eru um að slys hafi orðið vegna þess að fólk er að reyna að ná myndum af slysstað. „Þetta er orðið bara vandamál að halda fólki frá. Þetta er ósköp einfalt. Almenningur á ekkert erindi inn á vettvang þar sem hefur orðið alvarlegt umferðarslys,“ segir Árni. Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Samgöngur Samgönguslys Banaslys við Sæbraut Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Íslensk kona á fertugsaldri lést í slysinu. Hún var fótgangandi við gatnamót Sæbrautar, Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Ökumaðurinn, sem var ungur karlmaður, er ekki talinn hafa verið undir áhrifum áfengis. Lögregla og Rannsóknarnefnd samgöngumála rannsaka slysið og gengur rannsókn vel að sögn lögreglu. Það sem af er ári hafa þrettán látið lífið í umferðinni sem er það mesta síðan árið 2018. Sjö af þessum þrettán létust í janúar, þar af fimm á fyrstu sautján dögum ársins. Á síðustu árum hefur lögregla einnig orðið vitni að breyttri hegðun vegfarenda þegar kemur að alvarlegum umferðarslysum segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við þurfum að loka vettvangi þar sem hafa orðið umferðarslys eða aðrir atburðir. Fólk virðist bara vilja fara þangað inn. Forvitni eða jafnvel að taka myndir. Þetta höfum við fundið að er að aukast og keyrðu eiginlega um þverbak um helgina,“ segir Árni. Hann segir þetta óboðlega hegðun. „Þetta er bara mjög sorglegt að vera að vinna á vettvangi og þurfa að sitja undir því að almenningur sé að hreyta skít í lögreglumenn því þeir komast ekki leiðar sinnar í ákveðinn tíma,“ segir Árni. Dæmi eru um að slys hafi orðið vegna þess að fólk er að reyna að ná myndum af slysstað. „Þetta er orðið bara vandamál að halda fólki frá. Þetta er ósköp einfalt. Almenningur á ekkert erindi inn á vettvang þar sem hefur orðið alvarlegt umferðarslys,“ segir Árni.
Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Samgöngur Samgönguslys Banaslys við Sæbraut Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira