Hvað með heyrnarskert börn, heyrnarskerta fullorðna og börn með skarð? Eva Albrechtsen og Ösp Vilberg Baldursdóttir skrifa 1. október 2024 23:33 Á Heyrnar- og talmeinastöð (HTÍ) starfar mannauður. Það er ástæða fyrir því að við notum orðið mannauður en ekki mannaforði. Þetta er allt fagfólk sem hefur þreytt langt nám til þess að sérhæfa sig í því að meðhöndla ótrúlega fjölbreytni heyrnarskerðinga ásamt tal- og málmeinum. Þetta fólk brennur fyrir því sem það gerir og vill gera sitt allra besta. Þetta fólk hefur misst trú á hinu opinbera og þeim ramma sem starfsemin starfar innan sem sífellt þrengist og þrengist. Starfsaðstæður sem heilbrigðisyfirvöld bjóða starfsfólki og skjólstæðingum stofnunarinnar upp á leiðir til þess að starfsánægja fer dvínandi. Síendurtekin loforð um umbætur er varðar húsnæði, fjármagn, starfsaðstöðu og mönnun vega þar þyngst. Nýútgefin fjárlög sýna fram á þekkingarleysi stjórnvalda um starfsemi og mikilvægi heilbrigðisstofnunarinnar. Miðað við fjárlög er stofnuninni ætlað afla sértekna upp á 316,6 milljónum króna meðan framlag úr ríkissjóði nemur aðeins 231,6 milljónum króna. Höfundar spyrja – hvaðan er sú tala fengin? Starfsfólk HTÍ kappkostar við að veita bestu þjónustu sem völ er á. Biðlistar, skortur á starfsfólki, óásættanleg fjárlög og brotin loforð hafa leitt til þess að þolinmæði starfsfólks HTÍ er komið að þolmörkum. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands á samkvæmt lögum að huga að heyrnarheilsu og sérhæfðar talmeinaþjónustu heillar þjóðar. Biðlistar lengjast og nánast daglega er hringt á stöðina og kvartað yfir löngum biðtíma, lélegu aðgengi, slæmu ástandi húsnæðis og skorti á upplýsingum um stöðu viðkomandi á biðlista. Svona má lengi telja. Stofnuninni berast kvartanir frá bæði foreldrum og öðrum heilbrigðisstéttum vegna þess að 18 mánaða eftirlit barna sem grunur lék á að væru með málþroskaröskun var lagt niður. Ef grunur er um seinkaðan málþroska eða einhvers konar tjáskiptavanda fyrir þann aldur er ekki hægt að leita til neinnar stofnunnar eins og er. Þessa þjónustu þurfti stofnunin að leggja niður vegna fjárskorts. Heyrnarfræðingar eru allt of fáir miðað við þau gríðarstóru verkefni sem koma á borð til HTÍ. Sé farið eftir fjárhagsáætlun ríkisins væru þeir aðeins að sinna heyrnarmælingum og sölu á heyrnartækjum. Talmeinafræðingar eru einnig of fáir miðað við þau verkefni sem stofnuninni er ætlað að sinna. Skortur á heyrnarfræðingum og talmeinafræðingum kemur meðal annars niður á nauðsynlegri heildstæðri þjónustu við börn og ungmenni. Á meðan verið er að slökkva elda, forgangsraða og reyna að minnka biðlista verða önnur verkefni sem eru ekki síður mikilvæg eftir. Lögum samkvæmt ætti HTÍ að vera þekkingarsetur um heyrnarskerðingar og tal- og málmein. Kapphlaup fárra starfsmanna um að sinna þeim sem eru allra verst settir og sá tími sem ætlast er til að hálfu ríkisins um að afla frekari tekna með sölu heyrnartækja óásættanleg með öllu. Talmeinafræðingum og heyrnarfræðingum gefst ekki aðstaða, tími eða fjármagn til þess að fræða almenning eða fræða þá sem ætla sér að mennta sig við fyrrgreind fög. Tími til þess að sinna rannsóknum, kennslu, endurmenntun eða starfsþróun gefst ekki heldur. Ekki meðan ríkið krefst þess að sala heyrnartækja eigi að vera í forgangi fram yfir viðunandi heilbrigðisþjónustu. Raunstaðan er sú að okkar skjólstæðingar bíði í jafnvel einhver ár til þess að koma til okkar þar sem við biðlistar eru orðnir mjög langir. Á meðan er starfsemin áfram í húsnæði sem er allt of lítið og í afar slæmu ásigkomulagi sem takmarkar enn frekar tækifæri til þess að ráða til starfa fleira fagfólk. Til hefur staðið að flytja starfsemina í viðunandi húsnæði síðan 1989 en það hefur ekki gerst. Höfundar hafa tapað þeirri tölu hversu oft til hefur staðið að flytja því stofnunina. Þau loforð hafa jafn oft verið svikin eins og þau voru gefin. Skjólstæðingar Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands eiga ekki að vera viðskiptavinir eða kúnnar. Þetta er fólk sem þarf á heilbrigðisþjónustu að halda. Er það virkilega svo að það eigi að bíða eftir því að við gefumst upp og sú þekking sem til er þurrkist endanlega út? Á Íslandi eru til Háls-, nef- og eyrnalæknar, talmeinafræðingar, heyrnarfræðingar, heyrnartæknar og kennsluráðgjafar. Þeirra sérþekking er önnur en sú veitt er á HTÍ. Þolinmæði starfsfólks HTÍ er á þrotum. Ösp Vilberg Baldursdóttir er talmeinafræðingur og Eva Albrechtsen er háls-, nef og eyrnalæknir með undirsérhæfingu í heyrnarfræðum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Á Heyrnar- og talmeinastöð (HTÍ) starfar mannauður. Það er ástæða fyrir því að við notum orðið mannauður en ekki mannaforði. Þetta er allt fagfólk sem hefur þreytt langt nám til þess að sérhæfa sig í því að meðhöndla ótrúlega fjölbreytni heyrnarskerðinga ásamt tal- og málmeinum. Þetta fólk brennur fyrir því sem það gerir og vill gera sitt allra besta. Þetta fólk hefur misst trú á hinu opinbera og þeim ramma sem starfsemin starfar innan sem sífellt þrengist og þrengist. Starfsaðstæður sem heilbrigðisyfirvöld bjóða starfsfólki og skjólstæðingum stofnunarinnar upp á leiðir til þess að starfsánægja fer dvínandi. Síendurtekin loforð um umbætur er varðar húsnæði, fjármagn, starfsaðstöðu og mönnun vega þar þyngst. Nýútgefin fjárlög sýna fram á þekkingarleysi stjórnvalda um starfsemi og mikilvægi heilbrigðisstofnunarinnar. Miðað við fjárlög er stofnuninni ætlað afla sértekna upp á 316,6 milljónum króna meðan framlag úr ríkissjóði nemur aðeins 231,6 milljónum króna. Höfundar spyrja – hvaðan er sú tala fengin? Starfsfólk HTÍ kappkostar við að veita bestu þjónustu sem völ er á. Biðlistar, skortur á starfsfólki, óásættanleg fjárlög og brotin loforð hafa leitt til þess að þolinmæði starfsfólks HTÍ er komið að þolmörkum. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands á samkvæmt lögum að huga að heyrnarheilsu og sérhæfðar talmeinaþjónustu heillar þjóðar. Biðlistar lengjast og nánast daglega er hringt á stöðina og kvartað yfir löngum biðtíma, lélegu aðgengi, slæmu ástandi húsnæðis og skorti á upplýsingum um stöðu viðkomandi á biðlista. Svona má lengi telja. Stofnuninni berast kvartanir frá bæði foreldrum og öðrum heilbrigðisstéttum vegna þess að 18 mánaða eftirlit barna sem grunur lék á að væru með málþroskaröskun var lagt niður. Ef grunur er um seinkaðan málþroska eða einhvers konar tjáskiptavanda fyrir þann aldur er ekki hægt að leita til neinnar stofnunnar eins og er. Þessa þjónustu þurfti stofnunin að leggja niður vegna fjárskorts. Heyrnarfræðingar eru allt of fáir miðað við þau gríðarstóru verkefni sem koma á borð til HTÍ. Sé farið eftir fjárhagsáætlun ríkisins væru þeir aðeins að sinna heyrnarmælingum og sölu á heyrnartækjum. Talmeinafræðingar eru einnig of fáir miðað við þau verkefni sem stofnuninni er ætlað að sinna. Skortur á heyrnarfræðingum og talmeinafræðingum kemur meðal annars niður á nauðsynlegri heildstæðri þjónustu við börn og ungmenni. Á meðan verið er að slökkva elda, forgangsraða og reyna að minnka biðlista verða önnur verkefni sem eru ekki síður mikilvæg eftir. Lögum samkvæmt ætti HTÍ að vera þekkingarsetur um heyrnarskerðingar og tal- og málmein. Kapphlaup fárra starfsmanna um að sinna þeim sem eru allra verst settir og sá tími sem ætlast er til að hálfu ríkisins um að afla frekari tekna með sölu heyrnartækja óásættanleg með öllu. Talmeinafræðingum og heyrnarfræðingum gefst ekki aðstaða, tími eða fjármagn til þess að fræða almenning eða fræða þá sem ætla sér að mennta sig við fyrrgreind fög. Tími til þess að sinna rannsóknum, kennslu, endurmenntun eða starfsþróun gefst ekki heldur. Ekki meðan ríkið krefst þess að sala heyrnartækja eigi að vera í forgangi fram yfir viðunandi heilbrigðisþjónustu. Raunstaðan er sú að okkar skjólstæðingar bíði í jafnvel einhver ár til þess að koma til okkar þar sem við biðlistar eru orðnir mjög langir. Á meðan er starfsemin áfram í húsnæði sem er allt of lítið og í afar slæmu ásigkomulagi sem takmarkar enn frekar tækifæri til þess að ráða til starfa fleira fagfólk. Til hefur staðið að flytja starfsemina í viðunandi húsnæði síðan 1989 en það hefur ekki gerst. Höfundar hafa tapað þeirri tölu hversu oft til hefur staðið að flytja því stofnunina. Þau loforð hafa jafn oft verið svikin eins og þau voru gefin. Skjólstæðingar Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands eiga ekki að vera viðskiptavinir eða kúnnar. Þetta er fólk sem þarf á heilbrigðisþjónustu að halda. Er það virkilega svo að það eigi að bíða eftir því að við gefumst upp og sú þekking sem til er þurrkist endanlega út? Á Íslandi eru til Háls-, nef- og eyrnalæknar, talmeinafræðingar, heyrnarfræðingar, heyrnartæknar og kennsluráðgjafar. Þeirra sérþekking er önnur en sú veitt er á HTÍ. Þolinmæði starfsfólks HTÍ er á þrotum. Ösp Vilberg Baldursdóttir er talmeinafræðingur og Eva Albrechtsen er háls-, nef og eyrnalæknir með undirsérhæfingu í heyrnarfræðum
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun